Sýn vill tilnefnt almannaþjónustuhlutverk og fá styrki úr ríkissjóði til að sinna því

Sýn metur neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. Félagið segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði tilnefnt með almannaþjónustuhlutverk og að ríkið geri samning um að styrkja það fyrir að sinna hlutverkinu.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lags­ins Sýnar hafa dreg­ist saman um 212 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, vaxta­ber­andi skuldir þess hafa hækkað um 401 milljón króna vegna veik­ingu krón­unnar og skuld­bind­ingar við erlenda birgja – einkum vegna efn­is­kaupa – hafa lækkað um 260 millj­ónir króna. Þá hafa reiki­tekjur félags­ins fallið um 235 millj­ónir króna, sem er um 60 pró­sent sam­dráttur miðað við sama tíma­bil í fyrra.­Sam­tals metur Sýn því nei­kvæð áhrif heims­far­ald­urs­ins á rekstur sinn á 1,1 millj­arð króna. 

Þetta kemur fram í umsögn sem Páll Ásgríms­son, sem situr í fram­kvæmda­stjórn Sýn­ar, hefur skilað inn um fjár­laga­frum­varpið fyrir hönd Sýn­ar. 

Þar segir einnig að Sýn sé nú þegar að reka fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu án þess að fá sér­stak­lega greitt fyrir það úr rík­is­sjóði líkt og RÚV fær. Ef það eigi að auka rík­is­stuðn­ing til fjöl­mið­ils sem rekin sé í almanna­þágu geti sú fjár­veit­ing allt eins runnið til fjöl­miðla sem reknir eru af Sýn.

Sýn, sem var upp­haf­lega fjar­skipta­fé­lag, keypti ýmsa fjöl­miðla af félag­inu 365 miðlum í lok árs­ins 2017. Um er að ræða ljós­vaka­miðla á borð við Stöð 2, Bylgj­una og tengdar útvarps­­­­­stöðvar og frétta­vef­inn Vísi. Félagið tap­aði alls 402 millj­ónum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins og hefur tapað alls 2,1 millj­arði króna frá upp­hafi síð­asta árs.

Svar við umsögn RÚV

Ástæða þess að Sýn skil­aði inn umsögn er sú að Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, gerði slíkt hið sama fyrir skemmstu. Þar kom fram að aug­lýs­inga­tekjur RÚV verði um 300 millj­­ónum króna lægri á árinu 2020 en áætlað var, beinn auk­inn kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna hlut­verks RÚV í COVID-19 far­aldr­inum væri hátt í 80 millj­­ónir króna og geng­is­­lækkun og aðrir liðir hafi hækkað fjár­­­magnsliði fyr­ir­tæk­is­ins um 90 millj­­ónir króna. 

Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða RÚV verði því 470 millj­­ónum krónum verri í ár en stefnt var að. 

Staðan á næsta ári, 2021, verður mun alvar­­legri að sögn Stef­áns. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í byrjun októ­ber er gert ráð fyrir því í fjár­­laga­frum­varp­inu að fram­lög til RÚV úr rík­­is­­sjóði verði lækkuð um 310 millj­­ónir króna milli ára og verði rúm­­lega 4,5 millj­­arðar króna. Þau voru rúm­­lega 4,8 millj­­arðar króna á yfir­­stand­andi ári. 

Auglýsing
Heild­­ar­fjár­­heim­ild til fjöl­miðla, sem fjár­­­mögnuð er með að mestu með inn­­heimtu útvarps­­gjalds, er áætluð fimm millj­­­arðar króna. Það þýðir að 484 millj­­­ónir króna munu fara í eitt­hvað annað RÚV. Þar af fara 92 millj­­­ónir króna í rekstur Fjöl­miðla­­­nefndar en það sem út af stend­­­ur, 392 millj­­­ónir króna, er ætl­­­aður stuðn­­­ingur við einka­rekna fjöl­miðla.

Stefán sagði í umsögn­inni að nettó áhrif af fram­an­­greindri lækkun útvarps­­gjalds­ins væru mun meiri en 310 millj­­ónir króna í ljósi þess að RÚV líkt og aðrir standi frammi fyrir verð­lags­hækk­­unum á næsta ári í sínum rekstri, þar á meðal vegna nýrra kjara­­samn­inga. Því séu raunn­á­hrifin um 400 millj­­ónir króna. Stefán sagði auk þess að áfram sé gert ráð fyrir veru­­legum sam­drætti í aug­lýs­inga­­tekjum á næsta ári. „Árið 2021 mun því í heild vanta yfir 600 m. kr. í fjár­­­mögnun RÚV,“ skrif­aði Stefán í umsögn sína.

Þessu þyrfti að mæta með „breyt­ingum og sam­drætti í dag­­skrár­­gerð og frétta­­þjón­­ustu RÚV.“

Segj­ast reka fjöl­miðla í almanna­þágu

Í umsögn Sýnar segir að fyr­ir­tækið hafi mætt sínum sam­drætti með marg­vís­legum hag­ræð­ing­ar­að­gerðum sem hafi skert sam­keppn­is­stöðu þess gagn­vart RÚV.

Í heims­far­aldr­inum hafi að mati Sýnar komið í ljós hversu mik­il­vægir fjöl­miðlar félags­ins væru í sam­fé­lag­inu og ekki síður hlut­verk þeirra í almanna­vörnum þegar kæmi að miðlun upp­lýs­inga til lands­manna. “Þrátt fyrir breyttar aðstæður hafa fjöl­miðlar Sýnar haldið úti öfl­ugri frétta­þjón­ustu í sjón­varpi, útvarpi og á vefn­um[...]Ekki er ofmælt að frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar gegni ein­stæðu hlut­verki sem óháð og ókeypis frétta­veita á fjöl­miðlum sem þorri almenn­ings notar frá degi til dags. Einnig er sér­stök áhersla lögð á fram­leiðslu inn­lends dag­skrár­efn­is, sem sýnt er á miðlum félags­ins, sem og gæða barna­efni. Þessu til við­bótar skal bent á að Sýn rekur eina lands­dekk­andi sjón­varps­dreifi­kerfi lands­ins og ann­ast sjón­varps­dreif­ingu m.a. fyrir RÚV. Með vísan til fram­an­greinds má færa fyrir því rök að Sýn reki nú þegar fjöl­miðil í almanna­þágu, þrátt fyrir að lögin um Rík­is­útvarpið byggi á að ein­ungis einn slíkur mið­ill sé rekin hér á land­i.“

Vísa til for­dæmis í Nor­egi

Þar sem sú upp­hæð sem fjár­lög ætla til stuðn­ing einka­rek­inna fjöl­miðla, alls 392 millj­ónir króna, sé fjarri því nægj­an­leg til að dekka tekju­tap þeirra vegna COVID-19 sé eðli­legt að fjár­fram­lög til RÚV skerð­ist líka. „Með vísan til þessa er með öllu óverj­andi ef RÚV verði bættur allur skað­inn eins og farið er á leit í umsögn RÚV enda myndi slík aðgerð ein­ungis auka á þá sam­keppn­is­röskun sem þegar leiðiraf tæp­lega 5 millj­arða árlegri með­gjöf frá rík­inu og um 2ja millj­arða aug­lýs­inga­tekna sem stofn­unin aflar sér ár hvert[...]í þessu sam­hengi skal bent á, að ef nið­ur­staðan verður sú að auka rík­is­stuðn­ing til fjöl­mið­ils sem rekin er í almanna­þágu getur sú fjár­veit­ing allt eins runnið til fjöl­miðla sem reknir eru af Sýn hf. í Nor­egi hefur TV 2 til að mynda verið útnefnt sem fjöl­mið­ill starf­andi í almanna­þágu. Á þeim grund­velli fær TV 2 rík­is­styrk, sem tal­inn er sam­ræm­ast rík­is­styrkja­reglum á Evr­ópska efna­hags­svæð­in­u.“

Í umsögn Sýnar segir ljóst að frétta­stofa Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, haldi úti þjón­ustu sem sé sam­bæri­leg þeirri frétta­þjón­ustu sem TV2 ann­ast í Nor­egi og fær rík­is­stuðn­ing fyr­ir. „Á það einkum við frétta­þjón­ustu Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar, sem stuðlar að fjöl­breytni og fjöl­ræði í frétta­flutn­ingi á ljós­vaka­miðl­um. Án hennar væri ein­göngu frétta­stofa RÚV starf­andi á ljós­vaka­miðli, sem væri afleitt fyrir lýð­ræð­is­lega umræðu og nauð­syn­legt aðhald fjöl­miðla. Virð­ist ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að íslenska ríkið til­nefni Sýn með almanna­þjón­ustu­hlut­verk og geri í fram­hald­inu samn­ing við fyr­ir­tækið hlið­stæðan þeim sem gerður hefur verið við TV2 í Nor­egi. Myndi slíkur samn­ing­ur, að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um, falla undir hópund­an­þágu SGEI ákvörð­unnar með sama hætti og í Nor­eg­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent