Hillary Clinton meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga

Á mánudag hefst árlegt Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, og stendur til miðvikudags. Meðal þáttakenda þetta árið ásamt Hillary Clinton eru Svetlana Tikhanovskaya og Erna Solberg.

Hillary Clinton hefði vafalaust frekar viljað taka þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu heldur en yfir netið.
Hillary Clinton hefði vafalaust frekar viljað taka þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu heldur en yfir netið.
Auglýsing

Hill­ary Clint­on, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, er einn þeirra kven­leið­toga sem munu sækja sækja Heims­þing kven­leið­toga sem hefst á mánu­dag og stendur til mið­viku­dags. Þetta er í þriðja sinn sem þingið er haldið en að því standa alþjóð­legu þing­kvenna­sam­tökin Women Polit­ical Leaders í sam­starfi við rík­is­stjórn Íslands og Alþingi. Vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins fer þingið að þessu sinni fram á net­inu en það hefur verið haldið í Hörpu und­an­farin ár.Í frétta­til­kynn­ingu vegna þings­ins segir að til­gangur þess sé að gefa þátt­tak­endum tækifræi til þess að ræða og skipt­ast á hug­myndum um hvernig kven­leið­togar geti beitt sér fyrir betra sam­fé­lagi, auknu jafn­rétti milli kynja og vald­efl­ingu kvenna í sem víð­ustu sam­hengi. Heims­þingið er sam­starfs­verk­efni til fjög­urra ára og er Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, sér­stakur vernd­ari þess.Fjöldi þjóð­ar­leið­toga tekur þátt

Hátt í þrjá­tíu núver­andi og fyrr­ver­andi þjóð­ar­leið­togar taka þátt í þing­inu þetta árið. Þeirra á meðal eru: Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra; Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs; Kersti Kalju­laid, for­seti Eist­lands; Julia Gill­ard, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu; Helen Clar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nýja Sjá­lands og Michelle Bachelet fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Síle. Auk þeirra munu margar áhrifa­miklar konur sækja þingið og taka þátt í sam­töl­um. Þeirra á meðal áður­nefnd Hill­ary Clint­on, Svetl­ana Tik­hanovska­ya, Melinda Gates og Phumzile Mlambo-Ngcuka, fram­kvæmda­stjóri UN Women.

Auglýsing


,,Við erum mjög ánægð að geta, þrátt fyrir heims­far­ald­ur, haldið heims­þingið raf­rænt og að til þátt­töku hafi skráð sig svo stór og öfl­ugur hópur kven­leið­toga alls staðar að úr heim­in­um.  Að sjálf­sögðu söknum við þess að geta ekki fyllt Hörpu og höf­uð­borg­ina af krafti þeirra kven­leið­toga sem hingað koma á hverju ári, en mark­miðin eru óbreytt og mik­il­væg­ara nú en nokkru sinni fyrr að ræða leiðir og fjölga tæki­færum til að auka áhrif og völd kvenna í heim­in­um,”  er haft eftir Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur í frétta­til­kynn­ingu sem send var út vegna þings­ins en Hanna Birna er stjórn­ar­for­maður fram­kvæmda­stjórnar heims­þings kven­leið­togaStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent