Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum

Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins ákvað á fundi sínum í dag að hætta við atkvæða­greiðslu um hvort að segja ætti upp kjara­samn­ing­um, en slík atkvæða­greiðsla átti að hefj­ast á hádegi. Því mun Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, sem gerður var til þriggja ára í apríl í fyrra, gilda áfram en segja þurfti honum upp fyrir lok dags á morg­un. Það höfðu Sam­tök atvinn­lífs­ins lýst yfir vilja til að gera í ljósi þess að þau töldu for­sendur hans ekki lengur halda. 

­Rík­­is­­stjórn Íslands kynnti í morgun átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinn­u­­mark­aði og koma í veg fyrir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins myndu segja upp kjara­samn­ing­um. 

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. 

Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins segir að fram­kvæmda­stjórn þeirra hafi lagt mat á aðgerð­ar­pakka stjórn­valda og það mat hafi skilað ofan­greindri nið­ur­stöðu: kjara­samn­ingum verði ekki sagt upp. Aðgerðir stjórn­valda komi til með að milda kostnað fyr­ir­tækja á almennum vinnu­mark­aði vegna launa­hækk­anna sem taka gildi 1. jan­úar næst­kom­andi, og Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja að muni kosta fyr­ir­tækin í land­inu 40 til 45 millj­arða króna á árs­grund­velli.

Þar segir þó að eftir sem áður mun­i ­launa­hækk­an­irnar veikja stöðu atvinnu­lífs­ins og mörg fyr­ir­tæki þurfi að bregð­ast við þeim kostn­aði. „Fram­kvæmda­stjórn SA telur sættir á vinnu­mark­aði mik­il­vægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó  ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verka­lýðs­for­ystan hefur því miður ekki verið til­búin til við­ræðna um aðgerðir til að bregð­ast við for­sendu­bresti í atvinnu­líf­in­u.“

Auglýsing
Sú staða hafi þvingað Sam­tök atvinnu­lífs­ins til að leita sam­starfs við stjórn­völd um mótun sam­eig­in­legra við­bragða við breyttri stöðu atvinnu­lífs­ins frá því þegar Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. „Yf­ir­lýs­ingin ber vitni um sam­eig­in­lega ábyrgð SA og stjórn­valda og vilja til þess að leiða sam­fé­lagið í gegnum krepp­una.“

Verka­lýðs­hreyf­ingin gagn­rýndi aðgerða­pakka harð­lega

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ekki tekið aðgerða­pakka stjórn­valda jafn fagn­andi og Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Al­þýð­u­­sam­­band Íslands fór um hádeg­is­bil í dag fram á að stjórn­­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, sem nú eru 289.510 krón­­ur, og þak tekju­tengdra atvinn­u­­leys­is­­bóta sam­hliða þeim aðgerð­­ar­­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinn­u­líf­ið. ­Sam­­bandið mót­­mælti einnig lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­­ar­or­lof og atvinn­u­­leys­is­­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­­sent á síð­­­ustu tveimur árum og sé „nán­­ast eini skatt­­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“.

Efl­ing sendi einnig frá sér til­­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­­ar­­pakka stjórn­­­valda. Þar sagði að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­­lýs­ingu stjórn­­­valda styðji ein­­göngu „at­vinn­u­rek­endur og efna­­fólk, láta undan óeðli­­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent