Bætur frá Boeing vega þungt

Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Auglýsing

Icelandair skil­aði jákvæðri afkomu fyrir skatta og vaxta­greiðsl­ur, sam­kvæmt nýbirtu upp­gjöri félags­ins. Bóta­greiðslur frá Boeing voru helsti jákvæði rekstr­ar­lið­ur­inn þar, en félagið hagn­að­ist einnig á eign­fær­ingu á skatta­tapi og end­ur­skil­grein­ingar á elds­neyt­is­vörn­um. Afkoman var minni en spáð var fyrir hluta­fjár­út­boð félags­ins, en sam­kvæmt félag­inu er það vegna þess að bæt­urnar frá Boeing koma ekki að fullu fram í rekstr­ar­reikn­ing félags­ins fyrr en á næsta ári.

Þrátt fyrir erf­iðan árs­fjórð­ung var afkoma fyr­ir­tæk­is­ins fyrir vaxt­greiðslur og skatta (e. EBIT) jákvæð og nam 3,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða tæpum hálfum millj­arði íslenskra króna. Miðað við þriðja fjórð­ung síð­asta árs er þetta þó ekki há upp­hæð, en afkoman hefur dreg­ist saman um 96 pró­sent á einu ári.

Jákvæð vegna bóta­greiðslna og end­ur­skil­grein­ingu

Í til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins segir að end­ur­skil­grein­ing á elds­neyt­is­vörnum þess og eign­fær­ing skatta­taps hafi haft jákvæð áhrif á rekstur félags­ins á nýliðnum árs­fjórð­ungi. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu leiddu þessir liðir þess að hagn­aður félags­ins hafi numið 38 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða 5,3 millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing

Í glæru­pakka sem fylgdi með kynn­ing­unni er þó einnig minnst á  bóta­greiðslur sem félagið fékk frá Boeing vegna kyrr­setn­ingar 737-MAX vél­anna, og ef litið er á rekstr­ar­reikn­ing­inn má áætla að þær greiðslur hafi bætt afkom­una um u.þ.b. 30 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sem jafn­gildir 4,2 millj­örðum íslenskra króna.

Því hefði flug­fé­lagið lík­lega skilað miklu tapi á síð­asta árs­fjórð­ungi ef ekki væri tekið til­lit til ofan­greindra liða. 

840 millj­ónum lægri EBITDA en spáð

Í fjár­festa­kynn­ingu flug­fé­lags­ins fyrir hluta­fjár­út­boð þess í sept­em­ber síð­ast­liðnum var því spáð að afkoma Icelandair fyrir vaxta­greiðsl­ur, skatta og afskriftir (EBIT­DA), myndi nema um 39 millj­ónum Banda­ríkja­dala þennan árs­fjórð­ung. Hins vegar er hún nokkuð lægri, eða um 33 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt nýbirtu upp­gjöri. Lækk­unin nemur því 

Sam­kvæmt Icelandair skýrist þessi lækkun um sex millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 840 millj­ónir króna, af því að ákveðið var að end­ur­skil­greina hluta bóta­greiðsln­anna frá Boeing sem lækkun fjár­magns­kostn­aðar þriggja MAX-­véla sem tekið verður við á fyrri helm­ingi næsta árs. Því segir félagið að full áhrif bót­anna muni ekki koma fram í rekstr­ar­reikn­ing Icelandair fyrr en seinna.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent