Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna

Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.

Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­arnir sem loga á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hafa áhrif á dag­legt líf tuga millj­óna manna. Þeir hafa ekki aðeins skilið eftir sig slóð gríð­ar­legrar eyði­legg­ingar heldur hafa þeir kostað að minnsta kosti átján manns lífið í ríkj­unum þremur þar sem þeir loga; Oregon, Was­hingtonn og Kali­forn­íu. Sam­an­lagt hefur brunnið land­svæði í ríkj­unum þremur sem jafn­ast á við stærð New Jers­ey. Einn af hverjum tíu íbúum Oregon-­ríkis hefur þurft eða er undir það búinn að flýja heim­ili sitt, svo dæmi sé tek­ið.



Að segja að eld­arnir séu for­dæma­lausir virð­ist mátt­laus lýs­ing – eftir allt sem á undan er gengið meðal jarð­ar­búa síð­ustu mán­uði. En það eru þeir engu að síð­ur: For­dæma­laus­ir. Þeir eru það sem kallað er „sam­settar ham­far­ir“ þar sem margir öfga­fullir og hættu­legir atburðir eru að eiga sér stað sam­tímis á mörgum stöð­um.



Sér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa varað við slíkum voða­at­burðum vegna áhrifa manns­ins á breytt lofts­lag jarð­ar. Þeir höfðu þó fæstir getað ímyndað sér að slíkar ham­farir myndu eiga sér stað árið 2020. Í var­úð­ar­orðum sínum töldu þeir slíkt geta gerst eftir ára­tugi, ef ekki tæk­ist að minnka magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu.

Auglýsing


Og nú logar um alla vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Fyrir umfang­inu finn­ast engin for­dæmi í mann­kyns­sög­unni.



Til að skóg­ar­eldar breið­ist jafn hratt út og raunin hefur orðið í Banda­ríkj­unum þetta haustið þurfa ákveðnar aðstæður að vera fyrir hendi. Hár loft­hiti í tölu­verðan tíma og heitir og þurrir vindar að blása. Eld­arnir sjálfir hafa svo áhrif á veð­ur­farið stað­bund­ið. Til verða eld­stormar og hring­iður heits lofts sem hraða enn frekar útbreiðsl­unni.



Í dag, laug­ar­dag, hefur vinda lægt og slökkvi­liðs­menn eiga auð­veld­ara með að sinna slökkvi­störfum en áfram logar glatt og kröft­ug­lega á mörg hund­ruð stöðum og sumir eld­arnir eru risa­vaxn­ir.



Í gær var loft­meng­unin í borg­unum Portland og San Francisco meiri en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um. Hún var meiri en í mörgum borgum Ind­lands og Kína.



Rann­sóknir hafa síð­ustu ár sýnt að veð­ur­farið á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hefur breyst. Í nýrri rann­sókn sem birt var í ágúst, rétt um það leyti sem fyrstu gróð­ur­eld­arnir voru að kvikna, kom fram að mjög heitum haust­dögum hefur fjölgað um helm­ing í Kali­forníu frá því á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.



„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið óvið­búið en við erum mörg hver orð­laus yfir hrað­an­um,“ hefur Was­hington Post eftir Eric Knapp, vist­fræð­ingi við banda­rísku skóga­stofn­un­ina í Kali­forn­íu. Kraft­arnir sem mynd­uð­ust í eld­unum eru líka ógur­leg­ir. Á gervi­tungla­myndum má sjá að í þeim mynd­uð­ust mikil þrumu­veður í þéttum reyk- og ösku­skýjum sem náðu yfir sextán kíló­metra upp í loft­ið. „Við áttum aldrei von á því að svona margir staðir myndu brenna á sama tíma og með sama krafti og þeir gerð­u,“ segir Dana Skelly sem starfar hjá skóg­ar­stofn­un­inni í Portland.

Mik­ill elds­matur



Skóg­ar­eldar eru árlegir í ríkj­unum þrem­ur. Þeir eru líka oft umfangs­miklir og því miður einnig oft mann­skæð­ir. En nú eru þeir útbreidd­ari og skóg­svæði sem höfðu ekki jafnað sig eftir mikla elda fyrir nokkrum árum fuðr­uðu upp er eld­tung­urnar læstu sig í hálf­dauð og dauð tré.



„Ég held að það sé óhætt að segja að þessir eldar eru for­dæma­lausir vegna hrað­ans sem þeir fara á,“ segir Knapp. „Við höfum aldrei séð svo marga elda fara um svo stórt land­svæði á svona stuttum tíma.“







Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent