Vill sjá endurskipulagningu hjá verkalýðshreyfingunni

Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin standi vel saman þegar á reyni en hún þurfi þó að endurskipuleggja sig og nýta þann kraft sem sé í hreyfingunni.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, tel­ur að nauð­syn­legt sé að end­ur­skoða margt innan vébanda Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). „Eigum við að vera með Alþýðu­sam­band sem virkar eins og stjórn­málin þannig að við komum okkur saman um lægsta sam­nefnar­ann svo allir séu sáttir eða eigum við að virkja okkur og vera öfl­ugri sem tals­menn okkar félaga og vera beitt­ari út á við?“ spyr hann.

Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í vik­unni.

Hann segir jafn­framt að hann sé ekki með full­mót­aðar hug­myndir hvernig leysa eigi þetta mál en hann vill til dæmis í dag sjá ákveðna form­gerð­ar­breyt­ingu á ASÍ. Hann telur að það muni gera ASÍ að öfl­ugri heild­ar­sam­tökum en „samt ekki detta í þá gryfju að geta aldrei verið sam­mála um neitt nema vera búin að þynna það út“.

Auglýsing

Þurfa að nýta styrk­leika sína

„Við þurfum einnig að sýna styrk­leika okkar og þessar sterku raddir – því það er svo mikið hjarta í þess­ari nýju verka­lýðs­hreyf­ingu. Við end­ur­heimtum þennan neista sem hvarf og ég er samt svo hræddur um að þessi neisti og þessi kraftur nái ekki að koma almenni­lega fram nema fólk fái að blómstra – alveg sama hvar það er,“ segir hann.

Hann nefnir Icelanda­ir-­málið sem dæmi um það hvernig verka­lýðs­hreyf­ingin geti staðið vel sam­an. „Hreyf­ingin er auð­vitað mjög öflug og mun verða enn öfl­ugri. Það er mót­lætið sem hvetur okkur svo oft áfram og þjappar okkur sam­an. Þannig virkar hreyf­ing­in.“ Hann segir að þó sé mik­il­vægt að fólk geti tjáð til­finn­ingar sínar og skoð­an­ir. „Þá færðu líka meiri teng­ing­u.“

SA hefur „rúllað upp lobbí­isma á Íslandi“

Ragnar Þór segir að hann sé enn að vinna að því að gera breyt­ingar innan frá í hreyf­ing­unni. Hans staður sé þó ekki innan mið­stjórnar ASÍ en hann sagði sig úr stjórn­inni í apríl síð­ast­liðn­um. Ragnar Þór tekur það sér­stak­lega fram að ekki sé um að ræða klofn­ing í hreyf­ing­unni. „Mér finnst það vera vett­vangur sem hentar mér per­sónu­lega ekki. Mér finnst hann draga úr mér orku. Hitt er annað mál að ég held að við þurfum að end­ur­skipu­leggja okk­ur.“

End­ur­skoðun er hér lyk­il­hug­tak í huga Ragn­ars Þórs. „Við búum ekki til kerfi sem eru eilíf, þau eru alltaf í end­ur­skoðun og ættu að vera það. Þótt eitt­hvað virki í dag þá er ekki víst að það geri það eftir fimm ár.“

Þá telur hann að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi „rúllað upp lobbí­isma á Ísland­i“. Hags­muna­öflin og hags­muna­gæsla pen­inga­afl­anna og auð­valds­ins hafi þannig valtað yfir almenn­ing. Hann segir jafn­framt að stjórn­málin á Íslandi séu van­máttug til að takast á við spill­ingu. „Maður skynjar ákveðna upp­gjöf og ómögu­leika gagn­vart því að það sé hægt að breyta ein­hverju þarna inni. Ég upp­lifi þetta sem svo að maður sé búinn að missa trúna á að nokkuð muni breyt­ast – póli­tíska kerfi, þingið og strúkt­úr­inn í kringum flokk­ana og stjórn­mál­in. Það kemur upp­gjafa­til­finn­ing.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent