Vill ná miklum ítökum í Icelandair Group

Bandaríska athafnakonan sem keypti vörumerki WOW air eftir að flugfélagið féll skráði sig fyrir sjö milljörðum hluta í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk kl. 16 í dag.

Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Michele Roosevelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ballarin, er bandarísk athafnakona sem keypti vörumerki WOW air og aðrar valdar eignir úr þrotabúi hins fallna félags í fyrra. Nú hefur hún skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair.
Auglýsing

Banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir 7 millj­arða hlut í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í dag. mbl.is sagði fyrst frá þátt­töku Ball­arin í útboð­inu.

Í sam­tali við Kjarn­ann stað­festir Gunnar Steinn Páls­son almanna­teng­ill og tals­maður Edwards hér á landi að hún hafi skráð sig fyrir umfangs­miklum hlut í útboð­inu, án þess þó að vilja stað­festa upp­hæð­ina.

Kjarn­inn hefur hins vegar heim­ildir fyrir því að hún sé 7 millj­arðar króna, eins og bæði mbl.is og Vísir hafa þegar sagt frá, og að Edwards vilji eign­ast nægi­lega stóran hlut til þess að vera með mikil ítök í Icelandair Group.

Auglýsing

Millj­arð­arnir sjö eru drjúgur hluti af þeim 20 millj­örðum króna sem Icelandair Group ætl­aði sér að lág­marki að safna í hluta­fjár­út­boð­inu og helm­ingur af lág­marks­upp­hæð­inni sem til þurfti frá fjár­festum til að tryggja að útboðið gengi upp.

Rík­is­bank­arn­ir, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eru með sölu­trygg­ingu á útboð­inu, ef það nær 14 millj­örðum þá eru þeir búnir að skuld­binda sig til að kaupa fyrir 6 millj­arða til við­bótar svo lág­marks­upp­hæðin náist. 

Fyrst heyrð­ist af veru Edwards á land­inu í frétt á Vísi fyrr í dag eftir að til hennar sást á kaffi­húsi í Borg­ar­túni, þar sem hún virt­ist vera að fara þvert á gild­andi sótt­varna­reglur í land­inu.

Edwards er þekkt hér á landi fyrir að hafa keypt eignir úr þrota­búi WOW air í fyrra, meðal ann­ars sjálft vöru­merki hins fallna flug­fé­lags, en hún boð­aði til blaða­manna­fundar fyrir rösku ári síðan þar sem hún boð­aði end­ur­komu WOW air.Hún áform­aði að flug myndi hefj­ast á milli Dul­les-flug­vallar í Was­hington í Banda­ríkj­unum og Kefla­vík­ur­flug­vallar í októ­ber í fyrra. ­Síðan þá hefur lítið heyrst af fram­gangi hins end­ur­nýj­aða WOW air.

Gunnar Steinn sagði við Vísi fyrr í dag að Edwards væri að hugsa með sér hvort hún gæti slegið vöru­merki WOW air og Icelandair Group sam­an, með ein­hverjum hætti, á krefj­andi tímum í flug­brans­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent