„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“

Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði á Alþingi í morgun undir liðnum störf þings­ins að koma þyrfti í veg fyrir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ­fengi að koma nálægt völdum og að flokk­ur­inn hefði alltaf „beitt bola­brögð­um“ þegar þess þyrfti til að koma sínu fólki að. Mis­notkun á valdi og bola­brögð hefðu verið ein­kenni flokks­ins í langan tíma. Hann hvatti fólk til að hætta með­virkni með mis­notkun á valdi.

„For­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands fjall­aði í fjöl­miðlum í gær um nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Þar sagði hann vand­ann vera þann þegar stjórn­völd beita ein­hverjum bola­brögðum til að koma sínu fólki að. Þrír af þeim dóm­urum sem Lands­rétt­ar­málið snýst um hafa verið end­ur­skip­að­ir. Þeir stóðu upp úr dóm­ara­sæti sínu og sett­ust í næsta sæti.

Ímyndið ykkur hvernig það myndi líta út í dóm­sal. Sá sem kemur fyrir dóm­ara í leit að rétt­læti og sann­girni klórar sér aðeins í hausnum og spyr: Afsak­ið, er nokkur hætta á því að dóm­ar­inn sé mér óvil­hall­ur? Dóm­ar­inn svar­ar: Já, afsak­ið. Og hann stendur upp og sest í stól­inn hlið­ina: Núna er þetta allt í lagi, það var bara vanda­mál þegar ég sat í hinum stóln­um,“ sagði Björn Leví.

Auglýsing

„Blái gljá­inn mun alltaf skína í gegn“

Spurði hann hvort Íslend­ingar ættu ekki rétt á dóm­urum og dóm­stólum sem hægt væri að treysta að kæmu vel fram við borg­ara lands­ins og á rétt­látan og sann­gjarnan hátt.

„Hversu vel treystir þú dóm­urum sem þú veist að komust í dóm­ara­sæti með póli­tískum bola­brögð­um? Hversu vel treystir þú dóm­urum sem sitja í bláum sæt­um? Hvernig er dóm­greind þeirra dóm­ara sem sitja í þessum blá­mál­uðu sætum og vita að allt sem þau gera lit­ast af máln­ing­unni á stólnum þeirra, sama hversu heið­ar­lega þau rækja störf sín. Hvít­þvottur eins og stóla­skipti gengur ekki upp. 

Blái gljá­inn mun alltaf skína í gegn því að blám­inn fylgir dóm­urum og skip­unum þeirra en ekki sæt­un­um. Það sér hver sem vill sjá það. Það er því ekki nema eitt hægt að gera og það er aug­ljóst, það hefur verið aug­ljóst frá upp­hafi. Það sem þarf að ger­ast er að dóm­ar­arnir þurfa að víkja. Það er ekki flókn­ara en það,“ sagði hann.

Vill að hlut­irnir séu settir í sam­hengi

Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flutti ræðu undir sama lið í morgun og fjall­aði hann einnig um lands­rétt­ar­mál­ið. „Þegar rætt um dóms­nið­ur­stöður sem varða dóm­ara­val árið 2017 þegar Lands­réttur var skip­aður í fyrsta sinn er mik­il­vægt að hafa í huga hver hinn raun­veru­legi lög­fræði­legi ágrein­ingur er í mál­inu. Hann snýst um atriði sem varðar það hvort þáver­andi dóms­mála­ráð­herra hafi full­nægt rann­sókn­ar­skyldu með nægi­lega skýrum hætti þegar hún ákvað að gera til­ögu um dóm­ara sem byggði á því að dóm­ara­reynslu var gefið meira vægi en öðrum þáttum sem hæfn­is­nefnd hafði byggt á.“

Birgir Ármannsson og Sigríður Á. Andersen við þingsetningu í október 2020. Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagði að það yrði að hafa þetta í huga þegar „við hlustum á stór­yrði ein­stakra þing­manna“ og vís­aði þar til orða Björns Levís. „Þetta skulum við hafa í huga þegar menn blása þetta út eins og hér á Íslandi hafi verið framin stór­kost­leg mann­rétt­inda­brot af því að maður sem hafði játað á sig til­tekið brot var dæmdur af dóm­ara sem hafði verið met­inn hæfur af mats­nefnd og met­inn hæf­ari af hálfu dóms­mála­ráð­herra en ein­hverjir aðr­ir. Við skulum setja hlut­ina aðeins í sam­hengi hvað þetta varð­ar.

Hitt er svo annað mál að auð­vitað verður íslenska ríkið að efna samn­ings­skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og greiða við­kom­andi manni þann kostnað sem kveðið er á um í dóms­orði í nið­ur­stöðu yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins en auð­vitað verðum við síðan í fram­hald­inu að velta fyrir okkur og ræða hvernig við viljum haga dóm­ara­skipan til fram­tíð­ar. Ég er ekki viss um að við séum komin til botns í þeirri umræð­u,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent