Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum

Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins ákvað á fundi sínum í dag að hætta við atkvæða­greiðslu um hvort að segja ætti upp kjara­samn­ing­um, en slík atkvæða­greiðsla átti að hefj­ast á hádegi. Því mun Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, sem gerður var til þriggja ára í apríl í fyrra, gilda áfram en segja þurfti honum upp fyrir lok dags á morg­un. Það höfðu Sam­tök atvinn­lífs­ins lýst yfir vilja til að gera í ljósi þess að þau töldu for­sendur hans ekki lengur halda. 

­Rík­­is­­stjórn Íslands kynnti í morgun átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinn­u­­mark­aði og koma í veg fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins myndu segja upp kjara­samn­ing­um. 

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. 

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að fram­kvæmda­stjórn þeirra hafi lagt mat á aðgerð­ar­pakka stjórn­valda og það mat hafi skilað ofan­greindri nið­ur­stöðu: kjara­samn­ingum verði ekki sagt upp. Aðgerðir stjórn­valda komi til með að milda kostnað fyr­ir­tækja á almennum vinnu­mark­aði vegna launa­hækk­anna sem taka gildi 1. jan­úar næst­kom­andi, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja að muni kosta fyr­ir­tækin í land­inu 40 til 45 millj­arða króna á árs­grund­velli.

Þar segir þó að eftir sem áður mun­i ­launa­hækk­an­irnar veikja stöðu atvinnu­lífs­ins og mörg fyr­ir­tæki þurfi að bregð­ast við þeim kostn­aði. „Fram­kvæmda­stjórn SA telur sættir á vinnu­mark­aði mik­il­vægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó  ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verka­lýðs­for­ystan hefur því miður ekki verið til­búin til við­ræðna um aðgerðir til að bregð­ast við for­sendu­bresti í atvinnu­líf­in­u.“

Auglýsing
Sú staða hafi þvingað Sam­tök atvinnu­lífs­ins til að leita sam­starfs við stjórn­völd um mótun sam­eig­in­legra við­bragða við breyttri stöðu atvinnu­lífs­ins frá því þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. „Yf­ir­lýs­ingin ber vitni um sam­eig­in­lega ábyrgð SA og stjórn­valda og vilja til þess að leiða sam­fé­lagið í gegnum krepp­una.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin gagn­rýndi aðgerða­pakka harð­lega

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ekki tekið aðgerða­pakka stjórn­valda jafn fagn­andi og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Al­þýð­u­­sam­­band Íslands fór um hádeg­is­bil í dag fram á að stjórn­­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem nú eru 289.510 krón­­ur, og þak tekju­tengdra atvinn­u­­leys­is­­bóta sam­hliða þeim aðgerð­­ar­­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinn­u­líf­ið. ­Sam­­bandið mót­­mælti einnig lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­­ar­or­lof og atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­­sent á síð­­­ustu tveimur árum og sé „nán­­ast eini skatt­­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“.

Efl­ing sendi einnig frá sér til­­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­­ar­­pakka stjórn­­­valda. Þar sagði að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­­lýs­ingu stjórn­­­valda styðji ein­­göngu „at­vinn­u­rek­endur og efna­­fólk, láta undan óeðli­­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent