Vill sjá endurskipulagningu hjá verkalýðshreyfingunni

Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin standi vel saman þegar á reyni en hún þurfi þó að endurskipuleggja sig og nýta þann kraft sem sé í hreyfingunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tel­ur að nauð­syn­legt sé að end­ur­skoða margt innan vébanda Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). „Eigum við að vera með Alþýðu­sam­band sem virkar eins og stjórn­málin þannig að við komum okkur saman um lægsta sam­nefnar­ann svo allir séu sáttir eða eigum við að virkja okkur og vera öfl­ugri sem tals­menn okkar félaga og vera beitt­ari út á við?“ spyr hann.

Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í vik­unni.

Hann segir jafn­framt að hann sé ekki með full­mót­aðar hug­myndir hvernig leysa eigi þetta mál en hann vill til dæmis í dag sjá ákveðna form­gerð­ar­breyt­ingu á ASÍ. Hann telur að það muni gera ASÍ að öfl­ugri heild­ar­sam­tökum en „samt ekki detta í þá gryfju að geta aldrei verið sam­mála um neitt nema vera búin að þynna það út“.

Auglýsing

Þurfa að nýta styrk­leika sína

„Við þurfum einnig að sýna styrk­leika okkar og þessar sterku raddir – því það er svo mikið hjarta í þess­ari nýju verka­lýðs­hreyf­ingu. Við end­ur­heimtum þennan neista sem hvarf og ég er samt svo hræddur um að þessi neisti og þessi kraftur nái ekki að koma almenni­lega fram nema fólk fái að blómstra – alveg sama hvar það er,“ segir hann.

Hann nefnir Icelanda­ir-­málið sem dæmi um það hvernig verka­lýðs­hreyf­ingin geti staðið vel sam­an. „Hreyf­ingin er auð­vitað mjög öflug og mun verða enn öfl­ugri. Það er mót­lætið sem hvetur okkur svo oft áfram og þjappar okkur sam­an. Þannig virkar hreyf­ing­in.“ Hann segir að þó sé mik­il­vægt að fólk geti tjáð til­finn­ingar sínar og skoð­an­ir. „Þá færðu líka meiri teng­ing­u.“

SA hefur „rúllað upp lobbí­isma á Íslandi“

Ragnar Þór segir að hann sé enn að vinna að því að gera breyt­ingar innan frá í hreyf­ing­unni. Hans staður sé þó ekki innan mið­stjórnar ASÍ en hann sagði sig úr stjórn­inni í apríl síð­ast­liðn­um. Ragnar Þór tekur það sér­stak­lega fram að ekki sé um að ræða klofn­ing í hreyf­ing­unni. „Mér finnst það vera vett­vangur sem hentar mér per­sónu­lega ekki. Mér finnst hann draga úr mér orku. Hitt er annað mál að ég held að við þurfum að end­ur­skipu­leggja okk­ur.“

End­ur­skoðun er hér lyk­il­hug­tak í huga Ragn­ars Þórs. „Við búum ekki til kerfi sem eru eilíf, þau eru alltaf í end­ur­skoðun og ættu að vera það. Þótt eitt­hvað virki í dag þá er ekki víst að það geri það eftir fimm ár.“

Þá telur hann að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi „rúllað upp lobbí­isma á Ísland­i“. Hags­muna­öflin og hags­muna­gæsla pen­inga­afl­anna og auð­valds­ins hafi þannig valtað yfir almenn­ing. Hann segir jafn­framt að stjórn­málin á Íslandi séu van­máttug til að takast á við spill­ingu. „Maður skynjar ákveðna upp­gjöf og ómögu­leika gagn­vart því að það sé hægt að breyta ein­hverju þarna inni. Ég upp­lifi þetta sem svo að maður sé búinn að missa trúna á að nokkuð muni breyt­ast – póli­tíska kerfi, þingið og strúkt­úr­inn í kringum flokk­ana og stjórn­mál­in. Það kemur upp­gjafa­til­finn­ing.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent