Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu

Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.

Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Auglýsing

Tólf þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata, auk utan flokka þing­manns­ins Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ráð­staf­anir til að draga úr notkun pálma­olíu á Íslandi. Sam­kvæmt til­lög­unni, sem Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar er fyrsti flutn­ings­maður að, yrði ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra falið að vinna áætlun um tak­mörkun á notkun olí­unnar í allri fram­leiðslu á Íslandi og leggja fram frum­varp um bann við notkun hennar í líf­dísil eigi síðar en í lok næsta árs.



Þetta er í þriðja sinn sem til­laga þessa efnis er lögð fram.



Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að pálma­olía sé notuð í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi en að tölu­vert hafi dregið úr notkun hennar á síð­ustu árum. Olían hefur síð­ustu ár í auknum mæli verið notuð sem elds­neyti eða sem íblöndun í elds­neyti. Reiknað hefur verið út að líf­elds­neyti frá jurta­ol­íu, sem er um 70 pró­sent af líf­elds­neyt­is­mark­aði í Evr­ópu, losi 80 pró­sent meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en jarð­efna­elds­neytið sem verið er að skipta út. „Pálma­olía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarð­efna­elds­neyti, en næst á eftir kemur soja­olía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir í til­lög­unni.



Árið 2014 brenndu evr­ópsk far­ar­tæki meira en þremur millj­ónum tonna af pálma­ol­íu. Tak­mark­anir á notkun pálma­olíu gætu, að mati flutn­ings­manna til­lög­unn­ar, ýtt undir og stutt við íslenska fram­leiðslu á líf­dísil.

Auglýsing



Til að fram­leiða pálma­olíu eru regn­skógar ruddir sem hefur slæm áhrif á umhverfið og veldur marg­vís­legum skaða sem brýnt er að girða fyrir með banni á notk­un, að mati flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar . Vegna þeirra áhrifa sem fram­leiðsla pálma­olíu hefur haft á umhverfið hefur Evr­ópu­sam­bandið m.a. sam­þykkt reglu­gerð sem miðar að því að draga úr notkun óend­ur­nýj­an­legs líf­efna­eld­is­neyt­is, þar á meðal pálma­ol­íu.

Hætta er á því að órangútönum verði útrýmt ef fram heldur sem horfirí regnskógum Indónesíu og Malasíu.

Grein­ar­gerð með til­lög­unni er byggð á umfjöllun Rann­veigar Magn­ús­dóttur vist­fræð­ings. Í henni kemur fram að lönd eins og Indónesía og Malasía, sem fram­leiða lang­mest af pálma­ol­íu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regn­skógum sín­um, m.a. fyrir fjölda­fram­leiðslu á pálma­ol­íu. Eft­ir­spurn eftir henni hafi auk­ist veru­lega und­an­farna ára­tugi. „Í dag er langstærstur hluti pálma­olíu á mark­aði ósjálf­bær og valdur að eyð­ingu regn­skóga,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Talið er að hið minnsta sé búið að fella 18,7 millj­ónir hekt­ara af regn­skógi fyrir fram­leiðslu á pálma­ol­íu, aðal­lega í Indónesíu og Malasíu. Slíkt land­flæmi jafn­ast á við tvisvar sinnum Ísland að stærð.“



Í grein­ar­gerð­inni er svo farið ítar­lega yfir hlut­verk regn­skóga í vist­kerfi jarð­ar. Þeir eru frjósamir og þar er að finna mik­inn líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika. Þegar þeir eru ruddir tap­ast meira en tré því þar haf­ast við fjöl­margar dýra- og smá­dýra­teg­und­ir.



Dýr geta þurft stór svæði til að athafna sig og þríf­ast ekki í litlum afmörk­uðum regn­skóg­ar­leif­um. Þetta er ástæða þess að margar regn­skóg­ar­teg­undir eru í bráðri útrým­ing­ar­hættu. Þá eru regn­skógar gríð­ar­lega stórar kolefn­is­geymslur og sumir regn­skóg­ar, einkum í Suð­aust­ur-Asíu, vaxa í kolefn­is­ríkum mýr­um. Þegar skóg­arnir eru ruddir og brenndir aukast áhrif lofts­lags­breyt­inga því kolefni losnar út í and­rúms­loftið þegar skóg­ur­inn sjálfur er brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. „Við það að breyta regn­skógum í plantekrur eru í raun búin til nær líf­laus land­svæði þar sem dýr eins og órangút­anar eiga sér enga von,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Talið er að ef haldið verður áfram að eyði­leggja regn­skóga Indónesíu á sama hraða gætu órangút­anar orðið útdauðir í nátt­úr­unni innan örfárra ára­tuga.“

Órangútan berst við gröfu. Þetta er ójafn leikur. Úr mynd Davids Attenboroughs, Lífið á plánetunni okkar.



Þá hafa mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International komið upp um mjög slæman aðbúnað fólks sem vinnur á pálma­ol­íu­plantekrum þar sem börnum er þrælað út og konur veikj­ast við að úða skor­dýra­eitri á skóg­ar­botn­inn.



Sam­tök sem kalla sig Hring­borð um sjálf­bæra pálma­olíu (RSPO) gefa fyr­ir­tækjum sem upp­fylla ákveðin skil­yrði vottun um að olían sem þau nota í fram­leiðslu sína á alls konar vörum, s.s. snyrti- og mat­vörum, telj­ist sjálf­bær. Í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er bent á að kerfið sé því miður mjög gallað og að efast megi um það að nokkur pálma­olía geti verið sjálf­bær eftir það sem á undan er gengið síð­ustu ára­tugi í þessum iðn­aði. Er fram­leiðslan orðin sjálf­bær þegar fimm, tíu eða þrjá­tíu ár eru liðin frá því að regn­skóg­inum var flett ofan af land­inu?



„Stað­reyndin er sú að regn­skógur var á öllu því svæði þar sem pálma­olía er nú fram­leidd, hvort sem hún er vottuð sem sjálf­bær eður ei,“ segir í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar. „Rökin fyrir því að nýta þessi svæði, sem nú þegar hafa verið rudd af regn­skógi, eru þau að pálma­ol­íu­fram­leiðsla sé mjög mikil á hvern hekt­ara miðað við aðra olíu­fram­leiðslu. Mörg umhverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa því lagt mikla áherslu á það und­an­farið að styðja við fram­leiðslu á sann­ar­lega sjálf­bærri pálma­olíu og hvetja þau fyr­ir­tæki og neyt­endur til að kaupa hana í stað þess að snið­ganga pálma­olíu alfar­ið.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent