Loftslagsfræðingar orðlausir yfir hraða eldanna

Þó að sérfræðingar í loftslagsmálum hafi varað við því að risavaxnir skógareldar gætu blossað upp í Bandaríkjunum á mörgum stöðum í einu og á sama tíma voru þeir ekki undir það búnir að það myndi gerast núna. Þeir töldu áratugi í hamfarirnar.

Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Dýraeftirlitsmaður í Berry Creek í Kaliforníu sinnir hesti sem var skilinn eftir er eigendurnir lögðu á flótta undan eldunum.
Auglýsing

Skóg­ar­eld­arnir sem loga á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hafa áhrif á dag­legt líf tuga millj­óna manna. Þeir hafa ekki aðeins skilið eftir sig slóð gríð­ar­legrar eyði­legg­ingar heldur hafa þeir kostað að minnsta kosti átján manns lífið í ríkj­unum þremur þar sem þeir loga; Oregon, Was­hingtonn og Kali­forn­íu. Sam­an­lagt hefur brunnið land­svæði í ríkj­unum þremur sem jafn­ast á við stærð New Jers­ey. Einn af hverjum tíu íbúum Oregon-­ríkis hefur þurft eða er undir það búinn að flýja heim­ili sitt, svo dæmi sé tek­ið.Að segja að eld­arnir séu for­dæma­lausir virð­ist mátt­laus lýs­ing – eftir allt sem á undan er gengið meðal jarð­ar­búa síð­ustu mán­uði. En það eru þeir engu að síð­ur: For­dæma­laus­ir. Þeir eru það sem kallað er „sam­settar ham­far­ir“ þar sem margir öfga­fullir og hættu­legir atburðir eru að eiga sér stað sam­tímis á mörgum stöð­um.Sér­fræð­ingar í lofts­lags­málum hafa varað við slíkum voða­at­burðum vegna áhrifa manns­ins á breytt lofts­lag jarð­ar. Þeir höfðu þó fæstir getað ímyndað sér að slíkar ham­farir myndu eiga sér stað árið 2020. Í var­úð­ar­orðum sínum töldu þeir slíkt geta gerst eftir ára­tugi, ef ekki tæk­ist að minnka magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­loft­inu.

Auglýsing


Og nú logar um alla vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Fyrir umfang­inu finn­ast engin for­dæmi í mann­kyns­sög­unni.Til að skóg­ar­eldar breið­ist jafn hratt út og raunin hefur orðið í Banda­ríkj­unum þetta haustið þurfa ákveðnar aðstæður að vera fyrir hendi. Hár loft­hiti í tölu­verðan tíma og heitir og þurrir vindar að blása. Eld­arnir sjálfir hafa svo áhrif á veð­ur­farið stað­bund­ið. Til verða eld­stormar og hring­iður heits lofts sem hraða enn frekar útbreiðsl­unni.Í dag, laug­ar­dag, hefur vinda lægt og slökkvi­liðs­menn eiga auð­veld­ara með að sinna slökkvi­störfum en áfram logar glatt og kröft­ug­lega á mörg hund­ruð stöðum og sumir eld­arnir eru risa­vaxn­ir.Í gær var loft­meng­unin í borg­unum Portland og San Francisco meiri en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um. Hún var meiri en í mörgum borgum Ind­lands og Kína.Rann­sóknir hafa síð­ustu ár sýnt að veð­ur­farið á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna hefur breyst. Í nýrri rann­sókn sem birt var í ágúst, rétt um það leyti sem fyrstu gróð­ur­eld­arnir voru að kvikna, kom fram að mjög heitum haust­dögum hefur fjölgað um helm­ing í Kali­forníu frá því á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið óvið­búið en við erum mörg hver orð­laus yfir hrað­an­um,“ hefur Was­hington Post eftir Eric Knapp, vist­fræð­ingi við banda­rísku skóga­stofn­un­ina í Kali­forn­íu. Kraft­arnir sem mynd­uð­ust í eld­unum eru líka ógur­leg­ir. Á gervi­tungla­myndum má sjá að í þeim mynd­uð­ust mikil þrumu­veður í þéttum reyk- og ösku­skýjum sem náðu yfir sextán kíló­metra upp í loft­ið. „Við áttum aldrei von á því að svona margir staðir myndu brenna á sama tíma og með sama krafti og þeir gerð­u,“ segir Dana Skelly sem starfar hjá skóg­ar­stofn­un­inni í Portland.

Mik­ill elds­maturSkóg­ar­eldar eru árlegir í ríkj­unum þrem­ur. Þeir eru líka oft umfangs­miklir og því miður einnig oft mann­skæð­ir. En nú eru þeir útbreidd­ari og skóg­svæði sem höfðu ekki jafnað sig eftir mikla elda fyrir nokkrum árum fuðr­uðu upp er eld­tung­urnar læstu sig í hálf­dauð og dauð tré.„Ég held að það sé óhætt að segja að þessir eldar eru for­dæma­lausir vegna hrað­ans sem þeir fara á,“ segir Knapp. „Við höfum aldrei séð svo marga elda fara um svo stórt land­svæði á svona stuttum tíma.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent