Atvinnuleysið nú meira en þegar mest var eftir bankahrunið

Vinnumálastofnun reiknar með að almennt atvinnuleysi verði 11,3 prósent í desember. Atvinnuleysi eftir bankahrunið mældist mest 9,3 prósent í febrúar og mars 2009.

Flestir sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði störfuðu í ferðaþjónustu.
Flestir sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði störfuðu í ferðaþjónustu.
Auglýsing

Almennt atvinnu­leysi á Íslandi mæld­ist 9,9 pró­sent í októ­ber og Vinnu­mála­stofnun spáir því að það muni aukast í nóv­em­ber og des­em­ber vegna þeirrar erf­iðu stöðu sem nú er á vinnu­mark­aði sökum COVID-19. Spáin gerir ráð fyrir að almenna atvinnu­leysið verði 11,9 pró­sent í lok þessa mán­aðar og að það verði komið upp í 11,3 pró­sent í lok des­em­ber. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­aða­skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Það þýðir að almennt atvinnu­leysi, þ.e. atvinnu­leysi án til­lits til þeirra sem eru að nýta hluta­bóta­leið­ina, var meira í lok síð­asta mán­aðar en þegar það var sem mest eftir banka­hrun­ið. Þá náði almenna atvinnu­leysið hámarki í febr­úar og mars 2009 þegar það mæld­ist 9,3 pró­sent. 

Auglýsing
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) birti í gær hag­spá sína fyrir tíma­bilið 2020-2022. Þar er spáð að atvinnu­leysi hald­ist yfir 6,9 pró­sent út tíma­bilið þrátt fyrir spá um hóf­legan 1,8 pró­sent hag­vöxt á næsta ári. Spá ASÍ gerði ráð fyrir að atvinnu­leysi myndi verða 8,6 pró­sent á næsta ári.

Rúm­lega 40 pró­sent atvinnu­lausra erlendir rík­is­borg­arar

Alls voru 20.252 atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu um síð­ustu mán­aða­mót og 4.759 á hluta­bóta­leið­inni. Sam­an­lagt atvinnu­leysi mæld­ist 11,1 pró­sent og spá Vinnu­mála­stofn­unar gerir ráð fyrir að það muni hækka í 12,2 pró­sent í lok árs. Þar er reiknað með að fækka muni á hluta­bóta­leið­inni og að hún muni vigta 0,9 pró­sentu­stig í heild­ar­at­vinnu­leysið en að almennt atvinnu­leysi verði, líkt og áður sagði 11,3 pró­sent. 

At­vinnu­leysið er áfram mest á Suð­ur­nesjum þar sem það mæld­ist í heild 21,2 pró­sent í októ­ber. Almenna atvinnu­leysið þar mæld­ist 20,1 pró­sent en 1,1 pró­sentu­stig bætt­ist við vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.

Atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara heldur áfram að aukast. Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir því að heild­ar­at­vinnu­leysi á meðal þeirra hafi verið um 25 pró­sent í októ­ber og almenna atvinnu­leysið um 22 pró­sent. Það þýðir að hefð­bundnir atvinnu­leit­end­ur, þ.e. þeir sem voru í almenna bóta­kerf­inu en ekki á hluta­bóta­leið­inni, í hópi erlendra rík­is­borg­ara voru 8.204 tals­ins í lok síð­asta mán­að­ar. Því eru 41 pró­sent allra atvinnu­lausra á land­inu erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru erlendir rík­is­borg­arar sem búa hér­lendis 51.120 tals­ins, eða tæp­lega 14 pró­sent íbúa lands­ins.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent