Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair

Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.

Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
AuglýsingMikil umfram­eft­ir­spurn var í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í gær, en alls skráðu fjár­festar yfir 9 þús­und áskrift­ir, sam­tals að fjár­hæð 37,3 millj­arðar króna, sem þýðir um 85 pró­senta umfram­eft­ir­spurn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair Group. Þar segir einnig að stjórn félags­ins hafi sam­þykkt áskriftir að fjár­hæð 30,3 millj­arða og ákveðið að nýta heim­ild til þess að stækka útboð­ið, þannig að fjöldi seldra hluta verði 23 millj­arð­ar. Hver hlutur kost­aði eina krónu í útboð­inu.

Núver­andi hlut­hafar sem tóku þátt í útboð­inu fengu fulla úthlutun í sam­ræmi við hluta­fjár­eign þeirra. Áskriftum allra þeirra um það bil 1.000 starfs­manna Icelandair Group sem tóku þátt í útboð­inu verður úthlutað án skerð­ing­ar, auk allra áskrifta sem námu einni milljón króna eða minna. Hlut­falls­leg skerð­ing ann­arra áskrifta verður um 37 pró­sent. 

Auglýsing

Ball­arin hafn­að?

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair voru það 7 millj­arðar sem stjórn félags­ins sam­þykkti ekki, en það er einmitt sama upp­hæð og banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir í útboð­inu, sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst og fjall­aði um í gær.

Engin sölu­trygg­ing frá rík­is­bönk­unum

Fjöldi hlut­hafa í félag­inu í kjöl­far útboðs­ins verður yfir 11.000, en í til­kynn­ingu frá Icelandair kemur fram að mik­il eft­ir­spurn hafi verið frá almennum fjár­festum og að eign­ar­hlutur þeirra í félag­inu verði um 50 pró­sent í kjöl­far útboðs­ins.

Sökum þess að það var umfram­eft­ir­spurn í útboð­inu virkj­að­ist ekki sölu­trygg­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka og Íslands­banka, sem höfðu skuld­bundið sig til þess að draga Icelandair Group að landi með kaupum fyrir allt að sex millj­arða króna í útboð­inu, ef svo færi að 20 millj­arða markið næð­ist ekki. 

Gjald­dagi og eindagi áskrift­ar­lof­orða í útboð­inu er 23. sept­em­ber 2020, en fjár­festar eiga að geta séð fyrir lok dags­ins í dag hvort stjórn Icelandair sam­þykkti úthlutun þeirra og hver hún er. Eftir útgáfu nýrra hluta verður heild­ar­hlutafé Icelandair Group alls um 28,4 millj­arðar króna, en sam­kvæmt til­kynn­ingu er reiknað með að við­skipti hefj­ist með nýju hlut­ina í Kaup­höll ekki síðar en 12. októ­ber.

Bogi: Nýr kafli er að hefj­ast

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group segir for­ystuteymi félags­ins auð­mjúkt og þákk­látt „fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hluta­fjár­út­boð­inu sem er loka­hnykk­ur­inn í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins.“

„Með breið­ari hlut­hafa­hópi, sterkum efna­hags­reikn­ingi og sveigj­an­legu leiða­kerfi munum við verða til­búin að bregð­ast hratt við þegar eft­ir­spurn tekur við sér á ný. Við ætlum okk­ur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öfl­ugar flug­sam­göngur til og frá Íslandi og yfir Atl­ants­hafið með til­heyr­andi ávinn­ingi fyrir íslenskt efna­hags­líf og lífs­gæði hér á land­i,“ er haft eftir Boga í til­kynn­ingu félags­ins.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.For­stjór­inn seg­ist þakk­látur og stoltur og segir starfs­fólk hafa unnið þrek­virki við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og þjón­ustu við við­skipta­vini í heims­far­aldri.

„Nýr kafli er að hefj­ast í yfir 80 ára sögu félags­ins og ég býð yfir sjö þús­und nýja hlut­hafa vel­komna til liðs við okk­ur,“ segir Bogi í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent