Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“

„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Við getum sagt að sú þróun sem við höfum verið að sjá und­an­farna daga – að kúrfan er að fara niður á við – heldur áfram,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Í gær greindust 33 með COVID-19 inn­an­lands. 61 pró­sent voru í sótt­kví við grein­ingu. „Allar tölur benda til þess að við séum raun­veru­lega að sjá fækkun á til­fellum eins og staðan er nún­a,“ 

Um 1.160 manns eru í ein­angrun í land­inu með COVID-19. Á Land­spít­ala liggur 21 vegna sjúk­dóms­ins, þar af eru þrír á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. Í þess­ari bylgju, sem hófst um miðjan sept­em­ber, hafa 73 þurft að leggj­ast inn á spít­ala.

Auglýsing

Þórólfur benti á að und­an­farið hefðu óvenju margir greinst með sjúk­dóm­inn á landa­mær­un­um. Flestir hinna smit­uðu eru að koma frá Pól­landi. Þetta telur hann til marks um það að far­ald­ur­inn sé í upp­sveiflu þar í landi.

Ísland er eitt fjög­urra landa Evr­ópu þar sem dag­leg tíðni smita að með­al­tali síð­ustu viku fer lækk­andi. Ann­ars staðar í álf­unni er far­ald­ur­inn enn í upp­sveiflu.

Nið­ur­sveiflan hér er að sögn Þór­ólfs bein afleið­ing af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrir rúm­lega tveimur vik­um. „Ár­ang­ur­inn sýnir að með sam­stöðu og sam­vinnu er hægt að beygja far­ald­ur­inn nið­ur“.

En Þórólfur sagði of snemmt að fagna. „Sig­ur­inn er hvergi nærri í höfn og því þurfum við að halda áfram [sam­vinnu og sam­stöðu] svo að hægt verði að aflétta íþyngj­andi aðgerð­u­m.“ Hann sagði að ef kúrfan héldi áfram að sveigj­ast niður yrði mögu­lega hægt að hefja aflétt­ingu aðgerða eftir 1-2 tvær vik­ur.Alma Möller landlæknir talaði um farsóttarþreytu á fundi dagsins. Mynd: LögreglanHann minnti svo enn og aftur á að stríðið við veiruna væri lang­hlaup. Reynslan sýndi að það þyrfti lítið útaf að bregða svo bakslag verði. „Bar­átt­unni er hvergi nærri lok­ið. Ég vil hvetja alla til dáða á næstu mán­uð­u­m.“

Á fund­inum ræddi Þórólfur um þá óánægju sem bloss­aði upp í sam­fé­lag­inu vegna þess sem fólk upp­lifði sem ósam­ræmi í reglu­gerðum ráð­herra og minn­is­blöðum hans. Hann sagði að allir þyrftu að læra af þessu, bæði hann sjálfur og ráðu­neyt­ið, og að héðan í frá þyrftu aðilar að vera sam­hent­ari í fram­setn­ingu upp­lýs­inga. Að hans mati sé ekk­ert óeðli­legt við það að ráðu­neytið fari ekki í einu og öllu eftir hans ráð­legg­ingum þar sem stjórn­völd þurfi að taka til­lit til fleiri þátta. 

Far­sótt­ar­þreytan

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á hversu fólk er til­búið til að taka þátt í aðgerðum vegna far­sótt­ar­inn­ar, sé gagn­sæi í ákvarð­ana­töku og sam­hljómur í skila­boðum og ákvörð­unum allra aðila. Svo að hin svo­kall­aða far­sótt­ar­þreyta geri ekki vart við sig sé mik­il­vægt að miðla upp­lýs­ingum með skýrum og ein­földum hætti. Sagði hún að í til­mælum Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar væri lögð áhersla á sam­hæf­ingu í fram­setn­ingu aðila sem koma að mál­um, heil­brigð­is­yf­ir­valda jafnt sem stjórn­mála­manna. Bætti hún við að allir ættu rétt á sinni skoðun en minnti á að orð ráða­manna hefðu áhrif. „Við getum gert betur þegar kemur að sumum þess­ara þátta,“ sagði Alma. 

Sam­tal þurfi að vera á milli aðila og upp­lýs­inga­miðlun þurfi að vera ein­fald­ari og skýr­ari. Úthald og seigla væru mik­il­væg um þessar mund­ir.  Rann­sóknir sýndu að far­sótt­ar­þreytan virt­ist minni hér á landi en víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­vörn­um, sagði eðli­legt að verða reiður og pirr­aður í því ástandi sem nú ríki og í ofaná­lag að upp­lifa mis­ræmi í aðgerð­um. Mik­il­vægt væri að geta litið til baka síðar og sagt að við höfum þó reynt okkar besta. „Það reynir mikið á þrekið og þraut­seigj­una nún­a,“ sagði Víðir og bætti svo við: „Sam­staðan er áfram besta sótt­vörn­in.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent