Vill ná miklum ítökum í Icelandair Group

Bandaríska athafnakonan sem keypti vörumerki WOW air eftir að flugfélagið féll skráði sig fyrir sjö milljörðum hluta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk kl. 16 í dag.

Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Auglýsing

Banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir 7 millj­arða hlut í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í dag. mbl.is sagði fyrst frá þátt­töku Ball­arin í útboð­inu.

Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir Gunnar Steinn Páls­son almanna­teng­ill og tals­maður Edwards hér á landi að hún hafi skráð sig fyrir umfangs­miklum hlut í útboð­inu, án þess þó að vilja stað­festa upp­hæð­ina.

Kjarn­inn hefur hins vegar heim­ildir fyrir því að hún sé 7 millj­arðar króna, eins og bæði mbl.is og Vísir hafa þegar sagt frá, og að Edwards vilji eign­ast nægi­lega stóran hlut til þess að vera með mikil ítök í Icelandair Group.

Auglýsing

Millj­arð­arnir sjö eru drjúgur hluti af þeim 20 millj­örðum króna sem Icelandair Group ætl­aði sér að lág­marki að safna í hluta­fjár­út­boð­inu og helm­ingur af lág­marks­upp­hæð­inni sem til þurfti frá fjár­festum til að tryggja að útboðið gengi upp.

Rík­is­bank­arn­ir, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eru með sölu­trygg­ingu á útboð­inu, ef það nær 14 millj­örðum þá eru þeir búnir að skuld­binda sig til að kaupa fyrir 6 millj­arða til við­bótar svo lág­marks­upp­hæðin náist. 

Fyrst heyrð­ist af veru Edwards á land­inu í frétt á Vísi fyrr í dag eftir að til hennar sást á kaffi­húsi í Borg­ar­túni, þar sem hún virt­ist vera að fara þvert á gild­andi sótt­varna­reglur í land­inu.

Edwards er þekkt hér á landi fyrir að hafa keypt eignir úr þrota­búi WOW air í fyrra, meðal ann­ars sjálft vöru­merki hins fallna flug­fé­lags, en hún boð­aði til blaða­manna­fundar fyrir rösku ári síðan þar sem hún boð­aði end­ur­komu WOW air.Hún áform­aði að flug myndi hefj­ast á milli Dul­les-flug­vallar í Was­hington í Banda­ríkj­unum og Kefla­vík­ur­flug­vallar í októ­ber í fyrra. ­Síðan þá hefur lítið heyrst af fram­gangi hins end­ur­nýj­aða WOW air.

Gunnar Steinn sagði við Vísi fyrr í dag að Edwards væri að hugsa með sér hvort hún gæti slegið vöru­merki WOW air og Icelandair Group sam­an, með ein­hverjum hætti, á krefj­andi tímum í flug­brans­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent