Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu

Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Auglýsing

Virði evrópskra tæknifyrirtækja varð meira en virði evrópskra banka í september, í fyrsta skiptið í sögunni. Greiningaraðilar benda á þrengri útlánaskilyrði í bönkum, auk meiri afskrifta á lánum í kjölfar efnahagsáfallsins vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svipaða þróun má sjá í Kauphöllinni hér á landi. 

Breska blaðið Financial Times greindi fyrst frá málinu, en notaði gögn fra greiningarfyrirtækinu Refinitiv sér til stuðnings. Samkvæmt umfjöllun blaðsins sést gott gengi tæknifyrirtækja best Vestanhafs, þar sem Nasdaq 100-vísitalan, sem inniheldur mörg bandarísk tæknifyrirtæki, hefur hækkað um 27 prósent á árinu. 

Vöxtur tæknifyrirtækja í Evrópu hefur verið hóflegri, eða um 11 prósent á árinu. Sú þróun er þó mun jákvæðari en hjá bönkum í álfunni, en vísitala þeirra hefur lækkað um þriðjung á sama tímabili. Nú er markaðsvirði skráðra tæknifyrirtækja metið á 842 milljarða evra, sem samsvara um 136 billjónum íslenskra króna, á meðan markaðsvirði bankanna nær 822 milljörðum evra, eða um 133 billjónum króna.

Auglýsing

Stærsta evrópska tæknifyrirtækið er þýski hugbúnaðarrisinn SAP, en virði þess fyrirtækis hefur hækkað um 14 prósent frá ársbyrjun. Gengið var þó enn betra hjá örflögufyrirtækinu ASML og hálfleiðaraframleiðandanum Infineon, en hlutabréfaverð beggja fyrirtækjanna hækkaði um 19 prósent á sama tímabili. 

Vaxtalækkanir „lykilatriði“

Samhliða góðu gengi evrópsku tæknifyrirtækjanna hafa skilaboð stjórnvalda í álfunni um að halda vöxtum lágum til að bregðast við kórónukreppunni haft neikvæð áhrif á framtíðarhorfur banka og annarra útlánastofnana. Kian Abouhossein, greiningaraðili hjá JPMorgan, sagði í viðtali við Financial Times að ákvörðun Evrópska seðlabankans um að lánveitendur greiði ekki arð út árið væri einn af lykilþáttunum að baki þessarar þróunar. 

Svipuð þróun á Íslandi 

Svipaða þróun má sjá í Kauphöll Íslands ef gengi banka og tæknifyrirtækja er borið saman. Frá ársbyrjun hefur virði bréfa í Arion banka lækkað um 13 prósent, auk þess sem virði hlutabréfa í Kviku banka hefur lækkað um 2 prósent. Gengi tæknifyrirtækisins Origo hefur hins vegar batnað, en hlutabréf þess eru nú um 12 prósent dýrari en þau voru við byrjun árs.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent