Velferðarnefnd vill framlengja hlutabótaleiðina út árið 2020

Meirihluti velferðarnefndar leggur til að sami einstaklingur sem hafi þegar nýtt hlutabótaleiðina, en verið svo endurráðinn í fullt starf, geti nýtt hana aftur ef vinnuveitandi viðkomandi er kominn aftur í rekstrarvandræði.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Meiri­hluti vel­ferð­ar­nefndar leggur til að gild­is­tími hluta­bóta­leið­ar­innar verði fram­lengdur út þetta ár, í stað þess að hann gildi út októ­ber líkt og frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, gerir ráð fyr­ir. 

Þetta kemur fram í áliti meiri­hlut­ans á mál­inu sem birt var á vef Alþingis í gær­kvöld­i. 

Auk þess leggur meiri hlut­inn áherslu á að fjár­mögnun úrræð­is­ins verði tryggð í fjár­auka­lögum síðar á þessu ári. „Í þessu sam­hengi telur meiri hlut­inn því ekk­ert til fyr­ir­stöðu að hluta­bóta­leiðin verði nýtt aftur fyrir sama ein­stak­ling sem hefur verið end­ur­ráð­inn í fullt starf, að því gefnu að skil­yrði fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins séu upp­fyllt, þ.m.t. að um sé að ræða lækkað starfs­hlut­fall. Hins vegar getur ein­stak­lingur ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina ef hann er end­ur­ráð­inn í 50 pró­sent starfs­hlut­fall enda er þá ekki um að ræða tíma­bundna lækkun á starfs­hlut­fall­i.“

Mik­ill sam­dráttur á nýt­ingu

Hluta­bóta­leiðin er það úrræði stjórn­valda sem gripið hefur verið til vegna yfir­stand­andi heims­far­ald­urs sem nýst hefur hvað best. Til­gangur hennar er að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi milli starfs­manns og fyr­ir­tækis þegar rekstr­ar­grund­völlur fyr­ir­tæk­is­ins brestur tíma­bund­ið. Auk þess tryggir hún sjálf­stætt starf­andi ein­stak­lingum með eigin rekstur í félagi svig­rúm til þess að draga úr rekstri án þess að verða fyrir óvið­ráð­an­legu tekju­tapi vegna far­ald­urs­ins.

Auglýsing
Í því felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­manna fyr­ir­tækja sem upp­fylla sett skil­yrði hennar upp að ákveðnu þaki. Í vor, þegar leiðin var fyrst kynnt til leiks, var það hlut­fall 75 pró­sent en það var síðan lækkað niður í 50 pró­sent í sumar og mun verða þannig áfram, sam­þykki Alþingi að fram­lengja leið­ina. Síð­asta fram­leng­ing á hluta­bóta­leið­inni rann út í byrjun þess­arar viku og því er hún í raun ekki í gildi eins og er.

Þegar mest var, í apr­íl, nýttu 33.637 manns hluta­­bóta­­leið­ina. Í júlí var sú tala komin niður í 3.862 sem leiddi af sér 300 millj­­óna króna kostn­að, sam­­kvæmt minn­is­­blaði fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra dag­­sett 14. ágúst sem lagt var fyrir rík­­is­­stjórn fyrr í mán­uð­in­­um. Þar segir að búast megi við því að tæp­­lega helm­ingur þeirra sem nýttu úrræðið í júlí hafi gert það í ágúst. Kostn­aður við að fram­lengja leið­ina út októ­ber átti að vera tveir millj­arðar króna, en hún kost­aði rík­is­sjóð alls 18 millj­arða króna frá mars og út júlí­mán­uð. 

Sann­girn­is­rök

Í umsögn meiri­hluta vel­ferð­ar­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna í nefnd­inni, segir að þrátt fyrir að veru­lega hafi dregið úr ásókn í úrræðið sé enn nokkur fjöldi launa­manna sem fær hluta fram­færslu sinnar vegna úrræð­is­ins og heldur ráðn­ing­ar­sam­bandi. „Fyrir nefnd­inni komu fram þau sjón­ar­mið að það geti reynst tor­velt að reka saman til langs tíma tvö mis­mun­andi kerfi, þ.e. hefð­bundið atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi og hluta­bæt­ur, og bent á það misvægi sem gæti skap­ast milli rétt­inda þeirra sem væru ann­ars vegar á hluta­bótum og þeirra sem væru hins vegar atvinnu­leit­endur og á atvinnu­leys­is­bót­um. Í ljósi þess telur meiri hlut­inn því ekki skyn­sam­legt að lengja gild­is­tíma úrræð­is­ins til lang­frama.“

Sann­girn­is­rök hnígi hins vegar að því að lengja gild­is­tím­ann meira en í tvo mán­uði. Þar komi til að aðdrag­and­inn að því að afnema úrræðið end­an­lega hafi verið full­stutt­ur, og það að fram­lengja í tvo mán­uði muni ekki breyta miklu í stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem séu að skoða mögu­leika sína á að halda áfram ráðn­ing­ar­sam­band­i. 

Vildi lengja úrræðið til júní 2021

Þeir full­trúar stjórn­ar­and­stöðu í vel­ferð­ar­nefnd sem hafa skilað inn minni­hluta­á­litum um málið vildu lengja gild­is­tíma leið­ar­innar umfram það sem meiri­hlut­inn lagði til. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, vildi fram­lengja hann út febr­úar 2021, eða um sex mán­uði.

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður vel­ferð­ar­nefndar og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vildi ganga enn lengra og lagði til að hluta­bóta­leiðin yrði fram­lengd til 1. júní 2021. Í áliti hennar segir að hluta­bóta­leiðin sé vel heppnuð aðgerð sem fyrst og fremst gekk út á að við­halda ráðn­ing­ar­samn­ingi þegar atvinnu­leysi jókst mik­ið. „Stjórn­völd tóku því miður þá ákvörðun síð­ast­liðið vor að beina fyr­ir­tækjum frekar í það úrræði að segja upp fólki með stuðn­ingi stjórn­valda í upp­sagn­ar­fresti en að liðka til fyrir fyr­ir­tæki að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi. 2. minni hluti var­aði mjög við þeirri ákvörðun enda hefur komið í ljós að það voru dýr mis­tök. Fækk­aði ein­stak­lingum í hluta­bóta­úr­ræði úr rúmum 30.000 í tæp­lega 3.000 á tíma­bil­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent