Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“

„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Við getum sagt að sú þróun sem við höfum verið að sjá und­an­farna daga – að kúrfan er að fara niður á við – heldur áfram,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Í gær greindust 33 með COVID-19 inn­an­lands. 61 pró­sent voru í sótt­kví við grein­ingu. „Allar tölur benda til þess að við séum raun­veru­lega að sjá fækkun á til­fellum eins og staðan er nún­a,“ 

Um 1.160 manns eru í ein­angrun í land­inu með COVID-19. Á Land­spít­ala liggur 21 vegna sjúk­dóms­ins, þar af eru þrír á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. Í þess­ari bylgju, sem hófst um miðjan sept­em­ber, hafa 73 þurft að leggj­ast inn á spít­ala.

Auglýsing

Þórólfur benti á að und­an­farið hefðu óvenju margir greinst með sjúk­dóm­inn á landa­mær­un­um. Flestir hinna smit­uðu eru að koma frá Pól­landi. Þetta telur hann til marks um það að far­ald­ur­inn sé í upp­sveiflu þar í landi.

Ísland er eitt fjög­urra landa Evr­ópu þar sem dag­leg tíðni smita að með­al­tali síð­ustu viku fer lækk­andi. Ann­ars staðar í álf­unni er far­ald­ur­inn enn í upp­sveiflu.

Nið­ur­sveiflan hér er að sögn Þór­ólfs bein afleið­ing af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrir rúm­lega tveimur vik­um. „Ár­ang­ur­inn sýnir að með sam­stöðu og sam­vinnu er hægt að beygja far­ald­ur­inn nið­ur“.

En Þórólfur sagði of snemmt að fagna. „Sig­ur­inn er hvergi nærri í höfn og því þurfum við að halda áfram [sam­vinnu og sam­stöðu] svo að hægt verði að aflétta íþyngj­andi aðgerð­u­m.“ Hann sagði að ef kúrfan héldi áfram að sveigj­ast niður yrði mögu­lega hægt að hefja aflétt­ingu aðgerða eftir 1-2 tvær vik­ur.Alma Möller landlæknir talaði um farsóttarþreytu á fundi dagsins. Mynd: LögreglanHann minnti svo enn og aftur á að stríðið við veiruna væri lang­hlaup. Reynslan sýndi að það þyrfti lítið útaf að bregða svo bakslag verði. „Bar­átt­unni er hvergi nærri lok­ið. Ég vil hvetja alla til dáða á næstu mán­uð­u­m.“

Á fund­inum ræddi Þórólfur um þá óánægju sem bloss­aði upp í sam­fé­lag­inu vegna þess sem fólk upp­lifði sem ósam­ræmi í reglu­gerðum ráð­herra og minn­is­blöðum hans. Hann sagði að allir þyrftu að læra af þessu, bæði hann sjálfur og ráðu­neyt­ið, og að héðan í frá þyrftu aðilar að vera sam­hent­ari í fram­setn­ingu upp­lýs­inga. Að hans mati sé ekk­ert óeðli­legt við það að ráðu­neytið fari ekki í einu og öllu eftir hans ráð­legg­ingum þar sem stjórn­völd þurfi að taka til­lit til fleiri þátta. 

Far­sótt­ar­þreytan

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á hversu fólk er til­búið til að taka þátt í aðgerðum vegna far­sótt­ar­inn­ar, sé gagn­sæi í ákvarð­ana­töku og sam­hljómur í skila­boðum og ákvörð­unum allra aðila. Svo að hin svo­kall­aða far­sótt­ar­þreyta geri ekki vart við sig sé mik­il­vægt að miðla upp­lýs­ingum með skýrum og ein­földum hætti. Sagði hún að í til­mælum Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar væri lögð áhersla á sam­hæf­ingu í fram­setn­ingu aðila sem koma að mál­um, heil­brigð­is­yf­ir­valda jafnt sem stjórn­mála­manna. Bætti hún við að allir ættu rétt á sinni skoðun en minnti á að orð ráða­manna hefðu áhrif. „Við getum gert betur þegar kemur að sumum þess­ara þátta,“ sagði Alma. 

Sam­tal þurfi að vera á milli aðila og upp­lýs­inga­miðlun þurfi að vera ein­fald­ari og skýr­ari. Úthald og seigla væru mik­il­væg um þessar mund­ir.  Rann­sóknir sýndu að far­sótt­ar­þreytan virt­ist minni hér á landi en víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­vörn­um, sagði eðli­legt að verða reiður og pirr­aður í því ástandi sem nú ríki og í ofaná­lag að upp­lifa mis­ræmi í aðgerð­um. Mik­il­vægt væri að geta litið til baka síðar og sagt að við höfum þó reynt okkar besta. „Það reynir mikið á þrekið og þraut­seigj­una nún­a,“ sagði Víðir og bætti svo við: „Sam­staðan er áfram besta sótt­vörn­in.“ Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent