Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum

Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins ákvað á fundi sínum í dag að hætta við atkvæða­greiðslu um hvort að segja ætti upp kjara­samn­ing­um, en slík atkvæða­greiðsla átti að hefj­ast á hádegi. Því mun Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, sem gerður var til þriggja ára í apríl í fyrra, gilda áfram en segja þurfti honum upp fyrir lok dags á morg­un. Það höfðu Sam­tök atvinn­lífs­ins lýst yfir vilja til að gera í ljósi þess að þau töldu for­sendur hans ekki lengur halda. 

­Rík­­is­­stjórn Íslands kynnti í morgun átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinn­u­­mark­aði og koma í veg fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins myndu segja upp kjara­samn­ing­um. 

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. 

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að fram­kvæmda­stjórn þeirra hafi lagt mat á aðgerð­ar­pakka stjórn­valda og það mat hafi skilað ofan­greindri nið­ur­stöðu: kjara­samn­ingum verði ekki sagt upp. Aðgerðir stjórn­valda komi til með að milda kostnað fyr­ir­tækja á almennum vinnu­mark­aði vegna launa­hækk­anna sem taka gildi 1. jan­úar næst­kom­andi, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja að muni kosta fyr­ir­tækin í land­inu 40 til 45 millj­arða króna á árs­grund­velli.

Þar segir þó að eftir sem áður mun­i ­launa­hækk­an­irnar veikja stöðu atvinnu­lífs­ins og mörg fyr­ir­tæki þurfi að bregð­ast við þeim kostn­aði. „Fram­kvæmda­stjórn SA telur sættir á vinnu­mark­aði mik­il­vægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó  ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verka­lýðs­for­ystan hefur því miður ekki verið til­búin til við­ræðna um aðgerðir til að bregð­ast við for­sendu­bresti í atvinnu­líf­in­u.“

Auglýsing
Sú staða hafi þvingað Sam­tök atvinnu­lífs­ins til að leita sam­starfs við stjórn­völd um mótun sam­eig­in­legra við­bragða við breyttri stöðu atvinnu­lífs­ins frá því þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. „Yf­ir­lýs­ingin ber vitni um sam­eig­in­lega ábyrgð SA og stjórn­valda og vilja til þess að leiða sam­fé­lagið í gegnum krepp­una.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin gagn­rýndi aðgerða­pakka harð­lega

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ekki tekið aðgerða­pakka stjórn­valda jafn fagn­andi og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Al­þýð­u­­sam­­band Íslands fór um hádeg­is­bil í dag fram á að stjórn­­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem nú eru 289.510 krón­­ur, og þak tekju­tengdra atvinn­u­­leys­is­­bóta sam­hliða þeim aðgerð­­ar­­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinn­u­líf­ið. ­Sam­­bandið mót­­mælti einnig lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­­ar­or­lof og atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­­sent á síð­­­ustu tveimur árum og sé „nán­­ast eini skatt­­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“.

Efl­ing sendi einnig frá sér til­­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­­ar­­pakka stjórn­­­valda. Þar sagði að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­­lýs­ingu stjórn­­­valda styðji ein­­göngu „at­vinn­u­rek­endur og efna­­fólk, láta undan óeðli­­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent