Norwegian í samtali við norska ríkið um meiri ríkisstuðning

Norska lággjaldaflugfélagið mun funda við samgönguráðherra Noregs seinna í mánuðinum, þar sem rætt verður um frekari stuðning frá hinu opinbera.

Norwegian
Auglýsing

Jacob Schram, forstjóri norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, mun funda með samgönguráðherra Noregs, Knut Arild Hareide, þann 21. september um frekari ríkisstuðning við félagið. Ríkisstjórn Noregs hefur sagst vera tilbúin í að veita stuðning eftir þörfum til að tryggja nægilegt flugframboð. 

Þetta kom fram í frétt norska miðilsins E24 sem birtist í gær. Samkvæmt henni bauð Schram til fundar við Hareide síðastliðinn 28. ágúst, sama dag og annað ársfjórðungsuppgjör flugfélagsins var gefið út. 

Norwegian hefur verið í nánu sambandi við norsku ríkisstjórnina á síðustu mánuðum, en hún veitti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánum að andvirði þriggja milljarða norskra króna, sem samsvarar um 46 milljörðum íslenskra króna, í vor. Þessi ábyrgðarveiting var hluti af björgunarpakka norsku ríkisstjórnarinnar til flugreksturs í landinu, en flugfélögunum SAS og Widerøe var einnig veitt ríkisábyrgð á lánum þeirra. 

Auglýsing

Þann 25. júní átti Schram einnig fund með iðnaðarráðherra Noregs, Iselin Nybø. Fjármálastjóri félagsins, Geir Karlsen, ýjaði svo að möguleikanum á frekari stuðningi á ráðstefnu DNB fyrir viku síðan, en þar sagði hann að Norwegian ætti í samtali við norsku ríkisstjórnina vegna nýs hugsanlegs stuðnings. 

Stuðningur eftir þörfum

Aðstoðarráðherra iðnaðarráðuneytis Noregs, Lucie Katrine Sunde-Eidem, sagði í viðtali við E24 að ríkisstjórnin væri að meta ástandið. „Hvort sem það leiðir til fleiri aðgerða fyrir flugfélögin eða aðra hluti hagkerfisins munum við finna út eftir þörfum.“

Sunde-Eidem bætir þó við að rekstrarumhverfi flugfélaganna sé mjög krefjandi núna og að margs konar inngrip séu möguleg hjá hinu opinbera. 

„Ríkið íhugar meðal annars breytingar á leyfisreglum, minnkun opinberra gjalda og svo höfum við stillt upp áætlun fyrir ríkisábyrgð sem er í boði fyrir flugfélögin. Slík ábyrgð er töluverð, auk þess sem hið opinbera sér til þess að áhættan af tapi flugfélaganna verði ekki of mikil,“ segir aðstoðarráðherrann.

Til viðbótar segir Sunde-Eidem að hið opinbera styrki innanlandsflugleiðir frá Norwegian, SAS og Widerøe til þess að halda uppi lágmarksframboði af flugferðum innan landsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent