Vill sjá endurskipulagningu hjá verkalýðshreyfingunni

Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin standi vel saman þegar á reyni en hún þurfi þó að endurskipuleggja sig og nýta þann kraft sem sé í hreyfingunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tel­ur að nauð­syn­legt sé að end­ur­skoða margt innan vébanda Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). „Eigum við að vera með Alþýðu­sam­band sem virkar eins og stjórn­málin þannig að við komum okkur saman um lægsta sam­nefnar­ann svo allir séu sáttir eða eigum við að virkja okkur og vera öfl­ugri sem tals­menn okkar félaga og vera beitt­ari út á við?“ spyr hann.

Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í vik­unni.

Hann segir jafn­framt að hann sé ekki með full­mót­aðar hug­myndir hvernig leysa eigi þetta mál en hann vill til dæmis í dag sjá ákveðna form­gerð­ar­breyt­ingu á ASÍ. Hann telur að það muni gera ASÍ að öfl­ugri heild­ar­sam­tökum en „samt ekki detta í þá gryfju að geta aldrei verið sam­mála um neitt nema vera búin að þynna það út“.

Auglýsing

Þurfa að nýta styrk­leika sína

„Við þurfum einnig að sýna styrk­leika okkar og þessar sterku raddir – því það er svo mikið hjarta í þess­ari nýju verka­lýðs­hreyf­ingu. Við end­ur­heimtum þennan neista sem hvarf og ég er samt svo hræddur um að þessi neisti og þessi kraftur nái ekki að koma almenni­lega fram nema fólk fái að blómstra – alveg sama hvar það er,“ segir hann.

Hann nefnir Icelanda­ir-­málið sem dæmi um það hvernig verka­lýðs­hreyf­ingin geti staðið vel sam­an. „Hreyf­ingin er auð­vitað mjög öflug og mun verða enn öfl­ugri. Það er mót­lætið sem hvetur okkur svo oft áfram og þjappar okkur sam­an. Þannig virkar hreyf­ing­in.“ Hann segir að þó sé mik­il­vægt að fólk geti tjáð til­finn­ingar sínar og skoð­an­ir. „Þá færðu líka meiri teng­ing­u.“

SA hefur „rúllað upp lobbí­isma á Íslandi“

Ragnar Þór segir að hann sé enn að vinna að því að gera breyt­ingar innan frá í hreyf­ing­unni. Hans staður sé þó ekki innan mið­stjórnar ASÍ en hann sagði sig úr stjórn­inni í apríl síð­ast­liðn­um. Ragnar Þór tekur það sér­stak­lega fram að ekki sé um að ræða klofn­ing í hreyf­ing­unni. „Mér finnst það vera vett­vangur sem hentar mér per­sónu­lega ekki. Mér finnst hann draga úr mér orku. Hitt er annað mál að ég held að við þurfum að end­ur­skipu­leggja okk­ur.“

End­ur­skoðun er hér lyk­il­hug­tak í huga Ragn­ars Þórs. „Við búum ekki til kerfi sem eru eilíf, þau eru alltaf í end­ur­skoðun og ættu að vera það. Þótt eitt­hvað virki í dag þá er ekki víst að það geri það eftir fimm ár.“

Þá telur hann að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi „rúllað upp lobbí­isma á Ísland­i“. Hags­muna­öflin og hags­muna­gæsla pen­inga­afl­anna og auð­valds­ins hafi þannig valtað yfir almenn­ing. Hann segir jafn­framt að stjórn­málin á Íslandi séu van­máttug til að takast á við spill­ingu. „Maður skynjar ákveðna upp­gjöf og ómögu­leika gagn­vart því að það sé hægt að breyta ein­hverju þarna inni. Ég upp­lifi þetta sem svo að maður sé búinn að missa trúna á að nokkuð muni breyt­ast – póli­tíska kerfi, þingið og strúkt­úr­inn í kringum flokk­ana og stjórn­mál­in. Það kemur upp­gjafa­til­finn­ing.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent