Segir Samtök atvinnulífsins hafa náð að kreista út milljarða með krókódílatárum

Þingmaður Flokks fólksins spyr hvenær tími langveikra og fatlaðs fólks komi – hann hafi ekki komið í góðærinu. Hann spyr hvort það sé metnaður ríkisstjórnarinnar að verja það að einhverjir eigi kannski ekkert nema smá lýsi eða maltdós í ísskápnum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Auglýsing

„25.000 millj­ónir tókst Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að kreista út með krókó­díla­tár­um. Á sama tíma voru 25 millj­ónir að skila sér í mat­ar­að­stoð. Á sama tíma þurftu 50 manns frá að hverfa og fengu enga mat­ar­að­stoð. Á sama tíma er fólk heima eftir tíu daga í mán­uð­inum mat­ar­laust og getur ekki einu sinni farið í rað­ir.“

Þetta sagði Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hann beindi orðum sínum til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra.

Hann benti á að aðal­fundur Öryrkja­banda­langs­ins hefði ályktað og kraf­ist þess að rík­is­stjórnin end­ur­skoð­aði afstöðu sína gagn­vart lífs­kjörum fatl­aðs og lang­veiks fólks og bætti kjör þeirra strax. Hann vís­aði í álykt­un­ina sem segir að skömm rík­is­stjórn­ar­innar sé „að halda okkur í fátækt og skýla sig bak við COVID sem slæms efna­hags­á­stands“. Í þrjú ár hefði rík­is­stjórnin ákveðið að auka fátækt fatl­aðs og lang­veiks fólks í stað þess að bæta kjör sístækk­andi hóp öryrkja sem býr við sára fátækt.

Auglýsing

Guð­mundur Ingi spurði því hvort ekki væri kom­inn tími til að segja við þetta fólk að þeirra tími væri kom­inn og að þau ættu ekki að bíða leng­ur.

„Eða hvenær í ósköp­unum er þeirra tími kom­inn? Hann var ekki kom­inn í góð­ær­inu – og ef hann er ekki kom­inn núna, og ég spyr, er það virki­lega metn­aður þess­arar rík­is­stjórnar að verja þetta ástand? Að verja það að fólk eigi ekki fyrir mat? Að verja það að fólk þurfi að fara í biðraðir eftir mat? Að verja það að ein­hverjir séu heima og eiga kannski ekk­ert nema smá lýsi eða malt­dós í ísskápn­um? Og er ekki kom­inn tími til að þessir ein­stak­lingar fái lífs­kjara­samn­ing­inn, þó ekki væri nema bara lífs­kjara­samn­ing­inn?“ spurði Guð­mundur Ingi.

Sagði að fram­lög til mál­efna örorku hefðu auk­ist

Katrín svar­aði og sagði að fram­lög til mál­efna örorku hefðu auk­ist úr 62 millj­örð­um, að raun­virði, í tæp­lega 80 millj­arða. „Auð­vitað er það að ein­hverju leyti vegna lýð­fræði­legra breyt­inga en líka vegna hækk­ana sem hafa orð­ið. Þar má nefna sér­stakt fram­lag sem Alþingi ákvað að verja til að draga úr skerð­ingum á örorku­líf­eyr­is­þega og þar með að koma til móts við eina af þeim kröfum sem hefur verið hvað hávær­ust í mál­flutn­ingi þeirra, eðli­lega. Sömu­leiðis höfum við í öllum aðgerðum okk­ar, allt kjör­tíma­bil­ið, for­gangs­raðað í þágu tekju­lægri hópa.“

Hún nefndi jafn­framt barna­bæt­ur, breyt­ingar á skatt­kerfi sem hún sagði að hefðu fyrst og fremst skilað skatta­lækk­unum til tekju­lægstu hópanna, greiðslu­þátt­töku í heil­brigð­is­kerf­inu og tann­lækna­kostnað sem hefði ekki verið end­ur­skoð­aður síðan 2004.

„Síðan vil ég nefna það síð­asta sem lýtur að öldruð­um, þ.e. nýjan við­bót­ar­stuðn­ing til þeirra sem höllustum fæti standa í þeirra hópi. Hann byggir á mjög vand­aðri vinnu sem unnin var með eldri borg­urum við það að greina hverjir það væru sem stæðu verst. Það er alveg sann­an­legt að sú rík­is­stjórn sem hér sat 2013 til 2016 réðst í mjög stór­tækar breyt­ingar og jók mjög fram­lög til aldr­aðra á sínum tíma með laga­breyt­ingum sem voru sam­þykktar árið 2016. Fyrsta verk núver­andi rík­is­stjórnar var síðan að hækka frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna, ráð­ast í breyt­ingar sem varða kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu og núna síð­ast að koma með þennan félags­lega við­bót­ar­stuðn­ing.

Eftir stendur auð­vitað að ekki hefur verið gerð sú breyt­ing á örorku­líf­eyr­is­kerf­inu sem hæst­virtur félags- og barna­mála­ráð­herra lagði upp með í upp­hafi kjör­tíma­bils. Ég tel mjög mik­il­vægt að ráð­ist verði í slíkar breyt­ingar til þess einmitt að við getum mætt þeim sem höllustum fæti standa innan þess kerf­is,“ sagði Katrín.

„Fólk borðar ekk­ert fyrir þetta“

Guð­mundur Ingi steig aftur í pontu og sagði að allt það sem Katrín hefði sagt væri rétt. „En stað­reyndin blasir við: Fólk borðar ekk­ert fyrir þetta, það er jafn svangt og fær eftir sem áður neitun í bið­röð eftir mat. Það er jafn slæmt að vera heima þegar það á ekki mat í ísskápn­um.“

Hann spurði því hvers vegna þetta væri eini hóp­ur­inn sem fengi ekki lífs­kjara­samn­inga. „Hvers vegna í ósköp­unum er hægt að verja lífs­kjara­samn­ing­ana með kjafti og klóm og láta Sam­tök atvinnu­lífs­ins fá ótak­mark­aða pen­inga en ekki hægt að setja krónu til þessa hóps?“ spurði hann.

„Hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra talar um að minnka skerð­ing­ar. Kerfið er svo gjör­sam­lega arfa­vit­laust að við það að minnka skerð­ingar tapar fólk pen­ing­um, þá eru bara teknar af því húsa­leigu­bætur eða ein­hver annar bóta­flokkur og fólk stendur illa og jafn­vel verr á eft­ir. Það eru mörg dæmi um það. Þess vegna segi ég: Það er kom­inn tími til að svara því í eitt skipti fyrir öll af hverju þessi hópur fær ekki leið­rétt­ingu launa eins og allir aðr­ir. Og hvers vegna í ósköp­unum er ekki hægt að taka utan um þennan hóp þannig að hann þurfi að lág­marki ekki að standa í bið­röð eftir mat?“ spurði hann að lok­um.

Mót­mælir því að rík­is­stjórnin hafi látið Sam­tök atvinnu­lífs­ins fá ótak­mark­aða fjár­muni

Katrín svar­aði í annað sinn og sagð­ist vilja minna á að í fjár­laga­frum­varp­inu kæmi skýrt fram „að bætur almanna­trygg­inga hækka um 3,6 pró­sent um ára­mótin sem bygg­ist á mati á áætl­uðum með­al­taxta­hækk­unum á vinnu­mark­aði í heild fyrir árið 2021. Það er í sam­ræmi við 69. grein laga um almanna­trygg­ingar þar sem kveðið er á um að þessar bætur skuli breyt­ast árlega og taka mið af launa­þró­un, þó þannig að þær hækki aldrei minna en sam­kvæmt neyslu­vísi­tölu. Þetta byggir á þessu mat­i.“

Þá mót­mælti hún því að rík­is­stjórnin léti Sam­tök atvinnu­lífs­ins fá ótak­mark­aða fjár­muni og spurði hvað Guð­mundur Ingi ætti við. „Telur hátt­virtur þing­maður að of langt sé í því gengið að tryggja störf í þessu landi, að skapa störf í þessu landi, að greiða fyrir atvinnu­líf­inu þannig að fólkið í land­inu geti haldið áfram að sækja sér vinnu? Telur hátt­virtur þing­maður of langt gengið í því? Telur hátt­virtur þing­maður að þetta snú­ist um ein­hverja aðila sem starfa hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins? Það er nefni­lega ekki þannig. Þetta snýst um mat á heild­ar­hags­munum sam­fé­lags­ins og hvernig við getum haldið áfram að skapa verð­mæti í sam­fé­lag­inu, eitt­hvað sem ég hefði trúað að allir hátt­virtir þing­menn ættu að geta sam­mælst um, og komið okkur sam­eig­in­lega í gegnum þennan skafl.

Um það snýst þetta jú, að við höldum áfram, hvort sem það er að veiða fisk eða skapa nýja þekk­ingu og aukin verð­mæti til útflutn­ings, hvort sem það snýst um að veita þjón­ustu eða selja ferðir eða búa til mat­væli. Þetta er það sem þetta snýst um. Er eðli­legt að Alþingi og stjórn­völd mæti atvinnu­líf­inu á svona tím­um? Auð­vitað er það eðli­leg­t,“ sagði hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent