Faraldurinn gæti orðið „illviðráðanlegur“ innan nokkurra daga

Hárgreiðslustofum og sundlaugum verður lokað. Veitingahús mega hafa opið til kl. 21 og gæta þarf að loftgæðum á vinnustöðum til að forðast úðasmit í loftið. Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu taka gildi á morgun.

Velkomnir aftur í tveggja metra regluna, íbúar höfuðborgarsvæðis.
Velkomnir aftur í tveggja metra regluna, íbúar höfuðborgarsvæðis.
Auglýsing


Heil­brigð­is­ráð­herra hefur fall­ist á til­lögur sótt­varna­læknis um hertar sam­komu­tak­mark­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og taka þær gildi á morg­un, mið­viku­dag­inn 7. októ­ber. Með höf­uð­borg­ar­svæð­inu er átt við Reykja­vík, Sel­tjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Kjós­ar­hrepp, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­stað, Garðabæ og Kópa­vog.Tæpir tveir sól­ar­hringar eru síðan aðgerðir voru síð­ast hertar en þá á lands­vísu. „Út­breiðslan á COVID-19 hefur farið vax­andi und­an­farna daga en í gær greind­ist mest fjöldi ein­stak­linga á einum degi frá því 24. mars sl. eða 99 ein­stak­ling­ar,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra. „Níu­tíu og fjórir þeirra eru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og því ljóst að far­ald­ur­inn er enn sem komið er aðal­lega bund­inn við höf­uð­borg­ar­svæð­ið.“

AuglýsingÞórólfur segir að sá mikli fjöldi sem greind­ist í gær veki ótta um að far­ald­ur­inn sé að fara í veld­is­vöxt sem gæti leitt til þess að hann yrði „ill­við­ráð­an­legur innan nokk­urra daga/vikna“. Slíkur vöxtur myndi leiða til mik­ils álags á heil­brigð­is­þjón­ust­una með alvar­legum afleið­ingum fyrir bæði COVID-­sýkta ein­stak­linga og aðra sjúk­linga. Í dag eru 15 ein­stak­lingar inniliggj­andi á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 og þar af eru fjórir á gjör­gæslu­deild og þrír á önd­un­ar­vél. Auk þess er COVID-­göngu­deildin með fjölda sýktra ein­stak­linga í eft­ir­liti sem lík­legt er að muni leggj­ast inn á næstu dög­um.„Ég tel því nauð­syn­legt að ráð­ast sem fyrst í hert­ari aðgerðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, umfram þær aðgerðir sem tóku gildi í gær,“ skrifar Þórólf­ur.Í minn­is­blað­inu leggur hann svo til að almenn­ingur verði hvattur til að halda sig sem mest heima og ein­stak­lingar verði hvattir til að ferð­ast ekki að nauð­synja­lausu frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu út á lands­byggð­ina og öfugt. Þá verði fólk hvatt til að vinna heima eins og kostur er. Þar sem ekki er hægt að bjóða fjar­vinnu eða tryggja tveggja metra nánd­ar­tak­mörk fyrir starfs­menn er skylt að and­lits­grímur verði not­að­ar. Þá þarf einnig að tryggja góð loft­gæði og stilla hávaða í hóf „því ef fólk þarf að tala hátt getur það leitt til munn­vatns­úða­meng­unar í and­rúms­lofti þar sem loft­ræst­ing er ekki full­nægj­and­i“.Hertar tak­mark­anir fela í sér eft­ir­far­andi:Nálægð­ar­mörk 2 metr­ar: Nálægð­ar­mörk verða 2 metr­ar. Það á einnig við í öllum skól­um, að und­an­skildum börnum fæddum 2005 og síð­ar.Þjón­usta sem krefst snert­ingar eða mik­illar nánd­ar: Starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ingar eða ef hætta er á snert­ingu milli fólks eða mik­illar nálægðar er óheim­il. Þetta á við svo sem um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stof­ur, húð­flúr­un­ar­stofur og aðra sam­bæri­lega starf­semi. Fram­an­greint á þó ekki við um starf­semi heil­brigð­is­starfs­fólks við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu en í þeim til­vikum er skylt að nota and­lits­grím­ur.Versl­an­ir: Við­skipta­vinum versl­ana verður skylt að bera and­lits­grímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengsl­um.Sund- og bað­stað­ir: Sund- og bað­stöðum verður lok­að.Íþróttir og lík­ams­rækt inn­an­dyra óheim­il: Lík­ams­rækt, íþrótta­starf og sam­bæri­leg starf­semi sem krefst snert­ingar eða hætta er á snert­ingu á milli fólks eða mik­illi nálægð, eða þar sem notkun á sam­eig­in­legum bún­aði getur haft smit­hættu í för með sér er óheimil inn­an­dyra.Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heim­ilar en áhorf­endur á íþrótta­við­burðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorf­endur skulu bera grímu og sitja í merktum sæt­um.Sviðs­list­ir: Á við­burðum svo sem í leik­hús­um, kvik­mynda­hús­um, á tón­leikum o.þ.h. mega gestir ekki vera fleiri en 20 að hámarki. Gestir skulu allir bera grímu og sitja í merktum sæt­um.Veit­inga­stað­ir: Þeir veit­inga­staðir sem mega hafa opið (krár og skemmti­staðir skulu vera lok­að­ir) mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.Börn fædd 2005 og síð­ar:Skóla­sund: Þrátt fyrir lokun sund­staða er heim­ilt að halda úti skóla­sundi fyrir börn fædd 2005 og síð­ar.Íþrótta- og æsku­lýðs­starf­semi og tóm­stundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heim­il.Keppn­is­við­burð­ir: Keppn­is­við­burðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefð­bundnar æfingar eru óheim­il­ir.Nálægð­ar- og fjölda­mörk: Líkt og áður gilda nálægð­ar- og fjölda­mörk ekki um börn fædd 2005 og síð­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent