Viðreisn dalar og Framsókn minnsti flokkurinn sem næði inn

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og fylgi hans hefur mælst nánast það sama þrjá mánuði í röð. Samfylkingin kemur þar næst og hefur ekki mælst stærri síðan í janúar.

Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir er formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var fyrr í haust kosinn varaformaður flokksins.
Auglýsing

Framsóknarflokkurinn yrði minnsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag, en fylgi við hann mælist 8,6 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það eykst lítillega milli mánaða.

Næst minnsti flokkurinn á þingi yrði Miðflokkurinn, sem varð til þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson klauf sig úr Framsókn fyrir síðustu kosningar. Miðflokkurinn mælist með 8,8 prósent fylgi sem er minnsta fylgi flokksins frá því í febrúar 2019, þegar hann var enn í djúpri fylgisdýfu í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. 

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt Gallup og mælist með 23,7 prósent fylgi. Fylgi flokksins hefur verið mjög stöðugt það sem af er ári og nánast það sama síðustu þrjá mánuði. 

Auglýsing
Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, mælast með 11,8 prósent fylgi og því er sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja: Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks 44,1 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 59,7 prósent og eykst milli mánaða.

Samfylkingin er næst stærsti flokkur landsins og mælist nú með 17,1 prósent fylgi. Flokkurinn hefur ekki mælst með svo mikið fylgi frá því í janúar síðastliðnum. Píratar koma þar á eftir og mælast nú með 12,4 prósent fylgi, sem er nánast það sama og flokkurinn mældist með fyrir mánuði síðan.

Viðreisn tapar allra flokka mest milli mánaða, fer úr 11,6 prósentum í 9,7 prósent. Það er í fyrsta sinn frá því í maí sem fylgi flokksins mælist undir tíu prósentustigum.

Flokkur fólksins mælist með 4,1 prósent fylgi og Sósíalistaflokkur Íslands með 3,7 prósent. Slík niðurstaða er ólíkleg til að skila flokkunum tveimur mönnum á þing. 

Könnunin var gerð dagana 2. til 30. nóvember. Heildarúrtaksstærðin var 9.351 og þátttökuhlutfall var 53,6 prósent. 

Næst verður kosið til þings í september 2021.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent