Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum

Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins ákvað á fundi sínum í dag að hætta við atkvæða­greiðslu um hvort að segja ætti upp kjara­samn­ing­um, en slík atkvæða­greiðsla átti að hefj­ast á hádegi. Því mun Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, sem gerður var til þriggja ára í apríl í fyrra, gilda áfram en segja þurfti honum upp fyrir lok dags á morg­un. Það höfðu Sam­tök atvinn­lífs­ins lýst yfir vilja til að gera í ljósi þess að þau töldu for­sendur hans ekki lengur halda. 

­Rík­­is­­stjórn Íslands kynnti í morgun átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinn­u­­mark­aði og koma í veg fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins myndu segja upp kjara­samn­ing­um. 

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. 

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að fram­kvæmda­stjórn þeirra hafi lagt mat á aðgerð­ar­pakka stjórn­valda og það mat hafi skilað ofan­greindri nið­ur­stöðu: kjara­samn­ingum verði ekki sagt upp. Aðgerðir stjórn­valda komi til með að milda kostnað fyr­ir­tækja á almennum vinnu­mark­aði vegna launa­hækk­anna sem taka gildi 1. jan­úar næst­kom­andi, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja að muni kosta fyr­ir­tækin í land­inu 40 til 45 millj­arða króna á árs­grund­velli.

Þar segir þó að eftir sem áður mun­i ­launa­hækk­an­irnar veikja stöðu atvinnu­lífs­ins og mörg fyr­ir­tæki þurfi að bregð­ast við þeim kostn­aði. „Fram­kvæmda­stjórn SA telur sættir á vinnu­mark­aði mik­il­vægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó  ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verka­lýðs­for­ystan hefur því miður ekki verið til­búin til við­ræðna um aðgerðir til að bregð­ast við for­sendu­bresti í atvinnu­líf­in­u.“

Auglýsing
Sú staða hafi þvingað Sam­tök atvinnu­lífs­ins til að leita sam­starfs við stjórn­völd um mótun sam­eig­in­legra við­bragða við breyttri stöðu atvinnu­lífs­ins frá því þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. „Yf­ir­lýs­ingin ber vitni um sam­eig­in­lega ábyrgð SA og stjórn­valda og vilja til þess að leiða sam­fé­lagið í gegnum krepp­una.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin gagn­rýndi aðgerða­pakka harð­lega

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ekki tekið aðgerða­pakka stjórn­valda jafn fagn­andi og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Al­þýð­u­­sam­­band Íslands fór um hádeg­is­bil í dag fram á að stjórn­­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem nú eru 289.510 krón­­ur, og þak tekju­tengdra atvinn­u­­leys­is­­bóta sam­hliða þeim aðgerð­­ar­­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinn­u­líf­ið. ­Sam­­bandið mót­­mælti einnig lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­­ar­or­lof og atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­­sent á síð­­­ustu tveimur árum og sé „nán­­ast eini skatt­­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“.

Efl­ing sendi einnig frá sér til­­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­­ar­­pakka stjórn­­­valda. Þar sagði að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­­lýs­ingu stjórn­­­valda styðji ein­­göngu „at­vinn­u­rek­endur og efna­­fólk, láta undan óeðli­­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent