„Faraldurinn er í vexti“ – Fólk á þrítugsaldri á sjúkrahúsi

Dæmi eru um að fólk á þrítugsaldri hafi lagst inn á sjúkrahús í þessari þriðju bylgju faraldursins. Engin merki eru um að veiran sé vægari nú en áður. Í gær greindust 59 smit – og vísbendingar eru um að faraldurinn sé í veldisvexti.

Sýnataka
Auglýsing

Vinnu­stað­ir, sam­komur vina og fjöl­skyldna, krár og lík­ams­rækt­ar­stöðvar eru þeir staðir og aðstæður þar sem fólk er helst að smit­ast af kór­ónu­veirunni þessa dag­ana. „Far­ald­ur­inn er í vext­i,“ segir sótt­varna­læknir og að yfi­r­á­lag gæti orðið á heil­brigð­is­kerfið ef ekk­ert verður að gert. Engin merki eru um að veiran sé veik­ari nú en áður.670 eru nú með COVID-19 og í ein­angr­un. Fimmtán eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu­deild. Í gær greindust 59 ný smit en meiri­hlut­inn var í sótt­kví við grein­ingu. Fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þús­und íbúa er nú 156,3.„Far­ald­ur­inn er áfram í vext­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morg­un. Stundum virð­ist hann vera að fara í veld­is­vöxt, sagði hann.

Auglýsing


Hópar sem hafa verið að smit­ast síð­ustu daga hafa gert það á vinnu­stöð­um, innan fjöl­skyldna, í vina­hóp­um, á lík­ams­rækt­ar­stöðvum og krám. Þá hefur ekki tek­ist að rekja öll smit. „Þetta eru upp­lýs­ingar sem við höfum notað til að ákveða þær tak­mark­anir sem hefur verið ráð­ist í,“ sagði Þórólf­ur.2.980 manns hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins greinst með COVID-19 hér á land­i. Þann 18. sept­em­ber fjölg­aði greindum smitum snögg­lega og voru þann dag­inn 75. Frá þeim tíma hafa þau verið á bil­inu 20-61. ­Þriðja bylgja far­ald­urs­ins hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands þann 11. sept­em­ber. Um það leyti kom upp hópsmit á vín­veit­inga­stöðum í mið­borg Reykja­vík­ur. Nýtt afbrigði veirunnar var þar á ferð sem rakið er til tveggja franskra ferða­manna sem komu hingað til lands í ágúst. Í kjöl­farið var tekin sú ákvörðun að loka börum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í nokkra daga. Nú hefur börum aftur verið lokað en um allt land og gilda þær hertu aðgerðir í tvær vik­ur.T­hor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði sem fer fyrir rann­sókn­arteymi Háskóla Íslands, sagði í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að þriðja bylgjan gæti mögu­lega staðið í fimm vikur í við­bót og að smit­fjöld­inn í heild­ina gæti orðið hár. Hann sagði í við­tali við RÚV í morgun að smit­stuð­ull­inn, sem segir til um hversu marga hver og einn smit­ar, sé nú komin yfir 2.Hertar tak­mark­anir á sam­komum, m.a. skóla­haldi, tóku gildi á mið­nætti. Meg­in­reglan er að ekki mega fleiri en tutt­ugu koma saman en und­an­þágur frá hámarks­fjölda eru nokkr­ar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: LögreglanHús­næði lík­ams­rækt­ar­stöðva skulu vera lokuð og krár, skemmti- og spila­staðir eru einnig lok­að­ir. Gestir á sund­stöðum mega að hámarki vera 50% pró­sent af leyfi­legum fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi. Fjar­lægð­ar­mörk eru áfram einn metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögu­legt er skylt að nota grím­ur.Mikið álag er nú á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 og ann­arra sjúk­dóma. Smit hafa komið upp á tveimur hjúkr­un­ar­heim­il­um, á Eir og Hrafn­istu.Sagði Þórólfur að ýmis „rauð flögg“ væru uppi og „við gætum farið að sjá hér alvar­legri far­aldur ef ekki verður gripið inn í.“Aðgerð­irnar núna eru harð­ari en þær hafa verið frá því að fyrsta bylgjan var kveðin nið­ur. Gripið var til stað­bund­inna aðgerða í sept­em­ber, börum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var lok­að, og var von­ast til þess að smitum myndi fækka. „Það hefur því miður ekki gerst að miklu leyti og því ekki annað í stöð­unni að grípa til hert­ari aðgerða og tak­markana,“ sagði Þórólf­ur.Sótt­varna­læknir segir að „eðli­lega“ hafi komið gagn­rýni á aðgerð­irn­ar, sumir vilji að þær séu harð­ari og aðrir að þær séu væg­ari. En á end­anum þurfi að taka ákvörðun og nú hafi rík­is­stjórnin gert það.

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanMeðal þess sem hefur verið gagn­rýnt er að aðgerð­irnar nái til alls lands­ins þó að lang­flest smitin séu að grein­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þórólfur benti á að veiran væri vissu­lega að grein­ast úti á landi – hún hefði þegar greinst í öllum lands­hlut­um. Hann telji ekki væn­legt til árang­urs að beita mis­mun­andi aðgerðum á þessum tíma­punkti. Þá gæti haf­ist elt­inga­leikur við far­ald­ur­inn og tölu­vert lengri tíma en ella. „Þessi nálg­un, að láta aðgerðir gilda á öllu land­inu, þá getum við kveðið far­ald­ur­inn niður eins fljótt og auðið er. Svo hægt sé að aflétta aðgerðum fljótt.“Þórólfur segir far­ald­ur­inn nú öðru­vísi en í vet­ur. Hann er útbreidd­ari. Hann biðlar til lands­manna að standa saman um þessar aðgerð­ir. Það skipti mestu. „Þannig náum við árangri og þannig mun okkur takast að kveða þennan far­aldur nið­ur.“Alma Möller land­læknir tal­aði um hina svoköll­uðu far­sótt­ar­þreytu sem margir væru að finna fyr­ir. Hún sagði ekki hægt að setja á tak­mark­anir sem allir eru sáttir við. „Þraut­seigja og þol­in­mæli er það sem öllu skipt­ir,“ sagði Alma. „Við höfum þegar gengið í gegnum erf­iða tíma í þessum far­aldri og gerðum það með glæsi­brag.“Við þurfum að reyna að hjálp­ast að við að stjórna far­sótt­inni með ábyrgri og agaðri hegðun en láta far­sótt­ina ekki stjórna okk­ur, sagði land­lækn­ir. „Stöndum áfram saman og leggjum að mörkum hvert og eitt eins og við get­u­m.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent