Kolefnisförgun gæti orðið „ný og vistvæn útflutningsgrein“

Á Íslandi mætti binda margfalt meira koldíoxíð en sem nemur heildarlosun Íslands, t.d. með flutningi CO2 erlendis frá. Orkuveita Reykjavíkur telur kolefnisföngun og -förgun hafa burði til að verða ný og vistvæn útflutningsgrein í íslensku efnahagslífi.

Orkuveitu Reykjavíkur, hefur beitt Carbfix-aðferðinni til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun síðastliðin ár með góðum árangri.
Orkuveitu Reykjavíkur, hefur beitt Carbfix-aðferðinni til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun síðastliðin ár með góðum árangri.
Auglýsing

Car­bfix kolefn­is­förg­un­ar­tækn­in, sem Orku­veita Reykja­víkur (OR) í sam­starfi við Háskóla Íslands og erlenda aðila hefur þró­að, er dæmi um lausn sem getur haft áhrifa­mátt langt umfram losun Íslands.



Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn OR um aðra útgáfu aðgerð­ar­á­ætl­unar stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Í henni er sér­stak­lega fjallað um föngun kolefnis frá stór­iðju og til­tekin aðgerð sem felur í sér að kanna hvort stór­iðju­fyr­ir­tæki á Íslandi geti mark­visst fangað koltví­oxíð (CO2) frá starf­semi sinni.



Aðferðin felst í því að CO2  er fangað úr jarð­hita­gufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500-800 metra dýpi í basaltjarð­lög, þar sem CO2 binst var­an­lega í berggrunn­inum í formi steinda. Gas­inu er þannig breytt í grjót. Orka nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, hefur beitt aðferð­inni til að draga úr losun frá Hell­is­heið­ar­virkjun síð­ast­liðin ár með góðum árangri.

Auglýsing



Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ingu sem und­ir­rituð var árið 2019 að for­göngu stjórn­valda, milli Orku­veitu Reykja­vík­ur, Elkem, Fjarða­áls, Rio Tinto á Íslandi, Norð­ur­áls, PCC á Bakka og stjórn­valda verður nú kannað hvort sömu aðferð megi beita hjá stór­iðju­fyr­ir­tækjum á Íslandi og hvort þau geti einnig fangað CO2 frá starf­semi sinni og dælt því niður í berg.



Verk­efnið er viða­mikið og mun spanna fimm til tíu ár. Fram undan er að þróa aðferðir sem aðgreina styrk CO2 í útblæstri stór­iðju þannig að beita megi svip­uðum hreins­un­ar­að­ferðum og við Hell­is­heið­ar­virkj­un. Stjórn­völd vinna nú að því að aðferðin verði gjald­geng innan evr­ópska við­skipta­kerf­is­ins með los­un­ar­heim­ildir (ETS).



Orku­veita Reykja­víkur fagnar því að Car­bfix-­tæknin fái mikið vægi í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni og bendir á að um sé að ræða tækni sem sé hag­kvæm, umhverf­is­væn og var­an­leg leið til að farga CO2. Hún henti ekki ein­ungis jarð­varma­virkj­unum heldur einnig stór­los­endum í orku- og iðn­aði auk þess að nýt­ast tækni sem hreinsar CO2 beint úr and­rúms­lofti. „Að­ferðin hefur verið sann­reynd við aðstæður sem eru víða hér á landi og ljóst að hún mun hjálpa til að Ísland stand­ist lofts­lags­skuld­bind­ingar sín­ar,“ segir í umsögn Orku­veit­unn­ar.



„Í ljósi ein­stakra aðstæðna hér á landi er unnt að bjóða heim­inum hag­kvæma og var­an­lega bind­ingu koldí­oxíðs með því að hag­nýta ferla sem eiga sér stað í nátt­úr­unni. Hér mætti binda marg­falt meira koldí­oxíð en sem nemur heild­ar­losun Íslands og nýta til þess inn­lenda og umhverf­is­væna orku, t.d. með flutn­ingi CO2 erlendis frá með skipum en Evr­ópu­sam­bandið leggur mikla áherslu á upp­bygg­ingu slíkra lausna. Þá sýn­ist okkur að kolefn­is­föngun og -förgun hafi burði til þess að verða ný og vist­væn útflutn­ings­grein í íslensku efna­hags­líf­i.“

Draumur Orku­veit­unnar



Stór­auka megi nið­ur­dæl­ingu koldí­oxíðs á heims­vísu með inn­leið­ingu á Car­bfix-­tækn­inni þar sem jarð­fræði­að­stæður leyfa. Á næsta ári mun nið­ur­dæl­ing hefj­ast með Car­bfix aðferð­inni í til­rauna­skyni í Þýska­landi og Tyrk­landi svo dæmi sé tek­ið. 



Frá árinu 2017 hafa Car­bfix og Orka nátt­úr­unnar átt í sam­starfi við Sviss­neska fyr­ir­tækið Cli­meworks. Fyr­ir­tækin hafa í sam­ein­ingu rekið til­rauna­stöð á Hell­is­heiði þar sem koldí­oxíð er fangað beint úr and­rúms­lofti og dælt niður í jarð­lög þar sem það stein­renn­ur. Nýverið hafa OR og Cli­meworks til­kynnt að auka eigi umsvif þess­arar starf­semi á Hell­is­heiði sjö­tíu­falt árið 2021. „OR á sér þann draum að grænn hátækni­iðn­aður nái fót­festu á Íslandi með til­heyr­andi verð­mæta og atvinnu­sköp­un,“ segir í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins. Landið gæti hugs­an­lega orðið mið­stöð á heims­vísu fyrir kolefn­is­förgun með Car­bfix aðferð­inn­i.“

Carbfix-aðferðin felst í því að CO2  er fangað úr jarðhitagufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýstingi og vatninu dælt niður á 500-800 metra dýpi í basaltjarðlög, þar sem CO2 binst varanlega í berggrunninum í formi steinda. Gasinu er þannig breytt í grjót.



Orka nátt­úr­unnar rekur tvær stærstu jarð­varma­virkj­anir lands­ins en sam­tals voru þær um 60 pró­sent af upp­settu afli jarð­varma­virkj­ana árið 2019. Þær losa sam­tals um 40 þús­und tonn af CO2 árlega vegna vinnslu háhita­vökva, en það eru ein­ungis um 24 pró­sent af þeim koltví­sýr­ingi sem losnar árlega frá íslenskum jarð­varma­virkj­un­um. Lágt hlut­fall útblást­urs á CO2 miðað við vinnslu­getu stafar af tvennu; lágu inni­haldi CO2 í jarð­hita­vökv­anum sam­an­borið við önnur háhita­svæði lands­ins, og Car­bfix nið­ur­dæl­ingu. Nið­ur­dæl­ing á CO2 hefur und­an­farin ár dregið úr beinni losun frá Hell­is­heið­ar­virkjun um 30 pró­sent, eða um 12 þús­und tonn á ári, og áætl­anir miða að stór­auk­inni nið­ur­dæl­ingu koldí­oxíðs með Car­bfix-­tækn­inni. Ef fyr­ir­ætl­an­irnar ganga eftir má ætla að ON dæli niður um 47 þús­und tonnum af CO2 frá jarð­hita­nýt­ingu árið 2030, sem eitt og sér er um 4% af áætl­uðum heild­ar­sam­drætti í losun Íslands frá 2005 til 2030. Auk þess eru áætl­anir um hugs­an­lega sam­þætt­ingu við hag­nýt­ingu hluta þess CO2 sem er fang­að.



Tvö önnur fyr­ir­tæki reka jarð­varma­virkj­anir á háhita­svæðum á Íslandi; Lands­virkjun og HS Orka, og hefur Car­bfix boðið þeim ráð­gjöf um upp­bygg­ingu og rekstur kolefn­is­föng­unar og -förg­unar í jarð­hita­virkj­unum þeirra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent