33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa

33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.

Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
Auglýsing

Frá því þriðja bylgja far­ald­urs COVID-19 hófst hér á landi þann 11. sept­em­ber, hafa 540 manns  greinst með sjúk­dóm­inn. Í gær greindust 33 með veiruna inn­an­lands og 551 er nú með sjúk­dóm­inn og í ein­angr­un.

Nýgengi inn­an­lands­smita á hverja 100 þús­und íbúa er nú komið í 140,7. Það var 10,6 um það leyti sem þriðja bylgjan hófst.

Sex sjúk­lingar eru inniliggj­andi á Land­spít­al­anum og í gær voru tveir þeirra á gjör­gæslu­deild, þar af annar í önd­un­ar­vél.

Auglýsing

Í gær voru 2.229 sýni tekin á land­inu og þar af 526 við landa­mær­in. Rúm­lega helm­ingur þeirra sem greind­ist í gær var þegar í sótt­kví.

Flestir þeirra sem eru í ein­angrun eru á aldr­inum 18-29 ára eða 165 manns.

Í heild er 551 í ein­angrun vegna COVID-19 og 1.747 manns í sótt­kví. Frá upp­hafi far­ald­urs­ins í lok febr­úar hafa 2.728 fengið COVID-19 á Ísland­i. 

Tíu eru lát­in.

Spá 20-40 smitum á dag næstu vik­urnar

Ef ný spá vís­inda­manna við Háskóla Íslands gengur eftir mun nýgreindum smitum fara hægt fækk­andi á næstu dögum en þó munu um 20-40 manns grein­ast með veiruna á hverjum degi. Smitin gætu þó orðið hátt í sjö­tíu dag­lega þó að á því séu minni lík­ur. Að þremur vikum liðnum reikna vís­inda­menn­irnir með að dag­legur fjöldi nýgreindra smita verði á blinu 10-30 á dag. Eftir þrjár vikur telja þeir líkur á því að á bil­inu 800 til 1.100 manns hafi greinst með COVID-19 í þess­ari þriðju bylgju far­ald­urs­ins en fjöld­inn gæti þó orðið allt að 1.650.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent