Gerum við tónlist?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um tungumálið okkar og hvetur fólk til þess að andæfa orðafátækt í íslensku.

Auglýsing

Tungu­mál er lífæð hverrar þjóðar og sér­hvers mál­hóps þjóð­ríkja í tví- eða fleir­tyngdum lönd­um. Að sjálf­sögðu breyt­ast öll tungu­mál með tíma, ýmist vegna innri þró­unnar eða fyrir áhrif ann­arra tungu­mála. Ferlin eru sum óstýri­lát og ómeð­vituð en önnur eru tján­ing á við­brögðum ein­stak­linga við mál­far­sum­hverf­inu eða með­vituð aðgerð mál­hópa eða stofn­ana sem til­raun til breyt­inga. Hvort tveggja hefur lengi verið liður í sam­fé­lags­þró­un.

Dæmi eru um að tek­ist hefur að semja rit­mál á tal­máls­svæði eða koma í veg fyrir að stór hópur manna hætti að nota til­tekið tungu­mál. Auð­vitað einnig dæmi um hið gagn­stæða. Í hugum flestra er marg­þætt og áköf notkun tungu­máls einn lykla að lang­lífi þess. Ein­kenni lif­andi tungu­máls (ein­kennin eru áreið­an­lega all­mörg) eru meðal ann­ars fjöl­breytt notkun þess í dag­legum sam­skiptum fólks, menn­ing­ar­starfi og opin­berri þjón­ustu. Til þess að halda stöð­unni þarf lág­marks­orða­forða sem mál­vís­indin hafa fellt inn í sínar rann­sóknir og fræði. Það hlýtur að vera far­sælt að orða­val almenn­ings sé marg­slungið og orða­arf­ur, jafnt sem nýyrða­smíði, liti mál­þró­un­ina. Ella verður vax­andi ein­hæfni til þess að arf­leifð tung­unnar nýt­ist of fáum, spenna hverfur úr mál­fari og æ fleiri nýta önnur tungu­mál við að tjá sig.

Auglýsing

Til langs tíma litið kann sam­runi tveggja eða fleiri tungu­mála að verða all­víða stað­reynd en það ger­ist þá helst til góðs þeg­ar, og ef, frið­sam­legur og mann­vænn sam­runi þjóða og menn­inga­strauma fylgir breyt­ing­unum þannig að sam­skipti fólks batna og jafn­rétti eykst.

Ég hef kennt mér yngra fólki í skólum og á nám­skeið­um, miðlað þekk­ingu til almenn­ings á marga vegu og skrifað alls konar texta, jafnt skáld­skap sem almennan texta í vís­indum og stjórn­mál­um. Haldið ótelj­andi ræður og erindi. Ég minn­ist á það hér til að leggja áherslu á að við­brögð fólks við þessa iðju, og sam­skipti við margan mann­inn hennar vegna, leyfa mat á farn­aði íslensk­unnar í rúma hálfa öld. Ein­stak­lings­bundið og harla hug­lægt eigið mat.

Í sem stystu máli ein­kennir einkum tvennt stöð­una: Íslenski orða­forð­inn rýrnar og íslenska dags­ins, hvað varðar sagn­orðin mik­il­vægu, verður ein­faldri og geld­ari, hægt en bít­andi. Þess vegna gerir margur góðan mat, gerir tón­list og mynd­list, bækur og leir­muni, gerir brýr, vegi eða jóga og gerir brátt líka ást ef langt verður seilst í fram­hald­inu.

Auglýsing

Orð­ræðan um íslensk­una er mik­il­væg og hún er áber­andi. Hug­tökin mál­rækt og rækt­ar­semi sjást víða og lang flestir vilja „tyggja fram­tíð íslensk­unn­ar.“ Deilt er þó um aðferðir við það svo sem „boð og bönn“. Deilt er á orð­ræðu um rangt mál, hæðst að því að ein­hverjir vilja „berja á mál­vill­u­m“, gagn­rýnt að reynt sé að leið­rétta mál­far, samin orða­röð á borð við, „sjálfs­skip­aða íslensku­löggu“ og hug­takið mál­fars­fas­isti (?) stundum notað í umræð­unni. Vönd­uð, jafnt sem gölluð umræða (og öll mál­ræktin lík­a), birtir okkur vafa­laust stöðu íslensk­unnar árið 2100 sem eng­inn sér fyr­ir, enda finnst hvergi upp­skrift að líf­væn­legri íslensku 21. ald­ar.

Hvað má og hvað ekki þegar við reynum að hafa áhrif á þróun tung­unn­ar? Ferlin eru hreint ekki óháð ein­stak­ling­um, sér­fræð­ing­um, mál­fars­hóp­um, stjórn­völdum o.fl. Þróun tungu­mála tel ég að geti ekki verið vél­geng heldur hljóti hún að vera flók­in, mann­leg flétta. Hef aðeins ein skila­boð leik­manns á fyrsta fjórð­ungi nýrrar ald­ar: And­æfum orða­fá­tækt í íslensku. Eldum mat, semjum tón­list, stundum mynd­list, skrifum bæk­ur, búum til leir­muni, smíðum brýr, leggjum vegi, iðkum jóga en setjum ensk­una út fyrir sviga í beð­mál­um.

Höf­undur er rit­höf­undur og jarð­vís­inda­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar