Mikil óvissa í ríkisfjármálum: Bóluefni fljótlega eða annar veiruskellur?

Óvissa um hvernig heimsfaraldurinn mun þróast setur svip sinn á alla áætlanagerð. Í ríkisfjármálaáætlun til ársins 2025 eru svartsýnar og bjartsýnar sviðsmyndir um þróun heimsfaraldursins dregnar upp.

Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í gær fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins fram til árs­ins 2025. Við þá áætlun er stuðst við ákveðna grunn­spá um fram­vindu efna­hags­mála, en sú fram­vinda er í grund­vall­ar­at­riðum háð þróun far­ald­urs­ins bæði hér á landi og erlend­is.

Eng­inn veit fyrir víst hvernig far­ald­ur­inn mun þró­ast og því er óvissan gríð­ar­leg, ekki síst hvað ferða­þjón­ust­una varð­ar. Raunar er óvissan svo mikil að í umfjöllun um óviss­una segir að hefð­bundið mat á hag­sveiflu­leið­réttri afkomu rík­is­sjóðs, sem jafnan birt­ist í fjár­mála­á­ætl­un, sé svo mik­illi óvissu háð að gagn­semi þess sé hverf­and­i.

Í fjár­mála­ætl­un­inni eru teikn­aðar upp bæði bjart­sýnar og svart­sýnar frá­viks­sviðs­myndir við grunn­spána. Bjart­sýna sviðs­myndin gengur út frá því að vel gangi að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum og ferða­mönnum fjölgi hratt á Íslandi. Sú svart­sýna gerir hins vegar ráð fyrir því að stór bylgja COVID-19 komi upp aftur snemma á næsta ári bæði hér á landi og erlendis með hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum og hafi í för með sér meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja sem gekk yfir í vor.

Auglýsing

Tekið skal fram að í umfjöllun fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þessar tvær sviðs­myndir fangi ekki alla þá óvissu sem ríkir um þróun ytri aðstæðna á næstu árum, en að í þeim sé fjallað um tvo af mik­il­væg­ustu óvissu­þátt­un­um; þróun far­ald­urs­ins og þróun í ferða­þjón­ustu.

Svart­sýn­in: Þungur skellur í upp­hafi næsta árs

Svart­sýna sviðs­myndin sem horft er til gerir ráð fyrir því að stór bylgja far­ald­urs COVID-19 komi upp bæði hér á landi og erlendis snemma á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ráð­ist verði aftur í harðar sótt­varn­ar­að­gerðir og að bæði útflutt og inn­flutt ferða­þjón­usta verði 40 pró­sent minni en í grunn­spá Hag­stof­unn­ar. 



Sama hvort sviðsmyndin er bjartsýn eða svartsýn er hún langt undir þeim væntingum sem voru til staðar í þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í febrúar. Mynd: Fjármálaráðuneytið.



Með öðrum orðum er gert ráð fyrir end­ur­teknu áfalli vegna kór­ónu­veirunn­ar, sem yrði af svip­aðri stærð­argráðu og það sem gekk yfir á vor­mán­uð­um. Þótt sam­fé­lagið búi nú að reynsl­unni frá fyrstu bylgj­unni er ekki gert ráð fyrir því í þess­ari svart­sýnu sviðs­mynd að sú reynsla hjálpi til við að milda efna­hags­leg áhrif nýrrar bylgju. Þvert á móti er sú for­senda gefin í sviðs­mynd­inni að ítrekað áfall í formi stórrar bylgju far­ald­urs­ins hafi meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja far­ald­urs­ins sem gekk yfir í vor. 

Í þess­ari dökku sviðs­mynd er gert ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði 2 pró­sentum lægri en í grunn­spá Hag­stof­unnar fyrir árið 2021. Mun­ur­inn muni svo aukast eftir því sem líður á spá­tím­ann og verði 3 pró­sent árið 2026. 

Við lok spá­tím­ans verði lands­fram­leiðsla því 100 millj­örðum krónum lægri en í grunn­spánni og skuldir hins opin­bera 71 pró­sent af lands­fram­leiðslu en ekki 65 pró­sent eins og gert er ráð fyrir í grunn­s­viðs­mynd fjár­mála­á­ætl­un­ar.

Bjart­sýn­in: Tvær millj­ónir ferða­manna árið 2023

Í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni er gert frá því að fjöldi ferða­manna á Íslandi vaxi umtals­vert hraðar en segir í grunn­spá Hag­stof­unn­ar, ferða­menn verði aftur orðnir yfir 2 millj­ónir strax árið 2023, en ekki árið 2026 eins og gert er ráð fyrir í grunn­spánni.

Hér gæti því verið um að ræða sviðs­mynd þar sem vel gengur að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum, til dæmis með áhrifa­ríku bólu­efni sem fengi hraða dreif­ingu, og eft­ir­spurn eftir ferða­lögum brjót­ist fram af krafti í kjöl­far­ið.

Bjartsýna spáin gerir ráð fyrir að mikill ferðavilji verði til staðar eftir að veirunni verði útrýmt.



Þessi sviðs­mynd gerir ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði um 1 pró­sentu­stigi hærri á næstu árum en í grunn­spá Hag­stofu, en að mun­ur­inn á milli bjart­sýnu sviðs­mynd­ar­innar og grunn­spár­innar auk­ist þegar líði á spá­tím­ann og verði orð­inn 2 pró­sentu­stig árið 2026. Lands­fram­leiðslan yrði því um það bil 60 millj­örðum hærri á núvirði við lok spá­tím­ans en í grunn­spánn­i. 

Atvinnu­leysi lækkar einnig hraðar í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni en í grunn­spánni og er orðið svipað við lok spá­tím­ans og það var árið 2019. Skulda­staða rík­is­sjóðs yrði einnig betri en gert er ráð fyrir sam­kvæmt grunn­spánni, skuld­irnar yrðu þannig um 60 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2025 en ekki 65 pró­sent, eins og grunn­s­viðs­myndin í fjár­mála­á­ætl­un­inni gerir ráð fyr­ir.

Lofts­lags­breyt­ingar stór óvissu­þáttur til lengri tíma

Í hag­spám er alltaf óvissa, en vegna far­ald­urs­ins er þessi óvissa meiri og í raun algjör á ákveðnum sviðum eins og í ferða­þjón­ust­unni. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er þó farið yfir að fleiri óvissu­þættir séu til staðar til skamms tíma, til dæmis þróun bæði alþjóða­við­skipta og orku­verðs, auk þeirra áhrifa sem fel­ast í útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Til lít­il­lega lengri tíma munu tækni­breyt­ingar og geta hag­kerf­is­ins til að takast á við þær og lofts­lags­breyt­ingar svo vafa­lítið hafa mikil áhrif á þróun efna­hags­mála, sam­kvæmt mati ráðu­neyt­is­ins.

„Efna­hags­leg áhrif og kostn­aður af lofts­lags­breyt­ingum get­ur verið veru­leg­ur. Kostn­að­ur­inn er þó mik­illi óvissu háður enda geta áhrifin verið ófyr­ir­séð, ­gerst snögg­lega og haft keðju­verk­andi áhrif,“ segir í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Því er bætt við að efna­hags­legir hvatar og reglu­setn­ing á tíma­bil­inu fram til 2025 geti þó haft mikið að segja um þessi lang­tíma­á­hrif.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent