Tekjulág heimili eiga að geta sótt um frístundastyrki um miðjan mánuðinn

Sérstakur stuðningur við íþrótta- og tómstundaiðkun barna af tekjulágum heimilum er loks að komast til framkvæmda, en aðgerðin var kynnt í apríl. Styrkur getur numið 45 þúsund krónum á hvert barn, samkvæmt reglum sem sveitarfélög hafa birt.

Sérstakir styrkir vegna íþrótta- og frístundastarfs barna af tekjulágum heimilum líta brátt dagsins ljós.
Sérstakir styrkir vegna íþrótta- og frístundastarfs barna af tekjulágum heimilum líta brátt dagsins ljós.
Auglýsing

Opnað verður fyrir umsóknir um stuðn­ing til íþrótta- og frí­stunda­starfs barna af tekju­lágum heim­ilum þann 15. nóv­em­ber. Styrkirnir verða greiddir út af sveit­ar­fé­lögum lands­ins, sem sjá um end­an­lega útfærslu aðgerð­ar­inn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá félags­mála­ráðu­neyt­inu.

Nokkur sveit­ar­fé­lög hafa þegar opnað fyrir umsóknir um þessa styrki á vef­síðum sínum og hafa meðal ann­ars Suð­ur­nesja­bær, Norð­ur­þing, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staður og fleiri birt reglur um það hvernig nákvæm­lega styrkirnir verða útfærð­ir. 

Regl­urnar sem þessi þrjú sveit­ar­fé­lög og fleiri hafa sett sér um úthlut­un­ina eru sam­hljóða. Þær fela í öllum til­fellum í sér að styrk­ur­inn geti numið allt að 45.000 krónum fyrir útlögðum kostn­aði vegna íþrótta- og tóm­stunda­starfs fyrir hvert barn af heim­ilum þar sem heild­ar­tekjur fram­fær­enda; ein­stak­lings, hjóna eða sam­búð­ar­fólks, voru að með­al­tali lægri en 740.000 kr. á mán­uði á tíma­bil­inu mars til júlí 2020. Umsóknir skulu ber­ast til sveit­ar­fé­laga fyrir 1. mars 2021.

Seinna á ferð­inni en hugs­unin var

Þessi sér­staki stuðn­ingur við íþrótta- og frí­stunda­starf barna af tekju­lágum heim­ilum var kynntur til sög­unnar þann 21. apr­íl, sem hluti af svoköll­uðum öðrum aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar til þess að bregð­ast við COVID-19 far­aldr­in­um.

Auglýsing

Áætlun gerir ráð fyrir að þessi efna­hags­að­gerð kosti um 600 millj­ónir króna, en hún er búin að vera lengi að kom­ast til fram­kvæmda, þrátt fyrir að fjár­út­látin til sveit­ar­fé­lag­anna hafi verið sam­þykkt með fjár­auka­lögum strax í vor. Þá sagði í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar að aðgerðin væri í því skyni að öll börn gætu óháð efna­hag for­eldra stundað íþróttir og aðrar tóm­stundir í sum­ar, en nú er þessi aðgerð hugsuð fyrir íþrótta­starf skóla­árs­ins 2020-2021.

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra fór yfir aðgerðir á mál­efna­sviði ráðu­neytis síns á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku og hefur Kjarn­inn fengið það yfir­lit afhent. Sam­kvæmt yfir­lit­inu hafa alls 1,6 millj­arðar króna farið í félags­legar aðgerðir til að tryggja stuðn­ing og þjón­ustu við við­kvæma hópa vegna COVID-19. Íþrótta- og frí­stunda­styrkirnir eru langstærsta ein­staka aðgerðin í þeirri summu og hafa verið lengi að kom­ast til fram­kvæmda, sem áður seg­ir.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Í sumar fengu 30 sveit­ar­fé­lög þó sam­tals 75 millj­óna króna styrki vegna við­bót­ar­verk­efna sem tengd­ust frí­stunda­starfi barna í við­kvæmri stöðu og var þar sér­stak­lega horft til ald­urs­hóps­ins 12-16 ára og reynt að ná til barna sem hvað síst sækja í hefð­bundið frí­stunda­starf.

Vinnu­mark­aðs­að­gerðir veiga­mestar

Í yfir­lit­inu er farið yfir allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á mál­efna­sviði ráðu­neyt­is­ins vegna far­ald­urs­ins og afleið­inga hans, en alls eru þær verð­metnar á um 24 millj­arðar króna. Langstærstur hluti af því er vegna greiðslu hluta­bóta til fólks í skertu starfs­hlut­falli, en í lok októ­ber hafði Vinnu­mála­stofnun greitt tæp­lega 20 millj­arða króna í hluta­bætur til alls 35.474 laun­þega hjá um 6.600 atvinnu­rek­end­um.

Aðrir stórir kostn­að­ar­liðir á mál­efna­sviði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna COVID-19 eru tíma­bundin sum­ar­störf fyrir náms­menn hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, en Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir því að kostn­aður við það úrræði nemi á bil­inu 1,7-1,8 millj­arði króna, sem er þó minna en þeir 2,2 millj­arðar sem áætlað var að aðgerðin kost­að­i. 

Þá höfðu um 250 millj­ónir króna verið greiddar vegna launa í sótt­kví um miðjan októ­ber­mán­uð, til alls 1.866 ein­stak­linga eða um 5 pró­sent þeirra sem þá höfðu lokið sótt­kví.

Vinnu­mála­stofnun fékk 100 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu til að ráða inn fólk fyrr á árinu og hafði starfs­fólki þar fjölgað um 48 stöðu­gildi frá sept­em­ber 2019 til sept­em­ber 2020. Í yfir­liti ráðu­neyt­is­ins segir að enn sé þörf á að fjölga starfs­mönnum hjá stofn­un­inni til að mæta auknu álagi vegna fjölda atvinnu­leit­enda.

Aðgerðir vegna COVID-19 á mál­efna­sviði ráðu­neyt­is­ins hafa verið margs­konar og snert á ýmsum þáttum tengdum far­aldr­in­um. Meðal ann­ars hafa um 100 millj­ónir farið í þjón­ustu við heim­il­is­lausa með fjöl­þættan vanda bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri, gripið hefur verið til vit­und­ar­vakn­ingar gegn heim­il­is­of­beldi og aðgengi að fræðslu­efni vegna COVID-19 til fólks af erlendum upp­runa hefur verið auk­ið, m.a. með þýð­ingum á vefnum covid.is og þýð­ingu smitrakn­ing­ar­for­rits­ins yfir á pólsku og ensku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent