Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur

Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

„Kolefn­is­gjöld eru sett á til að reyna að breyta hegð­un, til að reyna að fá fólk til að fara úr því að nota elds­neyti sem hefur í för með sér að menga og valda lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna eru kolefn­is­gjöld mik­il­væg.“

Þetta sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í svari sínu við fyr­ir­spurn Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, á Alþingi í dag.

Birgir fjall­aði í fyr­ir­spurn sinni um skýrslu á vegum Háskóla Íslands um áhrif kolefn­is­gjalds á elds­neyt­is­notkun heim­il­anna sem birt var í sum­ar.

Auglýsing

„Nið­ur­staðan er sú að rök­styðja þurfi betur hvers vegna kolefn­is­gjaldið er lagt á til að draga úr útblæstri. Þau gögn sem vísað er til í skýrsl­unni benda til að gjaldið þurfi að vera mjög hátt til að virka. Þá þyrfti jafn­framt að skýra frá því til hvaða aðgerða verði gripið til að koma fólki milli áfanga­staða. Skatt­ur­inn bítur enn fremur á efna­lítið fólk, sem er lík­legra til að nota bif­reiðar minna en það sem hefur efni á að gera út bif­reið.

Það kemur margt fróð­legt fram í þess­ari skýrslu og satt best að segja er ég svo­lítið hissa á því að hún hafi ekki fengið meiri athygl­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Spurði hvort skýrslan væri áfell­is­dómur yfir kolefn­is­gjalda­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar

Vís­aði Birgir í skýrsl­una en þar er meðal ann­ars fjallað um áhrif kolefn­is­skatts á Írlandi og að kolefn­is­skatt­ur­inn hafi ekki breytt notkun fólks á elds­neyti þar í landi.

„Síðan er rætt um efna­hags­leg áhrif kolefn­is­skatta, að þau séu marg­slungin og miklu skiptir hvað ríkið geri við tekjur af skatt­in­um. Ef ráð­stöfun skatt­tekna er ekki tekin með í reikn­ing­inn er nið­ur­staða flestra sú að lands­fram­leiðsla og atvinna minnki eftir að kolefn­is­gjald er lagt á. Skatt­ur­inn hefur meiri áhrif á lífs­kjör lág­launa­fólks en ann­arra og kolefn­is­gjöld hafa meiri áhrif á neyslu og kjör hjá fátækum heim­il­u­m,“ sagði Birg­ir.

Vís­aði hann aftur í skýrsl­una þar sem segir að þegar á heild­ina er litið megi sjá að kolefn­is­gjöld hafi hingað til ekki haft mjög mikil áhrif á neyslu fólks. Ef ætl­unin sé að draga úr neyslu heim­ila á elds­neyti um 10 pró­sent þurfi verð þess að hækka um 10/0,35 eða um tæp 30 pró­sent, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

„Það sjá allir hvaða áhrif það hefði á efna­hag heim­il­anna og efna­hags­málin almennt,“ sagði Birgir og spyrði ráð­herra hvort skýrslan væri ekki áfell­is­dómur yfir kolefn­is­gjalda­stefnu þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Kolefn­is­gjöld sett á til að reyna að breyta hegðun

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagði að kolefn­is­gjöld væru sett á til að reyna að breyta hegð­un, til að reyna að fá fólk til að fara úr því að nota elds­neyti sem hefur í för með sér að menga og valda lofts­lags­breyt­ing­um. Þess vegna væru kolefn­is­gjöld mik­il­væg.

„Það sem þessi skýrsla dregur fram er hins vegar það að gjaldið þyrfti í raun að vera mun hærra til þess að það myndi bíta bet­ur. Það eru meg­in­skila­boðin í þess­ari skýrslu.

Það er vissu­lega farið inn á það að skatt­lagn­ing sem þessi getur bitnað mis­mun­andi á fólki, það er alveg hár­rétt. En það fer allt eftir því hvernig unnið er að því að reyna að gera efna­m­inna fólki kleift að nýta sér önnur úrræði, nýta sér það að geta farið yfir í að nýta end­ur­nýj­an­legt elds­neyti, kaupa far­ar­tæki til þess og svo fram­veg­is. Mark­að­ur­inn í þessu er allur að breyt­ast. Það eru að koma fleiri not­aðir bílar inn á mark­að­inn og svo fram­veg­is,“ sagði ráð­herr­ann.

Meg­in­at­riðið væri það að kolefn­is­gjöldin ættu að breyta hegð­un. „Þessi rík­is­stjórn hefur hækkað þau til að reyna að hafa áhrif á þessar breyt­ing­ar. Við höfum líka sett inn hvata til að beina fólki þá leið að nota umhverf­is­vænni far­ar­skjóta, sem snýr bæði að almenn­ings­sam­göngum og því að geta farið um gang­andi, hjólandi og svo fram­veg­is. Þannig að þessi skýrsla er alls ekki áfell­is­dóm­ur. Hún snýst fyrst og fremst um það að til að kolefn­is­gjald bíti vel þá þarf það í raun að vera hærra en það er í dag.“

Finnst þetta vera lélegur mála­til­bún­aður

Birgir Þórarinsson Mynd: Bára Huld BeckBirgir kom aftur í pontu og sagði að þegar þessi rík­is­stjórn tók við hefði gjaldið á árs­grund­velli verið 3,5 millj­arð­ar. Það væri rúmir 6 millj­arðar á þessu ári.

„Þessi skýrsla stað­festir nákvæm­lega það sem við Mið­flokks­menn höfum alltaf haldið fram, að þess­ari skatt­lagn­ingu er ekki jafnað niður á lands­menn með sann­gjörnum hætti. Það er alveg klárt. Skýrslan stað­festir það. Það er ekki for­svar­an­legt að leggja skatt á almenn­ing með þessum hætti þegar það bitnar verst á tekju­lágu fólki. Það verður að segj­ast alveg eins og er,“ sagði hann.

Vís­aði hann í skýrsl­una enn á ný en þar segir að ekki liggi fyrir góð gögn um elds­neyt­is­notkun fyr­ir­tækja hér á landi. Birgir spurði hvers vegna ráðu­neytið vís­aði í þessa skýrslu sem grunn­gagn um árangur af skatt­lagn­ingu á elds­neyti ef fyrir lægi stað­fest­ing þess efnis að ekki lægju fyrir góð gögn um elds­neyt­is­notkun fyr­ir­tækja hér á landi. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta bara lélegur mála­til­bún­aður að rök­styðja mál sitt með skýrslu sem gengur þvert á það sem stjórn­völd hafa lagt upp með.“

Verk­efni stjórn­valda að finna nýjar leiðir

Ráð­herra svar­aði á nýjan leik og sagði að það sem þessi skýrsla sýndi væri ein­fald­lega það að kolefn­is­gjald væri við­ur­kennd leið til að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks til að fólk drægi úr notkun sinni á elds­neyti sem hefur í för með sér mengun sem veldur lofts­lags­breyt­ing­um. Það væri merg­ur­inn máls­ins.

„Einnig kemur fram í skýrsl­unni að það þyrfti í raun­inni að hækka kolefn­is­gjaldið til að þetta gæti gengið enn þá bet­ur. Og þá geta stjórn­völd haft leiðir til þess að jafna þann mun sem mögu­lega getur komið fram í slíkri skatt­lagn­ingu á mis­mun­andi tekju­háa hópa í sam­fé­lag­inu og það er verk­efn­ið,“ sagði Guð­mundur Ingi að lok­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent