Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair

Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.

Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
AuglýsingMikil umfram­eft­ir­spurn var í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group, sem lauk kl. 16 í gær, en alls skráðu fjár­festar yfir 9 þús­und áskrift­ir, sam­tals að fjár­hæð 37,3 millj­arðar króna, sem þýðir um 85 pró­senta umfram­eft­ir­spurn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair Group. Þar segir einnig að stjórn félags­ins hafi sam­þykkt áskriftir að fjár­hæð 30,3 millj­arða og ákveðið að nýta heim­ild til þess að stækka útboð­ið, þannig að fjöldi seldra hluta verði 23 millj­arð­ar. Hver hlutur kost­aði eina krónu í útboð­inu.

Núver­andi hlut­hafar sem tóku þátt í útboð­inu fengu fulla úthlutun í sam­ræmi við hluta­fjár­eign þeirra. Áskriftum allra þeirra um það bil 1.000 starfs­manna Icelandair Group sem tóku þátt í útboð­inu verður úthlutað án skerð­ing­ar, auk allra áskrifta sem námu einni milljón króna eða minna. Hlut­falls­leg skerð­ing ann­arra áskrifta verður um 37 pró­sent. 

Auglýsing

Ball­arin hafn­að?

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair voru það 7 millj­arðar sem stjórn félags­ins sam­þykkti ekki, en það er einmitt sama upp­hæð og banda­ríska athafna­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir í útboð­inu, sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst og fjall­aði um í gær.

Engin sölu­trygg­ing frá rík­is­bönk­unum

Fjöldi hlut­hafa í félag­inu í kjöl­far útboðs­ins verður yfir 11.000, en í til­kynn­ingu frá Icelandair kemur fram að mik­il eft­ir­spurn hafi verið frá almennum fjár­festum og að eign­ar­hlutur þeirra í félag­inu verði um 50 pró­sent í kjöl­far útboðs­ins.

Sökum þess að það var umfram­eft­ir­spurn í útboð­inu virkj­að­ist ekki sölu­trygg­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka og Íslands­banka, sem höfðu skuld­bundið sig til þess að draga Icelandair Group að landi með kaupum fyrir allt að sex millj­arða króna í útboð­inu, ef svo færi að 20 millj­arða markið næð­ist ekki. 

Gjald­dagi og eindagi áskrift­ar­lof­orða í útboð­inu er 23. sept­em­ber 2020, en fjár­festar eiga að geta séð fyrir lok dags­ins í dag hvort stjórn Icelandair sam­þykkti úthlutun þeirra og hver hún er. Eftir útgáfu nýrra hluta verður heild­ar­hlutafé Icelandair Group alls um 28,4 millj­arðar króna, en sam­kvæmt til­kynn­ingu er reiknað með að við­skipti hefj­ist með nýju hlut­ina í Kaup­höll ekki síðar en 12. októ­ber.

Bogi: Nýr kafli er að hefj­ast

Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelandair Group segir for­ystuteymi félags­ins auð­mjúkt og þákk­látt „fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hluta­fjár­út­boð­inu sem er loka­hnykk­ur­inn í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins.“

„Með breið­ari hlut­hafa­hópi, sterkum efna­hags­reikn­ingi og sveigj­an­legu leiða­kerfi munum við verða til­búin að bregð­ast hratt við þegar eft­ir­spurn tekur við sér á ný. Við ætlum okk­ur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öfl­ugar flug­sam­göngur til og frá Íslandi og yfir Atl­ants­hafið með til­heyr­andi ávinn­ingi fyrir íslenskt efna­hags­líf og lífs­gæði hér á land­i,“ er haft eftir Boga í til­kynn­ingu félags­ins.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.For­stjór­inn seg­ist þakk­látur og stoltur og segir starfs­fólk hafa unnið þrek­virki við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og þjón­ustu við við­skipta­vini í heims­far­aldri.

„Nýr kafli er að hefj­ast í yfir 80 ára sögu félags­ins og ég býð yfir sjö þús­und nýja hlut­hafa vel­komna til liðs við okk­ur,“ segir Bogi í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag.
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent