Sóknarfæri vegna farsóttarinnar

Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.

Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Auglýsing

„Þær breyt­ingar á ferða­mennsku og fyr­ir­tækja­rekstri sem fylgdu far­sótt­inni fela í sér sókn­ar­færi fyrir íslenskt mál og tæki­færi til við­horfs­breyt­ing­ar,“ segir í nýrri ályktun frá Íslenskri mál­nefnd um stöðu íslenskrar tungu. Íslensk mál­nefnd er skipuð af mennta­mála­ráð­herra og hefur meðal ann­ars það hlut­verk að álykta árlega um stöðu tung­unn­ar.

Mál­nefndin segir að þegar rýnt sé í umræðu um stöðu íslensku blasi við „ákveð­inn ímynd­ar- og við­horfsvand­i,“ sem lýsi sér í því að íslenskt mál virð­ist ekki jafn mik­il­vægur þáttur í sjálfs­mynd Íslend­inga og áður var. Tungu­málið sé þannig gjarnan tengt við for­tíð sem ein­kennd­ist af ein­angrun og fátækt og bók­mennta­arf­ur­inn virð­ist skipta minna máli í heimi fjöl­breyttrar afþrey­ingar á ensku þar sem bók­lestur er á und­an­haldi.Mál­nefnd segir að gera megi ráð fyrir að það hafi „tals­verð áhrif á við­horf til íslensku að um ára­bil hafa mik­il­vægar atvinnu­greinar snú­ist um við­skipti og þjón­ustu við útlend­inga sem veitt er á erlendum tungu­málum en lang­mest ensku“ og að það hafi komið ber­lega í ljós fyrr á árinu þegar túrista hættu að streyma til lands­ins vegna far­ald­urs­ins að rit­mál í ferða­þjón­ustu hafi verið nær ein­göngu á ensku eða öðrum erlendum mál­u­m. 

Auglýsing


„Það kom sér illa þegar mark­aðs­sókn tók nýja stefnu og hætt var að beina mark­aðs­efni að erlendum gestum vegna ferða­tak­mark­ana af völdum far­sóttar og því beint að þeim sem búa á Ísland­i,“ segir í ályktun mál­nefnd­ar­inn­ar.En sem áður sagði er nú sókn­ar­færi fyrir tungu­mál­ið, að mati mál­nefnd­ar. „Það þyrfti að nýta þegar vöxtur fær­ist í ferða­þjón­ustu á ný og hvetja fyr­ir­tæki til að bjóða vörur sínar og þjón­ustu ávallt fram á íslensku til jafns við önnur tungu­mál. Eng­inn ætti að geta ferð­ast um Ísland án þess að kom­ast að því að hér á landi er talað sér­stakt tungu­mál en ekki aðeins enska. Leggja má áherslu á að málið snú­ist um sjálfs­virð­ingu. Engu hót­eli dettur í hug að láta gest koma að óupp­búnu rúmi og jafn sjálf­sagt á að vera að íslenska sé ávallt sýni­leg, ásamt ensku ef þurfa þyk­ir, segir mál­nefnd.Dóm­hörð umræða um mál­notkun engum til fram­dráttarAuk þess að vekja athygli á þessu sókn­ar­færi fyrir tung­una sem mynd­ast hafi fyrir vegna far­ald­urs­ins ræðir Íslensk mál­nefnd um stöðu íslensk­unnar í mennta­kerf­inu, í afþr­ey­ingu og almanna­rým­inu. Einnig segir mál­nefndin að svo virð­ist sem almenn­ings­á­litið í garð tung­unnar „sé yfir­leitt á þá lund að íslensku máli hnigni hratt.“„Nei­kvæð umræða á þeim nótum bein­ist yfir­leitt að yngstu kyn­slóð­inni og útlend­ingum sem eru að læra íslensku. Gerðar eru athuga­semdir við að unga fólkið sletti of mik­ið, beygi vit­laust og hafi tak­mark­aðan orða­forða og að útlend­ingar hvorki skilji né tali íslensku. Umræða á þessum nótum er ekki til þess fallin að styrkja stöðu íslensku,“ ritar mál­nefndin um þetta atriði og segir þörf á vit­und­ar­vakn­ingu meðal almenn­ings um að íslenska sé síbreyti­leg og til í mörgum mynd­um.„Gefa þarf börnum og ung­menn­um, ungu fólki og útlend­ingum tæki­færi til að tjá sig á íslensku við öll tæki­færi. Hvetja á fólk til að láta rödd sína heyr­ast án þess að strax gjósi upp dóm­hörð umræða um mál­notk­un,“ segir Íslensk mál­nefnd, sem telur alla þurfa að leggj­ast á eitt við að efla jákvætt við­horf í garð íslensks máls.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent