Spurði Katrínu hvort hún væri sammála fjármálaráðherra um málefni öryrkja

Formaður Samfylkingarinnar vísaði á þingi í orð forsætisráðherra síðan árið 2017 þar sem hún sagði að stjórnvöld ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti og spurði hana hvort hún væri sammála eigin orðum í ljósi umræðu um öryrkja.

Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði for­sæt­is­ráð­herrann, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hún væri sam­mála þeim orðum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að tals­menn öryrkja græfu „undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf“ eða treysti hún sér til að taka undir það að öryrkjar ættu betra skilið en „þennan skæt­ing“.

Vís­aði Logi þarna í deilur fjár­mála­ráð­herra og Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) í síð­ustu viku. Mót­mælti meðal ann­ars for­maður ÖBÍ, Þur­íður Harpa Sig­­urð­­ar­dótt­ir, orðum og full­yrð­ingum ráð­herra um öryrkja.

Auglýsing

Er Katrín sam­mála eigin orð­um?

„Stjórn­völd eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læti. Þetta sagði hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra í þessum stól árið 2017, þá þing­maður í stjórn­ar­and­stöðu og ég er henni hjart­an­lega sam­mála. Engu að síður býr stór hópur öryrkja og aldr­aðra við skammar­lega lág laun. Tæp­lega fjórð­ungur öryrkja býr við skort á efn­is­legum gæðum sam­kvæmt rann­sóknum Hag­stof­unnar og bilið milli líf­eyris og lág­marks­launa heldur áfram að breikka.

Þannig hefur biðin eftir rétt­læti sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra tal­aði um árið 2017 bara lengst. Ekki nóg með það. Nú þegar Öryrkja­banda­lag Íslands stendur fyrir kraft­mik­illi bar­áttu fyrir bættum kjörum ber­ast kaldar kveðjur frá rík­is­stjórn Íslands, pillur frá fjár­mála­ráð­herra sem sakar tals­menn öryrkja um ábyrgð­ar­leysi og hótar því að fjölgun fólks með skerta starfs­getu verði látin bitna á þeim sem nú þegar eru á örorku­líf­eyri. Þetta dæmir sig sjálft,“ sagði Logi.

Hann spurði Katrínu hvort þetta væri í alvöru stefna rík­is­stjórnar Íslands.

Logi spurði hvort Katrín væri ekki sam­mála eigin orðum um að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læti. „Ég spyr einnig hvort hún komi ekki með okkur í það að bretta upp ermarnar núna, draga úr skerð­ingum og tryggja að líf­eyrir almanna­trygg­inga fylgi þróun lægstu launa sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­um?“

Stendur enn við orð sín

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að vekja máls á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í sam­fé­lag­inu. „Hann vitn­aði í mín orð 2017 sem ég stend enn þá við, enda hafa fjöl­margar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar á þessu kjör­tíma­bili end­ur­speglað nákvæm­lega þessa áherslu, aðgerðir sem hátt­virtur þing­maður hefur stutt hér í þessum sal, eðli­lega. Þá vil ég sér­stak­lega nefna breyt­ingar á tekju­skatts­kerf­inu þar sem ráð­ist var í aðgerðir sem koma hinum tekju­lægstu best.

Ég vil tala um hækkun barna­bóta sem skiptir veru­legu máli, sér­stak­lega fyrir tekju­lágar barna­fjöl­skyld­ur, þar sem dregið var úr skerð­ing­unni króna á móti krónu í sér­stakri fram­færslu­upp­bót og til þess varið 2,5 millj­örðum að frum­kvæði hæstv. félags- og barna­mála­ráð­herra, þar sem gripið hefur verið til sér­staks félags­legs við­bót­ar­stuðn­ings við þá í hópi aldr­aðra sem höllustum fæti standa, þar sem ráð­ist hefur verið í að draga mjög mark­visst úr kostn­aði fólks í heil­brigð­is­kerf­inu, öryrkja, aldr­aðra, barna. Og hæstv. heil­brigð­is­ráð­herra sté löngu tíma­bært skref í að draga úr tann­lækna­kostn­aði sem hv. þing­mað­ur, eins og ég, var spurður að fyrir síð­ustu kosn­ingar og svar­aði að hann vildi stíga stór skref,“ sagði hún.

Ekki sam­mála Loga að Bjarni hafi haft í hót­unum

Katrín sagði mörg mik­il­væg skref hafa verið stigin til þess að efla vel­ferð­ina í þessu sam­fé­lagi og auka jöfn­uð.

„Ég kann­ast ekki við það þegar hátt­virtur þing­maður ræðir hér að hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hafi haft í hót­un­um. Það tel ég ekki vera. Ég er ekki sam­mála hátt­virtum þing­manni um að þannig eigi að skilja orð hæst­virts ráð­herra sem benti hins vegar á að fram­lög til þessa mála­flokks hafa vaxið jafnt og þétt á síð­ustu árum, ekki síst þegar ráð­ist var í breyt­ingar á almanna­trygg­inga­kerf­inu sem vissu­lega átti fyrst og fremst við eldri borg­ara. Þá er ég að vísa í breyt­ing­arnar 2016, sem við höfum oft rætt hér, en sömu­leiðis vegna fjölg­unar í þessum hópi,“ sagði Katrín í svari sín­u. 

Von­brigði að Katrín geti ekki tekið dýpra í árinni

Logi steig aftur í pontu og sagði að fjár­mála­ráð­herra hefði í síð­ustu viku svarað með skæt­ingi „og ég kalla það ekk­ert annað en hótun það sem hann sagði. Það eru mér ákveðin von­brigði að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra geti ekki tekið dýpra í árinni undir þá kröfu okkar að laun öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega fái að fylgja almennri launa­þróun í land­inu og tekið sé mið af lífs­kjara­samn­ing­um, líkt og gert var þegar hún sat í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur um árið. Hér hafa fjöl­margar aðgerðir leitt til fram­fara.“

Hann sagði það rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra að hann hefði stutt þær margar og muni gera það áfram, öll góð mál. „Ég kalla hins vegar eftir því hvort ekki sé eðli­legt að með almennum hætti sé tryggt að líf­eyrir fylgi launa­þróun sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­un­um. Ann­ars er tómt mál fyrir rík­is­stjórn­ina að vera að slá um sig með orðum eins og lífs­kjara­samn­ingur þegar hann nær bara til hluta sam­fé­lags­ins,“ sagði Logi.

Verða þá bara að vera ósam­mála

Í seinni ræðu Katrínar sagði hún að þau Logi myndu þá „bara að vera ósam­mála um þá hluti, því að ég held að það sé einmitt mik­il­vægt að við ræðum þessi mál ann­ars vegar út frá mark­mið­un­um, sem ég tel að við hátt­virtur þing­maður séum sam­mála um, þ.e. að við viljum auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu og teljum það vera mik­il­vægan hluta af vel­gengni íslensks sam­fé­lags hversu mik­ill jöfn­uður hefur í raun verið og við eigum að hafa það í huga í öllum okkar aðgerð­um.

En ég held að við þurfum líka að horfa á gögnin sem liggja und­ir. Til að mynda þegar við skoðum tekju­sög­una, sem ég vitn­aði í áðan, þá sýnir hún mjög glögg­lega að það er ekki rétt að mínu viti að tala um aldr­aða og öryrkja sem einn hóp. Þar hefur tekju­þróun verið mjög ólík milli hópa, en ekki síst er eigna­staða þess­ara hópa mjög ólík. Þess vegna held ég að við þurfum að ræða þessa hópa aðskil­ið. Við þurfum að horfa á stóra mark­mið­ið: Hvernig getum við náð auknum jöfn­uði? Ég nýtti mitt fyrra svar hér til að benda á allar þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráð­ist í og fleirum eigum við von á, eins og hæst­virtur félags- og barna­mála­ráð­herra hefur boð­að. En ég tel líka að það sé mik­il­vægt að við horfum á þær aðgerðir út frá því hvernig við viljum þróa þetta kerfi til fram­tíð­ar. Ég held að Alþingi megi ekki skor­ast undan því verk­efni sem fram undan er,“ sagði Katrín að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent