Mikil óvissa í ríkisfjármálum: Bóluefni fljótlega eða annar veiruskellur?

Óvissa um hvernig heimsfaraldurinn mun þróast setur svip sinn á alla áætlanagerð. Í ríkisfjármálaáætlun til ársins 2025 eru svartsýnar og bjartsýnar sviðsmyndir um þróun heimsfaraldursins dregnar upp.

Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Afkoma ríkisins á næstu árum er sveipuð óvissu, sem felst meðal annars í því hvort og hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 kemst í dreifingu.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í gær fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins fram til árs­ins 2025. Við þá áætlun er stuðst við ákveðna grunn­spá um fram­vindu efna­hags­mála, en sú fram­vinda er í grund­vall­ar­at­riðum háð þróun far­ald­urs­ins bæði hér á landi og erlend­is.

Eng­inn veit fyrir víst hvernig far­ald­ur­inn mun þró­ast og því er óvissan gríð­ar­leg, ekki síst hvað ferða­þjón­ust­una varð­ar. Raunar er óvissan svo mikil að í umfjöllun um óviss­una segir að hefð­bundið mat á hag­sveiflu­leið­réttri afkomu rík­is­sjóðs, sem jafnan birt­ist í fjár­mála­á­ætl­un, sé svo mik­illi óvissu háð að gagn­semi þess sé hverf­and­i.

Í fjár­mála­ætl­un­inni eru teikn­aðar upp bæði bjart­sýnar og svart­sýnar frá­viks­sviðs­myndir við grunn­spána. Bjart­sýna sviðs­myndin gengur út frá því að vel gangi að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum og ferða­mönnum fjölgi hratt á Íslandi. Sú svart­sýna gerir hins vegar ráð fyrir því að stór bylgja COVID-19 komi upp aftur snemma á næsta ári bæði hér á landi og erlendis með hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum og hafi í för með sér meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja sem gekk yfir í vor.

Auglýsing

Tekið skal fram að í umfjöllun fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að þessar tvær sviðs­myndir fangi ekki alla þá óvissu sem ríkir um þróun ytri aðstæðna á næstu árum, en að í þeim sé fjallað um tvo af mik­il­væg­ustu óvissu­þátt­un­um; þróun far­ald­urs­ins og þróun í ferða­þjón­ustu.

Svart­sýn­in: Þungur skellur í upp­hafi næsta árs

Svart­sýna sviðs­myndin sem horft er til gerir ráð fyrir því að stór bylgja far­ald­urs COVID-19 komi upp bæði hér á landi og erlendis snemma á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ráð­ist verði aftur í harðar sótt­varn­ar­að­gerðir og að bæði útflutt og inn­flutt ferða­þjón­usta verði 40 pró­sent minni en í grunn­spá Hag­stof­unn­ar. Sama hvort sviðsmyndin er bjartsýn eða svartsýn er hún langt undir þeim væntingum sem voru til staðar í þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í febrúar. Mynd: Fjármálaráðuneytið.Með öðrum orðum er gert ráð fyrir end­ur­teknu áfalli vegna kór­ónu­veirunn­ar, sem yrði af svip­aðri stærð­argráðu og það sem gekk yfir á vor­mán­uð­um. Þótt sam­fé­lagið búi nú að reynsl­unni frá fyrstu bylgj­unni er ekki gert ráð fyrir því í þess­ari svart­sýnu sviðs­mynd að sú reynsla hjálpi til við að milda efna­hags­leg áhrif nýrrar bylgju. Þvert á móti er sú for­senda gefin í sviðs­mynd­inni að ítrekað áfall í formi stórrar bylgju far­ald­urs­ins hafi meiri áhrif á vænt­ingar og áhættu­sækni einka­geirans en sú bylgja far­ald­urs­ins sem gekk yfir í vor. 

Í þess­ari dökku sviðs­mynd er gert ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði 2 pró­sentum lægri en í grunn­spá Hag­stof­unnar fyrir árið 2021. Mun­ur­inn muni svo aukast eftir því sem líður á spá­tím­ann og verði 3 pró­sent árið 2026. 

Við lok spá­tím­ans verði lands­fram­leiðsla því 100 millj­örðum krónum lægri en í grunn­spánni og skuldir hins opin­bera 71 pró­sent af lands­fram­leiðslu en ekki 65 pró­sent eins og gert er ráð fyrir í grunn­s­viðs­mynd fjár­mála­á­ætl­un­ar.

Bjart­sýn­in: Tvær millj­ónir ferða­manna árið 2023

Í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni er gert frá því að fjöldi ferða­manna á Íslandi vaxi umtals­vert hraðar en segir í grunn­spá Hag­stof­unn­ar, ferða­menn verði aftur orðnir yfir 2 millj­ónir strax árið 2023, en ekki árið 2026 eins og gert er ráð fyrir í grunn­spánni.

Hér gæti því verið um að ræða sviðs­mynd þar sem vel gengur að útrýma far­aldr­inum strax á næstu miss­erum, til dæmis með áhrifa­ríku bólu­efni sem fengi hraða dreif­ingu, og eft­ir­spurn eftir ferða­lögum brjót­ist fram af krafti í kjöl­far­ið.

Bjartsýna spáin gerir ráð fyrir að mikill ferðavilji verði til staðar eftir að veirunni verði útrýmt.Þessi sviðs­mynd gerir ráð fyrir að verg lands­fram­leiðsla verði um 1 pró­sentu­stigi hærri á næstu árum en í grunn­spá Hag­stofu, en að mun­ur­inn á milli bjart­sýnu sviðs­mynd­ar­innar og grunn­spár­innar auk­ist þegar líði á spá­tím­ann og verði orð­inn 2 pró­sentu­stig árið 2026. Lands­fram­leiðslan yrði því um það bil 60 millj­örðum hærri á núvirði við lok spá­tím­ans en í grunn­spánn­i. 

Atvinnu­leysi lækkar einnig hraðar í bjart­sýnu sviðs­mynd­inni en í grunn­spánni og er orðið svipað við lok spá­tím­ans og það var árið 2019. Skulda­staða rík­is­sjóðs yrði einnig betri en gert er ráð fyrir sam­kvæmt grunn­spánni, skuld­irnar yrðu þannig um 60 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2025 en ekki 65 pró­sent, eins og grunn­s­viðs­myndin í fjár­mála­á­ætl­un­inni gerir ráð fyr­ir.

Lofts­lags­breyt­ingar stór óvissu­þáttur til lengri tíma

Í hag­spám er alltaf óvissa, en vegna far­ald­urs­ins er þessi óvissa meiri og í raun algjör á ákveðnum sviðum eins og í ferða­þjón­ust­unni. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er þó farið yfir að fleiri óvissu­þættir séu til staðar til skamms tíma, til dæmis þróun bæði alþjóða­við­skipta og orku­verðs, auk þeirra áhrifa sem fel­ast í útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Til lít­il­lega lengri tíma munu tækni­breyt­ingar og geta hag­kerf­is­ins til að takast á við þær og lofts­lags­breyt­ingar svo vafa­lítið hafa mikil áhrif á þróun efna­hags­mála, sam­kvæmt mati ráðu­neyt­is­ins.

„Efna­hags­leg áhrif og kostn­aður af lofts­lags­breyt­ingum get­ur verið veru­leg­ur. Kostn­að­ur­inn er þó mik­illi óvissu háður enda geta áhrifin verið ófyr­ir­séð, ­gerst snögg­lega og haft keðju­verk­andi áhrif,“ segir í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Því er bætt við að efna­hags­legir hvatar og reglu­setn­ing á tíma­bil­inu fram til 2025 geti þó haft mikið að segja um þessi lang­tíma­á­hrif.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent