Tekur upp þráðinn í málum hælisleitenda – eftir að hafa viljað halda friðinn

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur undanfarnar vikur birt tölur yfir einstaklinga sem lent hafa á Keflavíkurflugvelli og sótt um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki greina frá því hvaðan hann fær tölurnar.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Það fólk sem er að koma hingað til lands til að lifa betra lífi verður að koma á þeim for­send­um.“ Þetta segir Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í sam­tali við Kjarn­ann en und­an­farnar vikur hefur hann birt tölur um hversu margir hæl­is­leit­endur hafa komið til Íslands á Face­book-­síðu sinn­i. 

Þing­mað­ur­inn heldur því fram að margir þeirra sem sækja um vernd hér á landi séu að leita sér að vinnu. Auð­vitað geti þeir komið hingað í atvinnu­leit en hann telur að þá verði þeir að sækja um atvinnu­leyfi eins og aðr­ir. Skil­grein­ing hæl­is­leit­enda nái ekki yfir fólk í atvinnu­leit.                       

Hann vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær þessar tölur um hæl­is­leit­endur en Útlend­inga­stofnun hefur stað­fest þær fyrstu sem hann birti í lok sept­em­ber í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Ástæðan fyrir því að ég birti þessar tölur er sú að hringt var í mig og mér sagt hvað væri í gangi upp á flug­velli,“ segir hann. 

Auglýsing

Fyrst greindi Ásmundur frá því að 17 manns hefðu komið þann 25. sept­em­ber til lands­ins. Ásmundur segir í sam­tali við Kjarn­ann að síðar hafi komið í ljós að fleiri hefðu komið um svipað leyti. „Ég var svo sem ekki að elta ólar við það því það kom nokkrum dögum seinna.“

Viku síðar komu 20 í við­bót og greindi Ásmundur einnig frá því á Face­book. Við færsl­una skrif­aði hann: „Fjöl­miðlar hér á landi flytja ekki fréttar af hingað komu hæl­is­leit­enda. Þeim til upp­lýs­inga komu 20 hæl­is­leit­endur um síð­ustu helgi til lands­ins. Um 40 síð­ustu tvær helg­ar.“

Ásmundur segir við Kjarn­ann að það sama hafi verið upp á ten­ingnum þá; hann hefði fengið sím­tal og skila­boð þar sem honum var greint frá því hversu margir hefðu komið á þessum deg­i. 

Í gær greindi hann frá því að far­þega­vél hefði komið frá Ítalíu deg­inum áður en með flug­vél­inni hefðu verið 35 far­þeg­ar. Þar af 14 hæl­is­leit­end­ur. „Mér er sagt að kostn­aður (óstað­fer­st) vegna hvers hæl­is­leit­enda sé 6 millj­ónir og þessir 14 kosta rík­is­sjóð því 84 millj­ón­ir. Síð­ustu þrjár vikur hafa komið 54 hæl­is­leit­endur og kostn­að­ur­inn vegna þeirra fyrir rík­is­sjóð því 324 millj­ón­ir,“ skrifar hann á Face­book. 

Hefur viljað halda frið­inn í stjórn­ar­sam­starf­inu

Ásmundur segir að miðað við þessa þróun þá megi búast við því að um 1.000 ein­stak­lingar sæki um hæli hér á landi á ári. 

„Mér finnst það mik­ið. Ég hef ekk­ert verið að vekja athygli á þessu áður – og hef reyndar ekk­ert sagt í þrjú ár um þetta á meðan þetta stjórn­ar­sam­band hefur ver­ið. Ég hef lagt mig fram um að hafa frið í þessu stjórn­ar­sam­starf­i,“ segir hann. „En í ljósi umræð­unnar síð­ustu vikur fannst mér rétt að taka þráð­inn aðeins upp.“

Umsóknir um alþjóð­lega vernd voru 867 á síð­asta ári, sam­kvæmt Útlend­inga­stofn­un, og fjölg­aði um 67 milli ára en flestir umsækj­endur komu frá Venes­ú­ela og Írak. Þá hafa alls 433 ein­stak­lingar sótt um vernd fyrstu átta mán­uði árs­ins 2020 og koma flestir frá Venes­ú­ela, Írak, Sýr­landi, Palest­ínu, Sómal­íu, Afghanistan, Nígeríu og Íran. 

Hefði fyrir löngu átt að vera búið að end­ur­skoða lög­gjöf um atvinnu­leyfi

Ásmundur segir að ábend­ingar hans um fjölda hæl­is­leit­enda snú­ist ekki um fólkið per­sónu­lega. Hann sé frekar að velta fyrir sér þeim reglum sem gilda hér á landi. „Nær allir sem koma núna eru ein­stak­lingar sem koma í atvinnu­leit. Þetta er ekki fólk sem er að flýja póli­tískar stöð­ur. Þetta fólk sem núna er að koma m.a. frá Ung­verja­landi sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum og hefur hluti þess búið þar árum sam­an. Ég bara veit það. Það grefur upp gömul vega­bréf sín og fer til Íslands og seg­ist vera hæl­is­leit­endur – í leit að betra lífi. Það er bara þannig að skil­grein­ingin á flótta­manni eða hæl­is­leit­anda á ekki við fólk sem er að flýja efna­hags­legar aðstæð­ur. Það er það sem ég er að vekja athygli á,“ segir hann. 

Einn ein­stak­lingur frá Ung­verja­landi – drengur – hefur sótt um vernd, sam­kvæmt tölum frá Útlend­inga­stofn­un, frá jan­úar til ágúst 2020 en Kjarn­inn hefur ekki undir höndum hversu margir Ung­verjar hafa komið í sept­em­ber og októ­ber. 

Þá segir Ásmundur að Íslend­ingar hefðu fyrir löngu átt að vera búnir að skoða til­lögu Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og end­ur­skoða lög­gjöf­ina hvað atvinnu­leyfi varðar og rýmka heim­ildir útlend­inga til að koma hingað til að starfa. Hann telur það vera mann­rétt­inda­brot þegar fólk er búið að dvelja á Íslandi árum saman og ekki búið að fá atvinnu­leyf­i. 

Segir fjöl­miðla ljúga upp á hann

Ásmundur segir að fjöl­miðl­ar, og Kjarn­inn með­tal­inn, hafi gert honum upp skoð­anir og logið upp á hann. Þannig hafi hann komið út „sem ein­hver skít­hæll“ í umfjöllun í fjöl­miðlum þegar hann hefur talað um þessi mál.

„Ég veit ekki annað en að við Íslend­ingar séum bara góðir við fólk og ég er ekki nein und­an­tekn­ing á því. Þannig að við viljum taka á móti fólki – og ég þekki til dæmis fullt af þessu fólki sem kom frá fyrr­ver­andi Júgóslavíu sem fest hefur rætur hér. Nú er það meira að segja að flytja aftur heim og hefur aldrei haft það betra. Þannig að það er hringur í því,“ segir hann. 

Að mati Ásmundar hafa Íslend­ingar nóg með sig í þessu COVID-á­standi – þar sem landið sé að brotna innan frá út af áhyggjum og mikið erf­ið­ari stöðu en reiknað hafi verið með. Hann segir að nú þurfi til að mynda að flytja hæl­is­leit­end­urna milli Kefla­víkur og Reykja­víkur á einka­bílum í stað rúta. „Menn þurfa á vöktum að vera í sér­stökum hlífð­ar­fötum og svo eru þeir sól­ar­hringum saman að þrífa eftir þetta allt sam­an. Þetta eru menn sem eiga að vera að sinna öðru í sam­fé­lag­inu – mik­il­vægum störf­um, sjúkra­flutn­ingum og öðru.“

Til­bú­inn að taka á móti fólki sem flýr ofstæki

Ásmundur telur að sumir hæl­is­leit­endur komi hingað til lands á fölskum for­sendum til þess að sækj­ast eftir betra lífi – betra lífs­við­ur­væri og lífs­kjör­um. „Það fólk á auð­vitað að koma hingað á öðrum for­send­um. Það á að sækja um land­vist­ar­leyfi og vinnu. Fá atvinnu­leyfi eins og útlend­ingar þurfa að gera. Og þá þurfa þeir að gera það áður en þeir koma til lands­ins, ekki éta vega­bréfið sitt á leið­inn­i.“

Þá segir hann að auð­vitað sé hann til­bú­inn að taka á móti fólki sem er að flýja ofstæki og hræði­legar aðstæður sem eng­inn getur hugsað sér að búa við. „Ég hef aldrei sagt að ég sé á móti slíku fólki,“ áréttar hann. 

Þá tekur hann það fram að hann sé ekki hrif­inn af starfs­manna­leigum á Íslandi sem fara illa með fólk. „Það eru nátt­úr­lega kvik­indi sem nýta sér bág­indi fólks á ýmsa vegu. Og ég held að það séu menn sem fái pen­inga fyrir að flytja þetta fólk hér inn og á milli landa í Evr­ópu. Þetta snýst allt um pen­inga og að gera fátækt fólk enn fátækara og mis­nota bág­indi þeirra. Segja þeim að fara til Íslands þar sem nóg er að gera og allt í blóma. Það eru kannski bara þessi skila­boð sem við þurfum að pæla í og hjálpa þeim sem eru hjálpa þurf­i,“ segir hann að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent