Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna

Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.

Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­arnir sem loga á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hafa áhrif á dag­legt líf tuga millj­óna manna. Þeir hafa ekki aðeins skilið eftir sig slóð gríð­ar­legrar eyði­legg­ingar heldur hafa þeir kostað að minnsta kosti átján manns lífið í ríkj­unum þremur þar sem þeir loga; Oregon, Was­hingtonn og Kali­forn­íu. Sam­an­lagt hefur brunnið land­svæði í ríkj­unum þremur sem jafn­ast á við stærð New Jers­ey. Einn af hverjum tíu íbúum Oregon-­ríkis hefur þurft eða er undir það búinn að flýja heim­ili sitt, svo dæmi sé tek­ið.Að segja að eld­arnir séu for­dæma­lausir virð­ist mátt­laus lýs­ing – eftir allt sem á undan er gengið meðal jarð­ar­búa síð­ustu mán­uði. En það eru þeir engu að síð­ur: For­dæma­laus­ir. Þeir eru það sem kallað er „sam­settar ham­far­ir“ þar sem margir öfga­fullir og hættu­legir atburðir eru að eiga sér stað sam­tímis á mörgum stöð­um.Sér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa varað við slíkum voða­at­burðum vegna áhrifa manns­ins á breytt lofts­lag jarð­ar. Þeir höfðu þó fæstir getað ímyndað sér að slíkar ham­farir myndu eiga sér stað árið 2020. Í var­úð­ar­orðum sínum töldu þeir slíkt geta gerst eftir ára­tugi, ef ekki tæk­ist að minnka magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu.

Auglýsing


Og nú logar um alla vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Fyrir umfang­inu finn­ast engin for­dæmi í mann­kyns­sög­unni.Til að skóg­ar­eldar breið­ist jafn hratt út og raunin hefur orðið í Banda­ríkj­unum þetta haustið þurfa ákveðnar aðstæður að vera fyrir hendi. Hár loft­hiti í tölu­verðan tíma og heitir og þurrir vindar að blása. Eld­arnir sjálfir hafa svo áhrif á veð­ur­farið stað­bund­ið. Til verða eld­stormar og hring­iður heits lofts sem hraða enn frekar útbreiðsl­unni.Í dag, laug­ar­dag, hefur vinda lægt og slökkvi­liðs­menn eiga auð­veld­ara með að sinna slökkvi­störfum en áfram logar glatt og kröft­ug­lega á mörg hund­ruð stöðum og sumir eld­arnir eru risa­vaxn­ir.Í gær var loft­meng­unin í borg­unum Portland og San Francisco meiri en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um. Hún var meiri en í mörgum borgum Ind­lands og Kína.Rann­sóknir hafa síð­ustu ár sýnt að veð­ur­farið á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hefur breyst. Í nýrri rann­sókn sem birt var í ágúst, rétt um það leyti sem fyrstu gróð­ur­eld­arnir voru að kvikna, kom fram að mjög heitum haust­dögum hefur fjölgað um helm­ing í Kali­forníu frá því á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið óvið­búið en við erum mörg hver orð­laus yfir hrað­an­um,“ hefur Was­hington Post eftir Eric Knapp, vist­fræð­ingi við banda­rísku skóga­stofn­un­ina í Kali­forn­íu. Kraft­arnir sem mynd­uð­ust í eld­unum eru líka ógur­leg­ir. Á gervi­tungla­myndum má sjá að í þeim mynd­uð­ust mikil þrumu­veður í þéttum reyk- og ösku­skýjum sem náðu yfir sextán kíló­metra upp í loft­ið. „Við áttum aldrei von á því að svona margir staðir myndu brenna á sama tíma og með sama krafti og þeir gerð­u,“ segir Dana Skelly sem starfar hjá skóg­ar­stofn­un­inni í Portland.

Mik­ill elds­maturSkóg­ar­eldar eru árlegir í ríkj­unum þrem­ur. Þeir eru líka oft umfangs­miklir og því miður einnig oft mann­skæð­ir. En nú eru þeir útbreidd­ari og skóg­svæði sem höfðu ekki jafnað sig eftir mikla elda fyrir nokkrum árum fuðr­uðu upp er eld­tung­urnar læstu sig í hálf­dauð og dauð tré.„Ég held að það sé óhætt að segja að þessir eldar eru for­dæma­lausir vegna hrað­ans sem þeir fara á,“ segir Knapp. „Við höfum aldrei séð svo marga elda fara um svo stórt land­svæði á svona stuttum tíma.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent