Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis

Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.

peningar
Auglýsing

Alls áttu Íslend­ingar verð­bréf fyrir 558 millj­arða króna að nafn­virði um síð­ustu ára­mót. Það er 40 millj­örðum krónum meira en ein­stak­lingar áttu af slíkum ári áður. 

Meg­in­þorri verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga til­heyra þeim tíu pró­sentum lands­manna sem eru rík­ast­ir. Sá hóp­ur, tæp­lega 23 þús­und fjöl­skyld­ur, á 86 pró­sent allra verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga. 

Alls er nafn­virði verð­bréfa­eignar þeirra 480,5 millj­arðar króna og hún jókst um 34,3 millj­arða króna í fyrra. Það þýðir að 86 pró­sent af nýrri verð­bréfa­eign féll í hlut þessa hóps. 

Þetta kom fram í nýjum tölum um eignir og skuldir lands­manna sem Hag­stofa Íslands birti í lið­inni viku.

Jókst um 192 millj­arða á sex árum

Verð­bréf eru hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum á nafn­virði, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur. Þar sem hluta­bréfin eru metin á nafn­virði í tölum Hag­stof­unnar er ómögu­legt að vita hvað mark­aðsvirði þeirra, það sem myndi fást fyrir bréfin ef þau yrðu seld í dag, sé. 

Auglýsing
Það er þó án nokk­urs vafa mun hærra en nafn­virð­ið, enda eðli flestra skráðra hluta­bréfa að þau hafa hækkað frá því að þau voru gefin út. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands, sem mælir gengi þeirra tíu félaga innan hennar sem hafa mestan selj­an­leika á hverjum tíma, hefur til að mynda hækkað um 30 pró­sent frá því snemma í jan­úar 2019 og um 60 pró­sent frá byrjun árs 2015.

Á sex ára tíma­bili, frá lokum árs 2013 og fram að síð­ustu ára­mót­um, hefur verð­bréfa­eign Íslend­inga vaxið um 192 millj­arða króna sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stof­unn­ar, eða um 52 pró­sent. Af þeirri upp­hæð hefur 175 millj­arðar króna farið til þeirra tíu pró­senta lands­manna sem mest eiga, eða 91 pró­sent.   

Almenn­ingur á líf­eyr­is­sjóð­ina

Stærstu eig­endur verð­bréfa á Íslandi eru líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga þorra mark­aðs­skulda­bréfa og víxla (alls fyrir rúm­lega tvö þús­und millj­arða króna um mitt þetta ár) í land­inu og um 40 pró­sent af mark­aðsvirði skráðra félaga (801 millj­arðar króna beint og óbeint um mitt þetta ár). 

Auk þess eiga þeir erlend hluta­bréf og hlut­deild­ar­skír­teini sem metin voru á 1.660 millj­arða króna í lok júní síð­ast­lið­ins. 

Eig­endur líf­eyr­is­sjóða eru fólkið í land­inu, sem er skyldugt sam­kvæmt lögum að greiða inn í þá mán­að­ar­lega af launum sín­um. Líf­eyr­is­sjóð­irnir ávaxta síðan það fé með það fyrir augum að tryggja sem flestum áhyggju­laust ævi­kvöld með líf­eyr­is­greiðsl­u­m. Hag­stofan tekur ekki með eign almenn­ings í líf­eyr­is­sjóðum í tölum sínum um eignir og skuldir lands­manna.

Alls voru allar eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins 5.291 millj­arðar króna í lok júní. Þær hafa auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum, en um mitt ár 2016 voru þær til að mynda 3.540 millj­arðar króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent