Sóknarfæri vegna farsóttarinnar

Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.

Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Auglýsing

„Þær breyt­ingar á ferða­mennsku og fyr­ir­tækja­rekstri sem fylgdu far­sótt­inni fela í sér sókn­ar­færi fyrir íslenskt mál og tæki­færi til við­horfs­breyt­ing­ar,“ segir í nýrri ályktun frá Íslenskri mál­nefnd um stöðu íslenskrar tungu. Íslensk mál­nefnd er skipuð af mennta­mála­ráð­herra og hefur meðal ann­ars það hlut­verk að álykta árlega um stöðu tung­unn­ar.

Mál­nefndin segir að þegar rýnt sé í umræðu um stöðu íslensku blasi við „ákveð­inn ímynd­ar- og við­horfsvand­i,“ sem lýsi sér í því að íslenskt mál virð­ist ekki jafn mik­il­vægur þáttur í sjálfs­mynd Íslend­inga og áður var. Tungu­málið sé þannig gjarnan tengt við for­tíð sem ein­kennd­ist af ein­angrun og fátækt og bók­mennta­arf­ur­inn virð­ist skipta minna máli í heimi fjöl­breyttrar afþrey­ingar á ensku þar sem bók­lestur er á und­an­haldi.Mál­nefnd segir að gera megi ráð fyrir að það hafi „tals­verð áhrif á við­horf til íslensku að um ára­bil hafa mik­il­vægar atvinnu­greinar snú­ist um við­skipti og þjón­ustu við útlend­inga sem veitt er á erlendum tungu­málum en lang­mest ensku“ og að það hafi komið ber­lega í ljós fyrr á árinu þegar túrista hættu að streyma til lands­ins vegna far­ald­urs­ins að rit­mál í ferða­þjón­ustu hafi verið nær ein­göngu á ensku eða öðrum erlendum mál­u­m. 

Auglýsing


„Það kom sér illa þegar mark­aðs­sókn tók nýja stefnu og hætt var að beina mark­aðs­efni að erlendum gestum vegna ferða­tak­mark­ana af völdum far­sóttar og því beint að þeim sem búa á Ísland­i,“ segir í ályktun mál­nefnd­ar­inn­ar.En sem áður sagði er nú sókn­ar­færi fyrir tungu­mál­ið, að mati mál­nefnd­ar. „Það þyrfti að nýta þegar vöxtur fær­ist í ferða­þjón­ustu á ný og hvetja fyr­ir­tæki til að bjóða vörur sínar og þjón­ustu ávallt fram á íslensku til jafns við önnur tungu­mál. Eng­inn ætti að geta ferð­ast um Ísland án þess að kom­ast að því að hér á landi er talað sér­stakt tungu­mál en ekki aðeins enska. Leggja má áherslu á að málið snú­ist um sjálfs­virð­ingu. Engu hót­eli dettur í hug að láta gest koma að óupp­búnu rúmi og jafn sjálf­sagt á að vera að íslenska sé ávallt sýni­leg, ásamt ensku ef þurfa þyk­ir, segir mál­nefnd.Dóm­hörð umræða um mál­notkun engum til fram­dráttarAuk þess að vekja athygli á þessu sókn­ar­færi fyrir tung­una sem mynd­ast hafi fyrir vegna far­ald­urs­ins ræðir Íslensk mál­nefnd um stöðu íslensk­unnar í mennta­kerf­inu, í afþr­ey­ingu og almanna­rým­inu. Einnig segir mál­nefndin að svo virð­ist sem almenn­ings­á­litið í garð tung­unnar „sé yfir­leitt á þá lund að íslensku máli hnigni hratt.“„Nei­kvæð umræða á þeim nótum bein­ist yfir­leitt að yngstu kyn­slóð­inni og útlend­ingum sem eru að læra íslensku. Gerðar eru athuga­semdir við að unga fólkið sletti of mik­ið, beygi vit­laust og hafi tak­mark­aðan orða­forða og að útlend­ingar hvorki skilji né tali íslensku. Umræða á þessum nótum er ekki til þess fallin að styrkja stöðu íslensku,“ ritar mál­nefndin um þetta atriði og segir þörf á vit­und­ar­vakn­ingu meðal almenn­ings um að íslenska sé síbreyti­leg og til í mörgum mynd­um.„Gefa þarf börnum og ung­menn­um, ungu fólki og útlend­ingum tæki­færi til að tjá sig á íslensku við öll tæki­færi. Hvetja á fólk til að láta rödd sína heyr­ast án þess að strax gjósi upp dóm­hörð umræða um mál­notk­un,“ segir Íslensk mál­nefnd, sem telur alla þurfa að leggj­ast á eitt við að efla jákvætt við­horf í garð íslensks máls.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent