Vill ná miklum ítökum í Icelandair Group

Bandaríska athafnakonan sem keypti vörumerki WOW air eftir að flugfélagið féll skráði sig fyrir sjö milljörðum hluta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk kl. 16 í dag.

Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Auglýsing

Banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir 7 millj­arða hlut í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í dag. mbl.is sagði fyrst frá þátt­töku Ball­arin í útboð­inu.

Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir Gunnar Steinn Páls­son almanna­teng­ill og tals­maður Edwards hér á landi að hún hafi skráð sig fyrir umfangs­miklum hlut í útboð­inu, án þess þó að vilja stað­festa upp­hæð­ina.

Kjarn­inn hefur hins vegar heim­ildir fyrir því að hún sé 7 millj­arðar króna, eins og bæði mbl.is og Vísir hafa þegar sagt frá, og að Edwards vilji eign­ast nægi­lega stóran hlut til þess að vera með mikil ítök í Icelandair Group.

Auglýsing

Millj­arð­arnir sjö eru drjúgur hluti af þeim 20 millj­örðum króna sem Icelandair Group ætl­aði sér að lág­marki að safna í hluta­fjár­út­boð­inu og helm­ingur af lág­marks­upp­hæð­inni sem til þurfti frá fjár­festum til að tryggja að útboðið gengi upp.

Rík­is­bank­arn­ir, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eru með sölu­trygg­ingu á útboð­inu, ef það nær 14 millj­örðum þá eru þeir búnir að skuld­binda sig til að kaupa fyrir 6 millj­arða til við­bótar svo lág­marks­upp­hæðin náist. 

Fyrst heyrð­ist af veru Edwards á land­inu í frétt á Vísi fyrr í dag eftir að til hennar sást á kaffi­húsi í Borg­ar­túni, þar sem hún virt­ist vera að fara þvert á gild­andi sótt­varna­reglur í land­inu.

Edwards er þekkt hér á landi fyrir að hafa keypt eignir úr þrota­búi WOW air í fyrra, meðal ann­ars sjálft vöru­merki hins fallna flug­fé­lags, en hún boð­aði til blaða­manna­fundar fyrir rösku ári síðan þar sem hún boð­aði end­ur­komu WOW air.Hún áform­aði að flug myndi hefj­ast á milli Dul­les-flug­vallar í Was­hington í Banda­ríkj­unum og Kefla­vík­ur­flug­vallar í októ­ber í fyrra. ­Síðan þá hefur lítið heyrst af fram­gangi hins end­ur­nýj­aða WOW air.

Gunnar Steinn sagði við Vísi fyrr í dag að Edwards væri að hugsa með sér hvort hún gæti slegið vöru­merki WOW air og Icelandair Group sam­an, með ein­hverjum hætti, á krefj­andi tímum í flug­brans­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent