Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1

Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.

Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Auglýsing

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Heimskvið­ur, sem hefur verið á dag­skrá Rásar 1 und­an­farið rúmt ár, hættir göngu sinni í des­em­ber vegna hag­ræð­ing­ar­að­gerða hjá Rík­is­út­varp­inu sem kalla á upp­stokkun í dag­skránni. Þetta stað­festir Þröstur Helga­son, dag­skrár­stjóri Rásar 1, við Kjarn­ann. Um er ræða þátt sem hefur miðlað ítar­legum umfjöll­unum um erlend mál­efn­i.

Þröstur segir ljóst að ein­hverjar frek­ari breyt­ingar verði á dag­skrá Rásar 1 vegna þeirra hag­ræð­ing­ar­að­gerða sem Rík­is­út­varpið þurfi að ráð­ast í nú. „Við erum að vinna í þeim málum þessa dag­ana,“ segir Þröstur í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn blaða­manns.

Nýlega var þremur fast­ráðnum frétta­mönnum Rík­is­út­varps­ins sagt upp störfum vegna hag­ræð­ing­ar­að­gerða og stöðu­gildum á frétta­stofu RÚV mun fækka um alls níu  frá því sem var í upp­hafi þessa árs. Er­lenda deild frétta­stof­unnar hefur komið að vinnslu Heimskviða ásamt dag­skrár­gerð­ar­fólki Rásar 1, en þátt­ur­inn er í umsjón þeirra Birtu Björns­dóttur og Guð­mundar Björns Þor­björns­son­ar.

Nýir frétta­þættir í hádeg­inu á virkum dögum

Þröstur segir að þrátt fyrir Heimskviður sem slíkar séu að hverfa á braut verði erlendum frétta­skýr­ingum áfram fund­inn staður í dag­skrá Rásar 1. 

„Við erum að setja á dag­skrá nýjan þátt í hádeg­inu sem heitir ein­fald­lega Hádeg­ið. Þar er um að ræða frétta­þátt sem inni­heldur frétta­skýr­ing­ar, þar á meðal erlendar í anda þeirra sem voru í Heimskvið­um, við­töl og umræð­ur­,,“ segir Þröst­ur.

Auglýsing

Áður­nefndur Guð­mundur Björn og Katrín Ásmunds­dóttir munu hafa umsjón með nýja hádeg­is­þætt­inum í sam­ein­ingu. „Bæði eru þau Guð­mundur Björn og Katrín ákaf­lega metn­að­ar­fullt útvarps­fólk sem við höfum mikla trú á. Við erum sann­færð um að þessi þáttur eigi eftir að styrkja veru­lega dag­skrána og frétta­tengda umfjöllun á Rás 1,“ segir Þröstur í svari sínu til Kjarn­ans.

Í svari dag­skrár­stjór­ans segir einnig að Rás 1 muni í upp­hafi næsta árs setja í loftið nýjan viku­legan þátt sem inni­halda muni erlendar frétta­skýr­ing­ar.

Munu þurfa að end­ur­flytja meira efni en hingað til

Spurður út í aðrar breyt­ingar sem verið sé að grípa til að grípa til Rás 1 til að minnka kostnað nefnir Þröstur að veð­ur­fréttir í hádeg­inu verði fram­vegis lesnar af umsjón­ar­mönnum Hádeg­is­ins, en ekki sér­fræð­ingum Veð­ur­stofu Íslands. 

Þá segir hann að ljóst sé að það muni þurfa að end­ur­flytja meira efni á Rás 1 en gert hefur verið hingað til. 

„Það er mjög miður en sömu­leiðis er það alger­lega ljóst að ekk­ert er við því að gera þegar undan hallar í rekstr­in­um," segir Þröst­ur.

Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sagði í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar fyrr í mán­uð­inum að útlit væri fyrir að rekstr­ar­nið­ur­staða RÚV yrði 470 millj­ónum verri í ár en stefnt var. 

Árið 2021 væri svo ráð­gert að það vant­aði yfir 600 millj­ónir króna í fjár­mögnun RÚV. ­Fyr­ir­sjá­an­legt væri að þessu þyrfti að mæta með breyt­ingum og sam­drætti í dag­skrár­gerð og frétta­þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent