Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair

Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.

Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
AuglýsingMikil umfram­eft­ir­spurn var í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í gær, en alls skráðu fjár­festar yfir 9 þús­und áskrift­ir, sam­tals að fjár­hæð 37,3 millj­arðar króna, sem þýðir um 85 pró­senta umfram­eft­ir­spurn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair Group. Þar segir einnig að stjórn félags­ins hafi sam­þykkt áskriftir að fjár­hæð 30,3 millj­arða og ákveðið að nýta heim­ild til þess að stækka útboð­ið, þannig að fjöldi seldra hluta verði 23 millj­arð­ar. Hver hlutur kost­aði eina krónu í útboð­inu.

Núver­andi hlut­hafar sem tóku þátt í útboð­inu fengu fulla úthlutun í sam­ræmi við hluta­fjár­eign þeirra. Áskriftum allra þeirra um það bil 1.000 starfs­manna Icelandair Group sem tóku þátt í útboð­inu verður úthlutað án skerð­ing­ar, auk allra áskrifta sem námu einni milljón króna eða minna. Hlut­falls­leg skerð­ing ann­arra áskrifta verður um 37 pró­sent. 

Auglýsing

Ball­arin hafn­að?

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair voru það 7 millj­arðar sem stjórn félags­ins sam­þykkti ekki, en það er einmitt sama upp­hæð og banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir í útboð­inu, sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst og fjall­aði um í gær.

Engin sölu­trygg­ing frá rík­is­bönk­unum

Fjöldi hlut­hafa í félag­inu í kjöl­far útboðs­ins verður yfir 11.000, en í til­kynn­ingu frá Icelandair kemur fram að mik­il eft­ir­spurn hafi verið frá almennum fjár­festum og að eign­ar­hlutur þeirra í félag­inu verði um 50 pró­sent í kjöl­far útboðs­ins.

Sökum þess að það var umfram­eft­ir­spurn í útboð­inu virkj­að­ist ekki sölu­trygg­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka og Íslands­banka, sem höfðu skuld­bundið sig til þess að draga Icelandair Group að landi með kaupum fyrir allt að sex millj­arða króna í útboð­inu, ef svo færi að 20 millj­arða markið næð­ist ekki. 

Gjald­dagi og eindagi áskrift­ar­lof­orða í útboð­inu er 23. sept­em­ber 2020, en fjár­festar eiga að geta séð fyrir lok dags­ins í dag hvort stjórn Icelandair sam­þykkti úthlutun þeirra og hver hún er. Eftir útgáfu nýrra hluta verður heild­ar­hlutafé Icelandair Group alls um 28,4 millj­arðar króna, en sam­kvæmt til­kynn­ingu er reiknað með að við­skipti hefj­ist með nýju hlut­ina í Kaup­höll ekki síðar en 12. októ­ber.

Bogi: Nýr kafli er að hefj­ast

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group segir for­ystuteymi félags­ins auð­mjúkt og þákk­látt „fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hluta­fjár­út­boð­inu sem er loka­hnykk­ur­inn í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins.“

„Með breið­ari hlut­hafa­hópi, sterkum efna­hags­reikn­ingi og sveigj­an­legu leiða­kerfi munum við verða til­búin að bregð­ast hratt við þegar eft­ir­spurn tekur við sér á ný. Við ætlum okk­ur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öfl­ugar flug­sam­göngur til og frá Íslandi og yfir Atl­ants­hafið með til­heyr­andi ávinn­ingi fyrir íslenskt efna­hags­líf og lífs­gæði hér á land­i,“ er haft eftir Boga í til­kynn­ingu félags­ins.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.For­stjór­inn seg­ist þakk­látur og stoltur og segir starfs­fólk hafa unnið þrek­virki við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og þjón­ustu við við­skipta­vini í heims­far­aldri.

„Nýr kafli er að hefj­ast í yfir 80 ára sögu félags­ins og ég býð yfir sjö þús­und nýja hlut­hafa vel­komna til liðs við okk­ur,“ segir Bogi í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent