Nýliði í tebolla

Taugaeitur af gerðinni novichok fæst ekki keypt úti í búð. Það er einungis talið í höndum rússneskra yfirvalda, sem nú eru krafin svara við áleitnum spurningum, eftir að leifar eitursins fundust í líkama andófsmannsins Alexei Navalnís.

Alexei Navalní liggur enn þungt haldinn á spítala í Berlín.
Alexei Navalní liggur enn þungt haldinn á spítala í Berlín.
Auglýsing

Það var á fimmtu­dag fyrir sléttum tveimur vikum sem fréttir bár­ust frá Síberíu þess efnis að and­ófs­mað­ur­inn Alexei Navalní hefði skyndi­lega veikst um borð í inn­an­lands­flugi, eftir að hafa fengið sér tebolla á flug­vell­inum í Tomsk. Nú hefur komið í ljós að Navalní var byrlað tauga­eitri af gerð­inni novichok, en Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari var brúna­þung er hún bar þau tíð­indi fram síð­degis í gær.

Nið­ur­stöður þýskra, sem hafa ann­ast Navalní frá því að leyfi fékkst til þess að fljúga honum til Berlínar frá Síberíu þar síð­ustu helgi, eru sagðar afdrátt­ar­laus­ar. Og þegar nið­ur­staðan er sú að eitur af novichok-­gerð hafi verið notað bein­ast böndin beint að æðstu stöðum í rúss­neska stjórn­kerf­inu, að Vla­dimír Pútín for­seta sjálfum og leyni­þjón­ustu­stofn­unum rúss­neska rík­is­ins. Merkel segir Rússa þurfa að svara erf­iðum spurn­ing­um.

Tauga­eitrið var þróað á rann­sókn­ar­stofum Sov­ét­ríkj­anna sál­ugu og eru skammtar af þessu ban­eitr­aða efni ein­ungis taldir á for­ræði rúss­neskra yfir­valda. Novichok fæst ekki keypt út í búð og var sér­stak­lega bætt við sem ban­nefni í sátt­mála Efna­vopna­stofn­un­ar­innar OPCW í fyrra. Vest­rænar leyni­þjón­ustur telja að Rússar hafi verið að fram­leiða smáa skammta af eitr­inu und­an­farin ár og að Pútín fylgist grannt með.

Auglýsing

Síð­ast var novichok, sem kalla má ný­liða á íslenskri tungu, í heims­frétt­unum árið 2018. Þá eitr­uðu tveir rúss­neskir leyni­þjón­ustu­menn fyrir gagnnjósn­ar­anum Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í breska bænum Salisbury. Eitr­inu var smurt á hurð heim­ilis þeirra. Þau jöfn­uðu sig, en kona að nafni Dawn Stur­gess var ekki jafn hepp­in. Hún lést eftir að hafa kom­ist í snert­ingu við eitrið fjórum mán­uðum síðar og talið er að hún hafi óvart kom­ist í tæri við þann skammt sem rúss­nesku menn­irnir skildu eftir sig.

Vildi Moskva að allir vissu?

Eitt af því sem vekur upp spurn­ingar í máli Navalnís er, eins og blaða­maður breska blaðs­ins Guar­dian veltir upp í umfjöllun sinni, af hverju Navalní var leyft að fara með sjúkra­flugi til Berlínar eftir að veik­indi hans gerðu vart við sig. Rúss­nesk yfir­völd hljóta þá þegar að hafa vitað að þýskir sér­fræð­ingar myndu verða leifa tauga­eit­urs­ins varir í lík­ama Navalnís eftir ítar­lega rann­sókn­ir. Þá kemur upp spurn­ing­in, vildu rúss­nesk yfir­völd ef til vill að böndin myndu ber­ast að þeim eins og þau gera nú?

„Mjög alvar­legar spurn­ingar hafa nú vakn­að, sem ein­ungis rúss­neska rík­is­stjórnin getur og verður að svara. Örlög Alexei Navalní hafa vakið heims­at­hygli. Heim­ur­inn mun bíða svara,“ sagði Merkel í gær. Hún for­dæmdi árás­ina á and­ófs­mann­inn, en gekk ekki svo langt að lýsa ábyrgð á hendur rúss­neskum stjórn­völd­um.

Það gæti staðið á svörum úr þeirri átt­inni. Dmitrí Peskov, tals­maður rúss­nesku stjórn­ar­inn­ar, lýsti því yfir síð­degis í gær að Rússum hefði ekki borist nein ný sönn­un­ar­gögn um ástæð­urnar fyrir veik­indum Navalnís, sem liggur enn þungt hald­inn á spít­ala í Berlín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
Kjarninn 10. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent