Hlutur bandaríska fjárfestingasjóðsins PAR Capital Management í Icelandair hefur þynnst úr tíu prósentum niður í tæp tvö prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist í Kauphöllinni í dag.
PAR var stærsti einkafjárfestir í flugfélaginu fyrir hlutafjárútboð þess sem átti sér stað fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Sjóðurinn kom inn í eigendahóp Icelandair í hlutafjáraukningu í apríl í fyrra þegar hann keypti 11,5 prósent í félaginu á 5,6 milljarða króna.
Síðan bætti sjóðurinn við sig hlutum og átti þegar mest var 13,7 prósent. Síðustu mánuði hefur bandaríski sjóðurinn svo verið að selja sig niður í flugfélaginu samhliða því sem virði þess hefur lækkað töluvert.
Auglýsing