Mikil óvissa í ríkisfjármálum: Bóluefni fljótlega eða annar veiruskellur?

Óvissa um hvernig heimsfaraldurinn mun þróast setur svip sinn á alla áætlanagerð. Í ríkisfjármálaáætlun til ársins 2025 eru svartsýnar og bjartsýnar sviðsmyndir um þróun heimsfaraldursins dregnar upp.

Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í gær fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins fram til árs­ins 2025. Við þá áætlun er stuðst við ákveðna grunn­spá um fram­vindu efna­hags­mála, en sú fram­vinda er í grund­vall­ar­at­riðum háð þróun far­ald­urs­ins bæði hér á landi og erlend­is.

Eng­inn veit fyrir víst hvernig far­ald­ur­inn mun þró­ast og því er óvissan gríð­ar­leg, ekki síst hvað ferða­þjón­ust­una varð­ar. Raunar er óvissan svo mikil að í umfjöllun um óviss­una segir að hefð­bundið mat á hag­sveiflu­leið­réttri afkomu rík­is­sjóðs, sem jafnan birt­ist í fjár­mála­á­ætl­un, sé svo mik­illi óvissu háð að gagn­semi þess sé hverf­and­i.

Í fjár­mála­ætl­un­inni eru teikn­aðar upp bæði bjart­sýnar og svart­sýnar frá­viks­sviðs­myndir við grunn­spána. Bjart­sýna sviðs­myndin gengur út frá því að vel gangi að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum og ferða­mönnum fjölgi hratt á Íslandi. Sú svart­sýna gerir hins vegar ráð fyrir því að stór bylgja COVID-19 komi upp aftur snemma á næsta ári bæði hér á landi og erlendis með hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum og hafi í för með sér meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja sem gekk yfir í vor.

Auglýsing

Tekið skal fram að í umfjöllun fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þessar tvær sviðs­myndir fangi ekki alla þá óvissu sem ríkir um þróun ytri aðstæðna á næstu árum, en að í þeim sé fjallað um tvo af mik­il­væg­ustu óvissu­þátt­un­um; þróun far­ald­urs­ins og þróun í ferða­þjón­ustu.

Svart­sýn­in: Þungur skellur í upp­hafi næsta árs

Svart­sýna sviðs­myndin sem horft er til gerir ráð fyrir því að stór bylgja far­ald­urs COVID-19 komi upp bæði hér á landi og erlendis snemma á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ráð­ist verði aftur í harðar sótt­varn­ar­að­gerðir og að bæði útflutt og inn­flutt ferða­þjón­usta verði 40 pró­sent minni en í grunn­spá Hag­stof­unn­ar. Sama hvort sviðsmyndin er bjartsýn eða svartsýn er hún langt undir þeim væntingum sem voru til staðar í þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í febrúar. Mynd: Fjármálaráðuneytið.Með öðrum orðum er gert ráð fyrir end­ur­teknu áfalli vegna kór­ónu­veirunn­ar, sem yrði af svip­aðri stærð­argráðu og það sem gekk yfir á vor­mán­uð­um. Þótt sam­fé­lagið búi nú að reynsl­unni frá fyrstu bylgj­unni er ekki gert ráð fyrir því í þess­ari svart­sýnu sviðs­mynd að sú reynsla hjálpi til við að milda efna­hags­leg áhrif nýrrar bylgju. Þvert á móti er sú for­senda gefin í sviðs­mynd­inni að ítrekað áfall í formi stórrar bylgju far­ald­urs­ins hafi meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja far­ald­urs­ins sem gekk yfir í vor. 

Í þess­ari dökku sviðs­mynd er gert ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði 2 pró­sentum lægri en í grunn­spá Hag­stof­unnar fyrir árið 2021. Mun­ur­inn muni svo aukast eftir því sem líður á spá­tím­ann og verði 3 pró­sent árið 2026. 

Við lok spá­tím­ans verði lands­fram­leiðsla því 100 millj­örðum krónum lægri en í grunn­spánni og skuldir hins opin­bera 71 pró­sent af lands­fram­leiðslu en ekki 65 pró­sent eins og gert er ráð fyrir í grunn­s­viðs­mynd fjár­mála­á­ætl­un­ar.

Bjart­sýn­in: Tvær millj­ónir ferða­manna árið 2023

Í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni er gert frá því að fjöldi ferða­manna á Íslandi vaxi umtals­vert hraðar en segir í grunn­spá Hag­stof­unn­ar, ferða­menn verði aftur orðnir yfir 2 millj­ónir strax árið 2023, en ekki árið 2026 eins og gert er ráð fyrir í grunn­spánni.

Hér gæti því verið um að ræða sviðs­mynd þar sem vel gengur að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum, til dæmis með áhrifa­ríku bólu­efni sem fengi hraða dreif­ingu, og eft­ir­spurn eftir ferða­lögum brjót­ist fram af krafti í kjöl­far­ið.

Bjartsýna spáin gerir ráð fyrir að mikill ferðavilji verði til staðar eftir að veirunni verði útrýmt.Þessi sviðs­mynd gerir ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði um 1 pró­sentu­stigi hærri á næstu árum en í grunn­spá Hag­stofu, en að mun­ur­inn á milli bjart­sýnu sviðs­mynd­ar­innar og grunn­spár­innar auk­ist þegar líði á spá­tím­ann og verði orð­inn 2 pró­sentu­stig árið 2026. Lands­fram­leiðslan yrði því um það bil 60 millj­örðum hærri á núvirði við lok spá­tím­ans en í grunn­spánn­i. 

Atvinnu­leysi lækkar einnig hraðar í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni en í grunn­spánni og er orðið svipað við lok spá­tím­ans og það var árið 2019. Skulda­staða rík­is­sjóðs yrði einnig betri en gert er ráð fyrir sam­kvæmt grunn­spánni, skuld­irnar yrðu þannig um 60 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2025 en ekki 65 pró­sent, eins og grunn­s­viðs­myndin í fjár­mála­á­ætl­un­inni gerir ráð fyr­ir.

Lofts­lags­breyt­ingar stór óvissu­þáttur til lengri tíma

Í hag­spám er alltaf óvissa, en vegna far­ald­urs­ins er þessi óvissa meiri og í raun algjör á ákveðnum sviðum eins og í ferða­þjón­ust­unni. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er þó farið yfir að fleiri óvissu­þættir séu til staðar til skamms tíma, til dæmis þróun bæði alþjóða­við­skipta og orku­verðs, auk þeirra áhrifa sem fel­ast í útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Til lít­il­lega lengri tíma munu tækni­breyt­ingar og geta hag­kerf­is­ins til að takast á við þær og lofts­lags­breyt­ingar svo vafa­lítið hafa mikil áhrif á þróun efna­hags­mála, sam­kvæmt mati ráðu­neyt­is­ins.

„Efna­hags­leg áhrif og kostn­aður af lofts­lags­breyt­ingum get­ur verið veru­leg­ur. Kostn­að­ur­inn er þó mik­illi óvissu háður enda geta áhrifin verið ófyr­ir­séð, ­gerst snögg­lega og haft keðju­verk­andi áhrif,“ segir í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Því er bætt við að efna­hags­legir hvatar og reglu­setn­ing á tíma­bil­inu fram til 2025 geti þó haft mikið að segja um þessi lang­tíma­á­hrif.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent