Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur

Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

„Kolefn­is­gjöld eru sett á til að reyna að breyta hegð­un, til að reyna að fá fólk til að fara úr því að nota elds­neyti sem hefur í för með sér að menga og valda lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna eru kolefn­is­gjöld mik­il­væg.“

Þetta sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í svari sínu við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, á Alþingi í dag.

Birgir fjall­aði í fyr­ir­spurn sinni um skýrslu á vegum Háskóla Íslands um áhrif kolefn­is­gjalds á elds­neyt­is­notkun heim­il­anna sem birt var í sum­ar.

Auglýsing

„Nið­ur­staðan er sú að rök­styðja þurfi betur hvers vegna kolefn­is­gjaldið er lagt á til að draga úr útblæstri. Þau gögn sem vísað er til í skýrsl­unni benda til að gjaldið þurfi að vera mjög hátt til að virka. Þá þyrfti jafn­framt að skýra frá því til hvaða aðgerða verði gripið til að koma fólki milli áfanga­staða. Skatt­ur­inn bítur enn fremur á efna­lítið fólk, sem er lík­legra til að nota bif­reiðar minna en það sem hefur efni á að gera út bif­reið.

Það kemur margt fróð­legt fram í þess­ari skýrslu og satt best að segja er ég svo­lítið hissa á því að hún hafi ekki fengið meiri athygl­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Spurði hvort skýrslan væri áfell­is­dómur yfir kolefn­is­gjalda­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar

Vís­aði Birgir í skýrsl­una en þar er meðal ann­ars fjallað um áhrif kolefn­is­skatts á Írlandi og að kolefn­is­skatt­ur­inn hafi ekki breytt notkun fólks á elds­neyti þar í landi.

„Síðan er rætt um efna­hags­leg áhrif kolefn­is­skatta, að þau séu marg­slungin og miklu skiptir hvað ríkið geri við tekjur af skatt­in­um. Ef ráð­stöfun skatt­tekna er ekki tekin með í reikn­ing­inn er nið­ur­staða flestra sú að lands­fram­leiðsla og atvinna minnki eftir að kolefn­is­gjald er lagt á. Skatt­ur­inn hefur meiri áhrif á lífs­kjör lág­launa­fólks en ann­arra og kolefn­is­gjöld hafa meiri áhrif á neyslu og kjör hjá fátækum heim­il­u­m,“ sagði Birg­ir.

Vís­aði hann aftur í skýrsl­una þar sem segir að þegar á heild­ina er litið megi sjá að kolefn­is­gjöld hafi hingað til ekki haft mjög mikil áhrif á neyslu fólks. Ef ætl­unin sé að draga úr neyslu heim­ila á elds­neyti um 10 pró­sent þurfi verð þess að hækka um 10/0,35 eða um tæp 30 pró­sent, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

„Það sjá allir hvaða áhrif það hefði á efna­hag heim­il­anna og efna­hags­málin almennt,“ sagði Birgir og spyrði ráð­herra hvort skýrslan væri ekki áfell­is­dómur yfir kolefn­is­gjalda­stefnu þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Kolefn­is­gjöld sett á til að reyna að breyta hegðun

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði að kolefn­is­gjöld væru sett á til að reyna að breyta hegð­un, til að reyna að fá fólk til að fara úr því að nota elds­neyti sem hefur í för með sér að menga og valda lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna væru kolefn­is­gjöld mik­il­væg.

„Það sem þessi skýrsla dregur fram er hins vegar það að gjaldið þyrfti í raun að vera mun hærra til þess að það myndi bíta bet­ur. Það eru meg­in­skila­boðin í þess­ari skýrslu.

Það er vissu­lega farið inn á það að skatt­lagn­ing sem þessi getur bitnað mis­mun­andi á fólki, það er alveg hár­rétt. En það fer allt eftir því hvernig unnið er að því að reyna að gera efna­m­inna fólki kleift að nýta sér önnur úrræði, nýta sér það að geta farið yfir í að nýta end­ur­nýj­an­legt elds­neyti, kaupa far­ar­tæki til þess og svo fram­veg­is. Mark­að­ur­inn í þessu er allur að breyt­ast. Það eru að koma fleiri not­aðir bílar inn á mark­að­inn og svo fram­veg­is,“ sagði ráð­herr­ann.

Meg­in­at­riðið væri það að kolefn­is­gjöldin ættu að breyta hegð­un. „Þessi rík­is­stjórn hefur hækkað þau til að reyna að hafa áhrif á þessar breyt­ing­ar. Við höfum líka sett inn hvata til að beina fólki þá leið að nota umhverf­is­vænni far­ar­skjóta, sem snýr bæði að almenn­ings­sam­göngum og því að geta farið um gang­andi, hjólandi og svo fram­veg­is. Þannig að þessi skýrsla er alls ekki áfell­is­dóm­ur. Hún snýst fyrst og fremst um það að til að kolefn­is­gjald bíti vel þá þarf það í raun að vera hærra en það er í dag.“

Finnst þetta vera lélegur mála­til­bún­aður

Birgir Þórarinsson Mynd: Bára Huld BeckBirgir kom aftur í pontu og sagði að þegar þessi rík­is­stjórn tók við hefði gjaldið á árs­grund­velli verið 3,5 millj­arð­ar. Það væri rúmir 6 millj­arðar á þessu ári.

„Þessi skýrsla stað­festir nákvæm­lega það sem við Mið­flokks­menn höfum alltaf haldið fram, að þess­ari skatt­lagn­ingu er ekki jafnað niður á lands­menn með sann­gjörnum hætti. Það er alveg klárt. Skýrslan stað­festir það. Það er ekki for­svar­an­legt að leggja skatt á almenn­ing með þessum hætti þegar það bitnar verst á tekju­lágu fólki. Það verður að segj­ast alveg eins og er,“ sagði hann.

Vís­aði hann í skýrsl­una enn á ný en þar segir að ekki liggi fyrir góð gögn um elds­neyt­is­notkun fyr­ir­tækja hér á landi. Birgir spurði hvers vegna ráðu­neytið vís­aði í þessa skýrslu sem grunn­gagn um árangur af skatt­lagn­ingu á elds­neyti ef fyrir lægi stað­fest­ing þess efnis að ekki lægju fyrir góð gögn um elds­neyt­is­notkun fyr­ir­tækja hér á landi. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta bara lélegur mála­til­bún­aður að rök­styðja mál sitt með skýrslu sem gengur þvert á það sem stjórn­völd hafa lagt upp með.“

Verk­efni stjórn­valda að finna nýjar leiðir

Ráð­herra svar­aði á nýjan leik og sagði að það sem þessi skýrsla sýndi væri ein­fald­lega það að kolefn­is­gjald væri við­ur­kennd leið til að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks til að fólk drægi úr notkun sinni á elds­neyti sem hefur í för með sér mengun sem veldur lofts­lags­breyt­ing­um. Það væri merg­ur­inn máls­ins.

„Einnig kemur fram í skýrsl­unni að það þyrfti í raun­inni að hækka kolefn­is­gjaldið til að þetta gæti gengið enn þá bet­ur. Og þá geta stjórn­völd haft leiðir til þess að jafna þann mun sem mögu­lega getur komið fram í slíkri skatt­lagn­ingu á mis­mun­andi tekju­háa hópa í sam­fé­lag­inu og það er verk­efn­ið,“ sagði Guð­mundur Ingi að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent