Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna

Joe Biden mun fá fleiri atkvæði en Donald Trump þegar allt verður saman talið í Pennsylvaníu-ríki og því verða næsti forseti Bandaríkjanna. Decision Desk HQ reið á vaðið og lýsti yfir sigri demókratans, sem hefur tryggt sér að minnsta kosti 273 kjörmenn.

Joe Biden mun hafa betur í Pennsylvaníu og verður því næsti forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden mun hafa betur í Pennsylvaníu og verður því næsti forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Joe Biden hefur verið kjör­inn 46. for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu Decision Desk HQ kl. 13:50 að íslenskum tíma í dag, kl. 8:50 að aust­ur­strand­ar­tíma í Banda­ríkj­un­um. 

Töl­fræði­fyr­ir­tæk­ið, sem þjón­ustar fjöl­marga fjöl­miðla um gögn varð­andi nið­ur­stöður kosn­ing­anna, reið á vaðið og varð fyrst til þess að lýsa því yfir að Joe Biden myndi hafa betur í Penn­syl­van­íu­rík­i.

Hann væri því búinn að tryggja sér að minnsta kosti 273 kjör­menn, en 270 slíka þarf til þess að hafa betur í kosn­ing­un­um.

Yfir­lýs­ingin frá Decision Desk kom nán­ast í sama mund og nýjar tölur frá Penn­syl­vaníu sýndu fram á að Biden væri kom­inn með for­skot á Trump í rík­inu, þegar enn á eftir að telja tugi þús­unda póst­at­kvæða frá svæðum í rík­inu þar sem demókratar eru með sterka stöðu. Trump á enga leið til bak­a. 

Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hafa ekki fleiri töl­fræði­deildir vest­an­hafs lýst yfir sigri Biden í kosn­ing­unum og ekki nein af stóru sjón­varps­stöðv­un­um. Þess ætti þó ekki að vera langt að bíða, enda ljóst í hvað stefnir í Penn­syl­van­íu.

„Gott hjá þeim. Nið­ur­staðan hefur verið ljós um nokkra hríð. Það er enn nokkur vafi um nið­ur­stöð­una í Georgíu og Arizona, en Biden þarf ekki þessi ríki til þess að vera kjör­inn,“ skrif­aði Nate Sil­ver, rit­stjóri vef­síð­unnar FiveT­hir­tyEight, um yfir­lýs­ingu Decision Desk.

Decision Desk HQ er í hópi þeirra 7 grein­ing­ar­að­ila sem sam­fé­lags­mið­ill­inn Twitter sagði fyrir kosn­ing­arnar að væru nægi­lega áreið­an­legir til þess að „­kalla“ nið­ur­stöður kosn­ing­anna, ásam­t Associ­ated Press, ABC, NBC, CBS, Fox News og CNN.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent