Bætur frá Boeing vega þungt

Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Auglýsing

Icelandair skil­aði jákvæðri afkomu fyrir skatta og vaxta­greiðsl­ur, sam­kvæmt nýbirtu upp­gjöri félags­ins. Bóta­greiðslur frá Boeing voru helsti jákvæði rekstr­ar­lið­ur­inn þar, en félagið hagn­að­ist einnig á eign­fær­ingu á skatta­tapi og end­ur­skil­grein­ingar á elds­neyt­is­vörn­um. Afkoman var minni en spáð var fyrir hluta­fjár­út­boð félags­ins, en sam­kvæmt félag­inu er það vegna þess að bæt­urnar frá Boeing koma ekki að fullu fram í rekstr­ar­reikn­ing félags­ins fyrr en á næsta ári.

Þrátt fyrir erf­iðan árs­fjórð­ung var afkoma fyr­ir­tæk­is­ins fyrir vaxt­greiðslur og skatta (e. EBIT) jákvæð og nam 3,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða tæpum hálfum millj­arði íslenskra króna. Miðað við þriðja fjórð­ung síð­asta árs er þetta þó ekki há upp­hæð, en afkoman hefur dreg­ist saman um 96 pró­sent á einu ári.

Jákvæð vegna bóta­greiðslna og end­ur­skil­grein­ingu

Í til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins segir að end­ur­skil­grein­ing á elds­neyt­is­vörnum þess og eign­fær­ing skatta­taps hafi haft jákvæð áhrif á rekstur félags­ins á nýliðnum árs­fjórð­ungi. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu leiddu þessir liðir þess að hagn­aður félags­ins hafi numið 38 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða 5,3 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing

Í glæru­pakka sem fylgdi með kynn­ing­unni er þó einnig minnst á  bóta­greiðslur sem félagið fékk frá Boeing vegna kyrr­setn­ingar 737-MAX vél­anna, og ef litið er á rekstr­ar­reikn­ing­inn má áætla að þær greiðslur hafi bætt afkom­una um u.þ.b. 30 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sem jafn­gildir 4,2 millj­örðum íslenskra króna.

Því hefði flug­fé­lagið lík­lega skilað miklu tapi á síð­asta árs­fjórð­ungi ef ekki væri tekið til­lit til ofan­greindra liða. 

840 millj­ónum lægri EBITDA en spáð

Í fjár­festa­kynn­ingu flug­fé­lags­ins fyrir hluta­fjár­út­boð þess í sept­em­ber síð­ast­liðnum var því spáð að afkoma Icelandair fyrir vaxta­greiðsl­ur, skatta og afskriftir (EBIT­DA), myndi nema um 39 millj­ónum Banda­ríkja­dala þennan árs­fjórð­ung. Hins vegar er hún nokkuð lægri, eða um 33 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt nýbirtu upp­gjöri. Lækk­unin nemur því 

Sam­kvæmt Icelandair skýrist þessi lækkun um sex millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 840 millj­ónir króna, af því að ákveðið var að end­ur­skil­greina hluta bóta­greiðsln­anna frá Boeing sem lækkun fjár­magns­kostn­aðar þriggja MAX-­véla sem tekið verður við á fyrri helm­ingi næsta árs. Því segir félagið að full áhrif bót­anna muni ekki koma fram í rekstr­ar­reikn­ing Icelandair fyrr en seinna.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent