Vill sjá endurskipulagningu hjá verkalýðshreyfingunni

Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin standi vel saman þegar á reyni en hún þurfi þó að endurskipuleggja sig og nýta þann kraft sem sé í hreyfingunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tel­ur að nauð­syn­legt sé að end­ur­skoða margt innan vébanda Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). „Eigum við að vera með Alþýðu­sam­band sem virkar eins og stjórn­málin þannig að við komum okkur saman um lægsta sam­nefnar­ann svo allir séu sáttir eða eigum við að virkja okkur og vera öfl­ugri sem tals­menn okkar félaga og vera beitt­ari út á við?“ spyr hann.

Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í vik­unni.

Hann segir jafn­framt að hann sé ekki með full­mót­aðar hug­myndir hvernig leysa eigi þetta mál en hann vill til dæmis í dag sjá ákveðna form­gerð­ar­breyt­ingu á ASÍ. Hann telur að það muni gera ASÍ að öfl­ugri heild­ar­sam­tökum en „samt ekki detta í þá gryfju að geta aldrei verið sam­mála um neitt nema vera búin að þynna það út“.

Auglýsing

Þurfa að nýta styrk­leika sína

„Við þurfum einnig að sýna styrk­leika okkar og þessar sterku raddir – því það er svo mikið hjarta í þess­ari nýju verka­lýðs­hreyf­ingu. Við end­ur­heimtum þennan neista sem hvarf og ég er samt svo hræddur um að þessi neisti og þessi kraftur nái ekki að koma almenni­lega fram nema fólk fái að blómstra – alveg sama hvar það er,“ segir hann.

Hann nefnir Icelanda­ir-­málið sem dæmi um það hvernig verka­lýðs­hreyf­ingin geti staðið vel sam­an. „Hreyf­ingin er auð­vitað mjög öflug og mun verða enn öfl­ugri. Það er mót­lætið sem hvetur okkur svo oft áfram og þjappar okkur sam­an. Þannig virkar hreyf­ing­in.“ Hann segir að þó sé mik­il­vægt að fólk geti tjáð til­finn­ingar sínar og skoð­an­ir. „Þá færðu líka meiri teng­ing­u.“

SA hefur „rúllað upp lobbí­isma á Íslandi“

Ragnar Þór segir að hann sé enn að vinna að því að gera breyt­ingar innan frá í hreyf­ing­unni. Hans staður sé þó ekki innan mið­stjórnar ASÍ en hann sagði sig úr stjórn­inni í apríl síð­ast­liðn­um. Ragnar Þór tekur það sér­stak­lega fram að ekki sé um að ræða klofn­ing í hreyf­ing­unni. „Mér finnst það vera vett­vangur sem hentar mér per­sónu­lega ekki. Mér finnst hann draga úr mér orku. Hitt er annað mál að ég held að við þurfum að end­ur­skipu­leggja okk­ur.“

End­ur­skoðun er hér lyk­il­hug­tak í huga Ragn­ars Þórs. „Við búum ekki til kerfi sem eru eilíf, þau eru alltaf í end­ur­skoðun og ættu að vera það. Þótt eitt­hvað virki í dag þá er ekki víst að það geri það eftir fimm ár.“

Þá telur hann að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi „rúllað upp lobbí­isma á Ísland­i“. Hags­muna­öflin og hags­muna­gæsla pen­inga­afl­anna og auð­valds­ins hafi þannig valtað yfir almenn­ing. Hann segir jafn­framt að stjórn­málin á Íslandi séu van­máttug til að takast á við spill­ingu. „Maður skynjar ákveðna upp­gjöf og ómögu­leika gagn­vart því að það sé hægt að breyta ein­hverju þarna inni. Ég upp­lifi þetta sem svo að maður sé búinn að missa trúna á að nokkuð muni breyt­ast – póli­tíska kerfi, þingið og strúkt­úr­inn í kringum flokk­ana og stjórn­mál­in. Það kemur upp­gjafa­til­finn­ing.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent