Mikilvægt að muna að ríkissjóður er ekki rekinn eins og fyrirtæki

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Kviku banka stígur inn í umræðu um stöðu sveitarfélaga í COVID-krísunni og segir það hættulegt út frá efnahagslegu sjónarmiði að gera sveitarfélögunum að mæta miklu tekjutapi sínu með niðurskurði.

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Auglýsing

„Það síð­asta sem ríkið ætti að vilja núna er að sveit­ar­stjórnir fari að vinna gegn þeirra eigin örv­un­ar­að­gerð­u­m,“ segir Kristrún Frosta­dóttir hag­fræð­ingur Kviku banka. Hún telur að sú nálgun að sveit­ar­fé­lög hafi ekki sýnt ráð­deild á und­an­förnum árum og þurfi því að draga saman seglin til að kom­ast í gegnum COVID-krepp­una – og eigi jafn­vel að læra ein­hverjar lex­íur af því – á meðan að ríkið hafi sýnt ráð­deild og eigi því kost á að reka sig í halla á næstu árum sé bæði „ein­feldn­ings­leg“ og „hættu­leg út frá efna­hags­legu sjón­ar­mið­i“.

Kristrún var gestur bæði Sprengisands á Bylgj­unni og Silf­urs­ins í Rík­is­út­varp­inu í dag og vakti þar máls á þessu sjón­ar­miði. Hún sagð­ist í við­tali við Krist­ján Krist­jáns­son á Sprengisandi hafa áhyggjur af því að ef það ætti að ýta sveit­ar­fé­lögum til hliðar og ætla þeim að skera niður í fjár­fest­ingu og öðrum þjón­ustu­liðum muni það vega stór­kost­lega á móti því sem rík­is­sjóður er að reyna að gera núna.

Á bil­inu 125-150 millj­arða gat hjá sveit­ar­fé­lögum til árs­ins 2025

Hún sagði að sveit­ar­fé­lögin í land­inu þyrftu 50 millj­arða á næstu tveimur árum og að hennar útreikn­ingar bentu til þess að þeim vant­aði 125-150 millj­arða króna fram til árs­ins 2025, bara til þess að mæta gat­inu sem skap­ast vegna COVID-far­ald­urs­ins.

Auglýsing

„Mér hefur þótt mik­il­vægt að koma upp­byggi­legri umræðu af stað um fjár­mál sveit­ar­fé­lag­anna, því stað­reyndin er sú að þau hafa ekk­ert verið svona hræði­lega illa rekin síð­ustu ár. Auð­vitað má alltaf gera eitt­hvað bet­ur, en guð minn góð­ur, það má örugg­lega gera það líka hjá rík­is­sjóð­i,“ sagði Kristrún.

Hún sagði mun­inn á stöðu rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga sá að rík­is­sjóður fékk 400 millj­arða króna úr stöð­ug­leika­fram­lögum frá þrota­búum gömlu bank­anna, sem hafði ekk­ert með rekstur rík­is­sjóðs að gera.

„Það er eng­inn að gera lítið úr því áfalli sem rík­is­sjóður er að taka á sig, en við þurfum að átta okkur á því í huga að sveit­ar­fé­lögin hafa líka verið að vinna í mjög erf­iðu launaum­hverfi síð­ustu ár og ekki fengið svona ein­skiptis­tekjur síð­ustu ár,“ ­sagði Kristrún.

Hún sagði mik­il­vægt að muna að rík­is­sjóður er ekki rek­inn eins og fyr­ir­tæki, en það séu sveit­ar­fé­lög hins veg­ar, sem hafi haft það í för með sér að fjár­fest­ing þeirra hrundi eftir efna­hags­hrunið árið 2008. Þau þurfi að „balansera bæk­urn­ar“ á meðan að ríkið hafi allt önnur hag­stjórn­ar­tól á sínu for­ræði.

Hún minnti einnig á að stærstur hluti launa­kostn­aðar sveit­ar­fé­laga, 80 pró­sent af launa­kostn­að­in­um, sé vegna fræðslu­mála og félags­þjón­ustu og einnig að ljóst sé að ekki hafi nægi­legt fjár­magn fylgt yfir­færslu mál­efna fatl­aðra frá ríki yfir til sveit­ar­fé­laga árið 2011. 

„Ég held að það sé mjög mik­il­vægt áður en við förum af stað í umræðu um að sveit­ar­fé­lög þurfi ein­hvern­veg­inn bara að gera upp sín mál eftir tíma­bil und­an­far­inna ára, að átta sig á því í hvað pen­ing­arnir hafa verið að fara. Það þýðir ekki að það sé ekki hægt að spara ein­hvers­staðar og ekki hægt að hag­ræða,“ ­sagði Kristrún og bætti svo við að um 65 pró­sent af heild­ar­kostn­aði sveit­ar­fé­laga færi til fræðslu og félags­þjón­ustu.

„Þá sitja eftir 35 pró­sent, það eru svona í kringum 120-150 millj­arðar króna. Þetta er ígildi gat­s­ins sem er að byggj­ast upp á næstu árum í rekstri sveit­ar­fé­laga og ef við ætlum að takast á við þessa stöðu hjá sveit­ar­fé­lög­unum með því að skera niður í rekstri þyrfti bara að fara í fjórð­ungs eða fimmt­ungs nið­ur­skurð á öllu nema félags­þjón­ustu og fræðslu­mál­um, eða þá er nátt­úr­lega hægt að gera bara eins og síð­ast og sleppa fjár­fest­ing­unn­i,“ ­sagði Kristrún.

Þvert á alþjóð­legar ráð­legg­ingar að ætla sveit­ar­fé­lögum að bakka

Hún sagði að henni hefði þótt áhuga­vert að lesa í fjár­mála­á­ætlun að það ætti að draga úr fjár­fest­ingu sveit­ar­fé­laga sem hlut­falli af lands­fram­leiðslu á næstu árum. 

„Rík­is­sjóður er að gefa í og sveit­ar­fé­lög eiga að bakka á sama tíma. Þetta er ekki bara þvert á það sem rík­is­sjóður er að gera heldur þvert á allar alþjóð­legar ráð­legg­ing­ar. Það kom út skýrsla í sumar sem ég held að mjög fáir hafi lesið á vegum OECD, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, þar sem sér­stak­lega var fjallað um stöðu sveit­ar­fé­laga í COVID. Þar var talað um mik­il­vægi þess – og ég vitna í þetta beint – að líta ekki á fjár­fest­ingar sveit­ar­fé­laga sem afgangs­stærð,“ sagði Kristrún.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent