Norwegian í samtali við norska ríkið um meiri ríkisstuðning

Norska lággjaldaflugfélagið mun funda við samgönguráðherra Noregs seinna í mánuðinum, þar sem rætt verður um frekari stuðning frá hinu opinbera.

Norwegian
Auglýsing

Jacob Schram, for­stjóri norska lággjalda­flug­fé­lags­ins Norweg­i­an, mun funda með sam­göngu­ráð­herra Nor­egs, Knut Arild Hareide, þann 21. sept­em­ber um frek­ari rík­is­stuðn­ing við félag­ið. Rík­is­stjórn Nor­egs hefur sagst vera til­búin í að veita stuðn­ing eftir þörfum til að tryggja nægi­legt flug­fram­boð. 

Þetta kom fram í frétt norska mið­ils­ins E24 sem birt­ist í gær. Sam­kvæmt henni bauð Schram til fundar við Hareide síð­ast­lið­inn 28. ágúst, sama dag og annað árs­fjórð­ungs­upp­gjör flug­fé­lags­ins var gefið út. 

Norweg­ian hefur verið í nánu sam­bandi við norsku rík­is­stjórn­ina á síð­ustu mán­uð­um, en hún veitti flug­fé­lag­inu rík­is­á­byrgð á lánum að and­virði þriggja millj­arða norskra króna, sem sam­svarar um 46 millj­örðum íslenskra króna, í vor. Þessi ábyrgð­ar­veit­ing var hluti af björg­un­ar­pakka norsku rík­is­stjórn­ar­innar til flug­rekst­urs í land­inu, en flug­fé­lög­unum SAS og Widerøe var einnig veitt rík­is­á­byrgð á lánum þeirra. 

Auglýsing

Þann 25. júní átti Schram einnig fund með iðn­að­ar­ráð­herra Nor­egs, Iselin Nybø. Fjár­mála­stjóri félags­ins, Geir Karl­sen, ýjaði svo að mögu­leik­anum á frek­ari stuðn­ingi á ráð­stefnu DNB fyrir viku síð­an, en þar sagði hann að Norweg­ian ætti í sam­tali við norsku rík­is­stjórn­ina vegna nýs hugs­an­legs stuðn­ings. 

Stuðn­ingur eftir þörfum

Aðstoð­ar­ráð­herra iðn­að­ar­ráðu­neytis Nor­egs, Lucie Katrine Sunde-Eidem, sagði í við­tali við E24 að rík­is­stjórnin væri að meta ástand­ið. „Hvort sem það leiðir til fleiri aðgerða fyrir flug­fé­lögin eða aðra hluti hag­kerf­is­ins munum við finna út eftir þörf­um.“

Sunde-Eidem bætir þó við að rekstr­ar­um­hverfi flug­fé­lag­anna sé mjög krefj­andi núna og að margs konar inn­grip séu mögu­leg hjá hinu opin­ber­a. 

„Ríkið íhugar meðal ann­ars breyt­ingar á leyf­is­regl­um, minnkun opin­berra gjalda og svo höfum við stillt upp áætlun fyrir rík­is­á­byrgð sem er í boði fyrir flug­fé­lög­in. Slík ábyrgð er tölu­verð, auk þess sem hið opin­bera sér til þess að áhættan af tapi flug­fé­lag­anna verði ekki of mik­il,“ segir aðstoð­ar­ráð­herr­ann.

Til við­bótar segir Sunde-Eidem að hið opin­bera styrki inn­an­lands­flug­leiðir frá Norweg­i­an, SAS og Widerøe til þess að halda uppi lág­marks­fram­boði af flug­ferðum innan lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent