Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum

Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í dag að hætta við atkvæðagreiðslu um hvort að segja ætti upp kjarasamningum, en slík atkvæðagreiðsla átti að hefjast á hádegi. Því mun Lífskjarasamningurinn, sem gerður var til þriggja ára í apríl í fyrra, gilda áfram en segja þurfti honum upp fyrir lok dags á morgun. Það höfðu Samtök atvinnlífsins lýst yfir vilja til að gera í ljósi þess að þau töldu forsendur hans ekki lengur halda. 

Rík­is­stjórn Íslands kynnti í morgun átta aðgerð­ir, sem hún telur að muni kosta skatt­greið­endur 25 millj­arða króna, til að höggva á þann hnút sem er á vinnu­mark­aði og koma í veg fyrir að Samtök atvinnulífsins myndu segja upp kjarasamningum. 

Helstu aðgerðir eru þær að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­sent og er kostn­aður rík­is­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­arða króna. 

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að framkvæmdastjórn þeirra hafi lagt mat á aðgerðarpakka stjórnvalda og það mat hafi skilað ofangreindri niðurstöðu: kjarasamningum verði ekki sagt upp. Aðgerðir stjórnvalda komi til með að milda kostnað fyrirtækja á almennum vinnumarkaði vegna launahækkanna sem taka gildi 1. janúar næstkomandi, og Samtök atvinnulífsins telja að muni kosta fyrirtækin í landinu 40 til 45 milljarða króna á ársgrundvelli.

Þar segir þó að eftir sem áður muni launahækkanirnar veikja stöðu atvinnulífsins og mörg fyrirtæki þurfi að bregðast við þeim kostnaði. „Framkvæmdastjórn SA telur sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vill stuðla að þeim. Þær verða þó  ekki keyptar á hvaða verði sem er. Verkalýðsforystan hefur því miður ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti í atvinnulífinu.“

Auglýsing
Sú staða hafi þvingað Samtök atvinnulífsins til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun sameiginlegra viðbragða við breyttri stöðu atvinnulífsins frá því þegar Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Yfirlýsingin ber vitni um sameiginlega ábyrgð SA og stjórnvalda og vilja til þess að leiða samfélagið í gegnum kreppuna.“

Verkalýðshreyfingin gagnrýndi aðgerðapakka harðlega

Verkalýðshreyfingin hefur ekki tekið aðgerðapakka stjórnvalda jafn fagnandi og Samtök atvinnulífsins. Alþýðu­sam­band Íslands fór um hádegisbil í dag fram á að stjórn­völd gefi vil­yrði um að hækka grunnatvinnu­leys­is­bæt­ur, sem nú eru 289.510 krón­ur, og þak tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða þeim aðgerð­ar­pakka sem þau kynntu í morgun fyrir atvinnu­líf­ið. Sam­bandið mót­mælti einnig lækkun trygg­inga­gjalds þar sem það standi undir mik­il­vægum innviðum á borð við fæð­ing­ar­or­lof og atvinnu­leys­is­trygg­ing­um, auk þess sem það hafi þegar lækkað um 0,5 pró­sent á síð­ustu tveimur árum og sé „nán­ast eini skatt­ur­inn sem fyr­ir­tæki greiða“.

Efl­ing sendi einnig frá sér til­kynn­ingu í hádeg­inu vegna aðgerð­ar­pakka stjórn­valda. Þar sagði að þær aðgerðir sem hönd sé á festand­i í yfir­lýs­ingu stjórn­valda styðji ein­göngu „at­vinnu­rek­endur og efna­fólk, láta undan óeðli­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent