Spurði Katrínu hvort hún væri sammála fjármálaráðherra um málefni öryrkja

Formaður Samfylkingarinnar vísaði á þingi í orð forsætisráðherra síðan árið 2017 þar sem hún sagði að stjórnvöld ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti og spurði hana hvort hún væri sammála eigin orðum í ljósi umræðu um öryrkja.

Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði for­sæt­is­ráð­herrann, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hún væri sam­mála þeim orðum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að tals­menn öryrkja græfu „undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf“ eða treysti hún sér til að taka undir það að öryrkjar ættu betra skilið en „þennan skæt­ing“.

Vís­aði Logi þarna í deilur fjár­mála­ráð­herra og Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) í síð­ustu viku. Mót­mælti meðal ann­ars for­maður ÖBÍ, Þur­íður Harpa Sig­­urð­­ar­dótt­ir, orðum og full­yrð­ingum ráð­herra um öryrkja.

Auglýsing

Er Katrín sam­mála eigin orð­um?

„Stjórn­völd eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læti. Þetta sagði hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra í þessum stól árið 2017, þá þing­maður í stjórn­ar­and­stöðu og ég er henni hjart­an­lega sam­mála. Engu að síður býr stór hópur öryrkja og aldr­aðra við skammar­lega lág laun. Tæp­lega fjórð­ungur öryrkja býr við skort á efn­is­legum gæðum sam­kvæmt rann­sóknum Hag­stof­unnar og bilið milli líf­eyris og lág­marks­launa heldur áfram að breikka.

Þannig hefur biðin eftir rétt­læti sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra tal­aði um árið 2017 bara lengst. Ekki nóg með það. Nú þegar Öryrkja­banda­lag Íslands stendur fyrir kraft­mik­illi bar­áttu fyrir bættum kjörum ber­ast kaldar kveðjur frá rík­is­stjórn Íslands, pillur frá fjár­mála­ráð­herra sem sakar tals­menn öryrkja um ábyrgð­ar­leysi og hótar því að fjölgun fólks með skerta starfs­getu verði látin bitna á þeim sem nú þegar eru á örorku­líf­eyri. Þetta dæmir sig sjálft,“ sagði Logi.

Hann spurði Katrínu hvort þetta væri í alvöru stefna rík­is­stjórnar Íslands.

Logi spurði hvort Katrín væri ekki sam­mála eigin orðum um að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læti. „Ég spyr einnig hvort hún komi ekki með okkur í það að bretta upp ermarnar núna, draga úr skerð­ingum og tryggja að líf­eyrir almanna­trygg­inga fylgi þróun lægstu launa sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­um?“

Stendur enn við orð sín

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að vekja máls á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í sam­fé­lag­inu. „Hann vitn­aði í mín orð 2017 sem ég stend enn þá við, enda hafa fjöl­margar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar á þessu kjör­tíma­bili end­ur­speglað nákvæm­lega þessa áherslu, aðgerðir sem hátt­virtur þing­maður hefur stutt hér í þessum sal, eðli­lega. Þá vil ég sér­stak­lega nefna breyt­ingar á tekju­skatts­kerf­inu þar sem ráð­ist var í aðgerðir sem koma hinum tekju­lægstu best.

Ég vil tala um hækkun barna­bóta sem skiptir veru­legu máli, sér­stak­lega fyrir tekju­lágar barna­fjöl­skyld­ur, þar sem dregið var úr skerð­ing­unni króna á móti krónu í sér­stakri fram­færslu­upp­bót og til þess varið 2,5 millj­örðum að frum­kvæði hæstv. félags- og barna­mála­ráð­herra, þar sem gripið hefur verið til sér­staks félags­legs við­bót­ar­stuðn­ings við þá í hópi aldr­aðra sem höllustum fæti standa, þar sem ráð­ist hefur verið í að draga mjög mark­visst úr kostn­aði fólks í heil­brigð­is­kerf­inu, öryrkja, aldr­aðra, barna. Og hæstv. heil­brigð­is­ráð­herra sté löngu tíma­bært skref í að draga úr tann­lækna­kostn­aði sem hv. þing­mað­ur, eins og ég, var spurður að fyrir síð­ustu kosn­ingar og svar­aði að hann vildi stíga stór skref,“ sagði hún.

Ekki sam­mála Loga að Bjarni hafi haft í hót­unum

Katrín sagði mörg mik­il­væg skref hafa verið stigin til þess að efla vel­ferð­ina í þessu sam­fé­lagi og auka jöfn­uð.

„Ég kann­ast ekki við það þegar hátt­virtur þing­maður ræðir hér að hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hafi haft í hót­un­um. Það tel ég ekki vera. Ég er ekki sam­mála hátt­virtum þing­manni um að þannig eigi að skilja orð hæst­virts ráð­herra sem benti hins vegar á að fram­lög til þessa mála­flokks hafa vaxið jafnt og þétt á síð­ustu árum, ekki síst þegar ráð­ist var í breyt­ingar á almanna­trygg­inga­kerf­inu sem vissu­lega átti fyrst og fremst við eldri borg­ara. Þá er ég að vísa í breyt­ing­arnar 2016, sem við höfum oft rætt hér, en sömu­leiðis vegna fjölg­unar í þessum hópi,“ sagði Katrín í svari sín­u. 

Von­brigði að Katrín geti ekki tekið dýpra í árinni

Logi steig aftur í pontu og sagði að fjár­mála­ráð­herra hefði í síð­ustu viku svarað með skæt­ingi „og ég kalla það ekk­ert annað en hótun það sem hann sagði. Það eru mér ákveðin von­brigði að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra geti ekki tekið dýpra í árinni undir þá kröfu okkar að laun öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega fái að fylgja almennri launa­þróun í land­inu og tekið sé mið af lífs­kjara­samn­ing­um, líkt og gert var þegar hún sat í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur um árið. Hér hafa fjöl­margar aðgerðir leitt til fram­fara.“

Hann sagði það rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra að hann hefði stutt þær margar og muni gera það áfram, öll góð mál. „Ég kalla hins vegar eftir því hvort ekki sé eðli­legt að með almennum hætti sé tryggt að líf­eyrir fylgi launa­þróun sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­un­um. Ann­ars er tómt mál fyrir rík­is­stjórn­ina að vera að slá um sig með orðum eins og lífs­kjara­samn­ingur þegar hann nær bara til hluta sam­fé­lags­ins,“ sagði Logi.

Verða þá bara að vera ósam­mála

Í seinni ræðu Katrínar sagði hún að þau Logi myndu þá „bara að vera ósam­mála um þá hluti, því að ég held að það sé einmitt mik­il­vægt að við ræðum þessi mál ann­ars vegar út frá mark­mið­un­um, sem ég tel að við hátt­virtur þing­maður séum sam­mála um, þ.e. að við viljum auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu og teljum það vera mik­il­vægan hluta af vel­gengni íslensks sam­fé­lags hversu mik­ill jöfn­uður hefur í raun verið og við eigum að hafa það í huga í öllum okkar aðgerð­um.

En ég held að við þurfum líka að horfa á gögnin sem liggja und­ir. Til að mynda þegar við skoðum tekju­sög­una, sem ég vitn­aði í áðan, þá sýnir hún mjög glögg­lega að það er ekki rétt að mínu viti að tala um aldr­aða og öryrkja sem einn hóp. Þar hefur tekju­þróun verið mjög ólík milli hópa, en ekki síst er eigna­staða þess­ara hópa mjög ólík. Þess vegna held ég að við þurfum að ræða þessa hópa aðskil­ið. Við þurfum að horfa á stóra mark­mið­ið: Hvernig getum við náð auknum jöfn­uði? Ég nýtti mitt fyrra svar hér til að benda á allar þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráð­ist í og fleirum eigum við von á, eins og hæst­virtur félags- og barna­mála­ráð­herra hefur boð­að. En ég tel líka að það sé mik­il­vægt að við horfum á þær aðgerðir út frá því hvernig við viljum þróa þetta kerfi til fram­tíð­ar. Ég held að Alþingi megi ekki skor­ast undan því verk­efni sem fram undan er,“ sagði Katrín að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent