Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“

„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Við getum sagt að sú þróun sem við höfum verið að sjá undanfarna daga – að kúrfan er að fara niður á við – heldur áfram,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Í gær greindust 33 með COVID-19 innanlands. 61 prósent voru í sóttkví við greiningu. „Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ 

Um 1.160 manns eru í einangrun í landinu með COVID-19. Á Landspítala liggur 21 vegna sjúkdómsins, þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Í þessari bylgju, sem hófst um miðjan september, hafa 73 þurft að leggjast inn á spítala.

Auglýsing

Þórólfur benti á að undanfarið hefðu óvenju margir greinst með sjúkdóminn á landamærunum. Flestir hinna smituðu eru að koma frá Póllandi. Þetta telur hann til marks um það að faraldurinn sé í uppsveiflu þar í landi.

Ísland er eitt fjögurra landa Evrópu þar sem dagleg tíðni smita að meðaltali síðustu viku fer lækkandi. Annars staðar í álfunni er faraldurinn enn í uppsveiflu.

Niðursveiflan hér er að sögn Þórólfs bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrir rúmlega tveimur vikum. „Árangurinn sýnir að með samstöðu og samvinnu er hægt að beygja faraldurinn niður“.

En Þórólfur sagði of snemmt að fagna. „Sigurinn er hvergi nærri í höfn og því þurfum við að halda áfram [samvinnu og samstöðu] svo að hægt verði að aflétta íþyngjandi aðgerðum.“ Hann sagði að ef kúrfan héldi áfram að sveigjast niður yrði mögulega hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 tvær vikur.Alma Möller landlæknir talaði um farsóttarþreytu á fundi dagsins. Mynd: Lögreglan


Hann minnti svo enn og aftur á að stríðið við veiruna væri langhlaup. Reynslan sýndi að það þyrfti lítið útaf að bregða svo bakslag verði. „Baráttunni er hvergi nærri lokið. Ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum.“

Á fundinum ræddi Þórólfur um þá óánægju sem blossaði upp í samfélaginu vegna þess sem fólk upplifði sem ósamræmi í reglugerðum ráðherra og minnisblöðum hans. Hann sagði að allir þyrftu að læra af þessu, bæði hann sjálfur og ráðuneytið, og að héðan í frá þyrftu aðilar að vera samhentari í framsetningu upplýsinga. Að hans mati sé ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir hans ráðleggingum þar sem stjórnvöld þurfi að taka tillit til fleiri þátta. 

Farsóttarþreytan

Alma Möller landlæknir sagði á fundinum að meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á hversu fólk er tilbúið til að taka þátt í aðgerðum vegna farsóttarinnar, sé gagnsæi í ákvarðanatöku og samhljómur í skilaboðum og ákvörðunum allra aðila. Svo að hin svokallaða farsóttarþreyta geri ekki vart við sig sé mikilvægt að miðla upplýsingum með skýrum og einföldum hætti. Sagði hún að í tilmælum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar væri lögð áhersla á samhæfingu í framsetningu aðila sem koma að málum, heilbrigðisyfirvalda jafnt sem stjórnmálamanna. Bætti hún við að allir ættu rétt á sinni skoðun en minnti á að orð ráðamanna hefðu áhrif. „Við getum gert betur þegar kemur að sumum þessara þátta,“ sagði Alma. 

Samtal þurfi að vera á milli aðila og upplýsingamiðlun þurfi að vera einfaldari og skýrari. Úthald og seigla væru mikilvæg um þessar mundir.  Rannsóknir sýndu að farsóttarþreytan virtist minni hér á landi en víðast annars staðar í Evrópu.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði eðlilegt að verða reiður og pirraður í því ástandi sem nú ríki og í ofanálag að upplifa misræmi í aðgerðum. Mikilvægt væri að geta litið til baka síðar og sagt að við höfum þó reynt okkar besta. „Það reynir mikið á þrekið og þrautseigjuna núna,“ sagði Víðir og bætti svo við: „Samstaðan er áfram besta sóttvörnin.“ 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent