Mikilvægt að muna að ríkissjóður er ekki rekinn eins og fyrirtæki

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Kviku banka stígur inn í umræðu um stöðu sveitarfélaga í COVID-krísunni og segir það hættulegt út frá efnahagslegu sjónarmiði að gera sveitarfélögunum að mæta miklu tekjutapi sínu með niðurskurði.

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Auglýsing

„Það síð­asta sem ríkið ætti að vilja núna er að sveit­ar­stjórnir fari að vinna gegn þeirra eigin örv­un­ar­að­gerð­u­m,“ segir Kristrún Frosta­dóttir hag­fræð­ingur Kviku banka. Hún telur að sú nálgun að sveit­ar­fé­lög hafi ekki sýnt ráð­deild á und­an­förnum árum og þurfi því að draga saman seglin til að kom­ast í gegnum COVID-krepp­una – og eigi jafn­vel að læra ein­hverjar lex­íur af því – á meðan að ríkið hafi sýnt ráð­deild og eigi því kost á að reka sig í halla á næstu árum sé bæði „ein­feldn­ings­leg“ og „hættu­leg út frá efna­hags­legu sjón­ar­mið­i“.

Kristrún var gestur bæði Sprengisands á Bylgj­unni og Silf­urs­ins í Rík­is­út­varp­inu í dag og vakti þar máls á þessu sjón­ar­miði. Hún sagð­ist í við­tali við Krist­ján Krist­jáns­son á Sprengisandi hafa áhyggjur af því að ef það ætti að ýta sveit­ar­fé­lögum til hliðar og ætla þeim að skera niður í fjár­fest­ingu og öðrum þjón­ustu­liðum muni það vega stór­kost­lega á móti því sem rík­is­sjóður er að reyna að gera núna.

Á bil­inu 125-150 millj­arða gat hjá sveit­ar­fé­lögum til árs­ins 2025

Hún sagði að sveit­ar­fé­lögin í land­inu þyrftu 50 millj­arða á næstu tveimur árum og að hennar útreikn­ingar bentu til þess að þeim vant­aði 125-150 millj­arða króna fram til árs­ins 2025, bara til þess að mæta gat­inu sem skap­ast vegna COVID-far­ald­urs­ins.

Auglýsing

„Mér hefur þótt mik­il­vægt að koma upp­byggi­legri umræðu af stað um fjár­mál sveit­ar­fé­lag­anna, því stað­reyndin er sú að þau hafa ekk­ert verið svona hræði­lega illa rekin síð­ustu ár. Auð­vitað má alltaf gera eitt­hvað bet­ur, en guð minn góð­ur, það má örugg­lega gera það líka hjá rík­is­sjóð­i,“ sagði Kristrún.

Hún sagði mun­inn á stöðu rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga sá að rík­is­sjóður fékk 400 millj­arða króna úr stöð­ug­leika­fram­lögum frá þrota­búum gömlu bank­anna, sem hafði ekk­ert með rekstur rík­is­sjóðs að gera.

„Það er eng­inn að gera lítið úr því áfalli sem rík­is­sjóður er að taka á sig, en við þurfum að átta okkur á því í huga að sveit­ar­fé­lögin hafa líka verið að vinna í mjög erf­iðu launaum­hverfi síð­ustu ár og ekki fengið svona ein­skiptis­tekjur síð­ustu ár,“ ­sagði Kristrún.

Hún sagði mik­il­vægt að muna að rík­is­sjóður er ekki rek­inn eins og fyr­ir­tæki, en það séu sveit­ar­fé­lög hins veg­ar, sem hafi haft það í för með sér að fjár­fest­ing þeirra hrundi eftir efna­hags­hrunið árið 2008. Þau þurfi að „balansera bæk­urn­ar“ á meðan að ríkið hafi allt önnur hag­stjórn­ar­tól á sínu for­ræði.

Hún minnti einnig á að stærstur hluti launa­kostn­aðar sveit­ar­fé­laga, 80 pró­sent af launa­kostn­að­in­um, sé vegna fræðslu­mála og félags­þjón­ustu og einnig að ljóst sé að ekki hafi nægi­legt fjár­magn fylgt yfir­færslu mál­efna fatl­aðra frá ríki yfir til sveit­ar­fé­laga árið 2011. 

„Ég held að það sé mjög mik­il­vægt áður en við förum af stað í umræðu um að sveit­ar­fé­lög þurfi ein­hvern­veg­inn bara að gera upp sín mál eftir tíma­bil und­an­far­inna ára, að átta sig á því í hvað pen­ing­arnir hafa verið að fara. Það þýðir ekki að það sé ekki hægt að spara ein­hvers­staðar og ekki hægt að hag­ræða,“ ­sagði Kristrún og bætti svo við að um 65 pró­sent af heild­ar­kostn­aði sveit­ar­fé­laga færi til fræðslu og félags­þjón­ustu.

„Þá sitja eftir 35 pró­sent, það eru svona í kringum 120-150 millj­arðar króna. Þetta er ígildi gat­s­ins sem er að byggj­ast upp á næstu árum í rekstri sveit­ar­fé­laga og ef við ætlum að takast á við þessa stöðu hjá sveit­ar­fé­lög­unum með því að skera niður í rekstri þyrfti bara að fara í fjórð­ungs eða fimmt­ungs nið­ur­skurð á öllu nema félags­þjón­ustu og fræðslu­mál­um, eða þá er nátt­úr­lega hægt að gera bara eins og síð­ast og sleppa fjár­fest­ing­unn­i,“ ­sagði Kristrún.

Þvert á alþjóð­legar ráð­legg­ingar að ætla sveit­ar­fé­lögum að bakka

Hún sagði að henni hefði þótt áhuga­vert að lesa í fjár­mála­á­ætlun að það ætti að draga úr fjár­fest­ingu sveit­ar­fé­laga sem hlut­falli af lands­fram­leiðslu á næstu árum. 

„Rík­is­sjóður er að gefa í og sveit­ar­fé­lög eiga að bakka á sama tíma. Þetta er ekki bara þvert á það sem rík­is­sjóður er að gera heldur þvert á allar alþjóð­legar ráð­legg­ing­ar. Það kom út skýrsla í sumar sem ég held að mjög fáir hafi lesið á vegum OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, þar sem sér­stak­lega var fjallað um stöðu sveit­ar­fé­laga í COVID. Þar var talað um mik­il­vægi þess – og ég vitna í þetta beint – að líta ekki á fjár­fest­ingar sveit­ar­fé­laga sem afgangs­stærð,“ sagði Kristrún.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent