Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu

Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Auglýsing

Virði evr­ópskra tækni­fyr­ir­tækja varð meira en virði evr­ópskra banka í sept­em­ber, í fyrsta skiptið í sög­unni. Grein­ing­ar­að­ilar benda á þrengri útlána­skil­yrði í bönk­um, auk meiri afskrifta á lánum í kjöl­far efna­hags­á­falls­ins vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Svip­aða þróun má sjá í Kaup­höll­inni hér á land­i. 

Breska blaðið Fin­ancial Times greindi fyrst frá mál­inu, en not­aði gögn fra grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Ref­ini­tiv sér til stuðn­ings. Sam­kvæmt umfjöllun blaðs­ins sést gott gengi tækni­fyr­ir­tækja best Vest­an­hafs, þar sem Nas­daq 100-­vísi­talan, sem inni­heldur mörg banda­rísk tækni­fyr­ir­tæki, hefur hækkað um 27 pró­sent á árin­u. 

Vöxtur tækni­fyr­ir­tækja í Evr­ópu hefur verið hóf­legri, eða um 11 pró­sent á árinu. Sú þróun er þó mun jákvæð­ari en hjá bönkum í álf­unni, en vísi­tala þeirra hefur lækkað um þriðj­ung á sama tíma­bili. Nú er mark­aðsvirði skráðra tækni­fyr­ir­tækja metið á 842 millj­arða evra, sem sam­svara um 136 billjónum íslenskra króna, á meðan mark­aðsvirði bank­anna nær 822 millj­örðum evra, eða um 133 billjónum króna.

Auglýsing

Stærsta evr­ópska tækni­fyr­ir­tækið er þýski hug­bún­að­ar­ris­inn SAP, en virði þess fyr­ir­tækis hefur hækkað um 14 pró­sent frá árs­byrj­un. Gengið var þó enn betra hjá örflögu­fyr­ir­tæk­inu ASML og hálf­leið­ar­a­fram­leið­and­anum Infine­on, en hluta­bréfa­verð beggja fyr­ir­tækj­anna hækk­aði um 19 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Vaxta­lækk­an­ir „lyk­il­at­riði“

Sam­hliða góðu gengi evr­ópsku tækni­fyr­ir­tækj­anna hafa skila­boð stjórn­valda í álf­unni um að halda vöxtum lágum til að bregð­ast við kór­ónu­krepp­unni haft nei­kvæð áhrif á fram­tíð­ar­horfur banka og ann­arra útlána­stofn­ana. Kian Abou­hossein, grein­ing­ar­að­ili hjá JPMorgan, sagði í við­tali við Fin­ancial Times að ákvörðun Evr­ópska seðla­bank­ans um að lán­veit­endur greiði ekki arð út árið væri einn af lyk­il­þátt­unum að baki þess­arar þró­un­ar. 

Svipuð þróun á Íslandi 

Svip­aða þróun má sjá í Kaup­höll Íslands ef gengi banka og tækni­fyr­ir­tækja er borið sam­an. Frá árs­byrjun hefur virði bréfa í Arion banka lækkað um 13 pró­sent, auk þess sem virði hluta­bréfa í Kviku banka hefur lækkað um 2 pró­sent. Gengi tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Origo hefur hins vegar batn­að, en hluta­bréf þess eru nú um 12 pró­sent dýr­ari en þau voru við byrjun árs.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent