Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.

Reykingar
Auglýsing

Nið­ur­stöður nýrrar íslenskrar rann­sóknar benda til að notkun reyk­tó­baks og rafrettna séu ekki algeng­ari meðal COVID-19 sjúk­linga en almennt ger­ist á Íslandi og að slík notkun sé ekki tengd alvar­legri ein­kenna­mynd við grein­ingu COVID-19. Til­vist und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóma hefur hins vegar skýr tengsl við alvar­legri ein­kenni við grein­ingu.

Greint er frá nið­ur­stöðum í grein í nýj­ustu útgáfu Lækna­blaðs­ins.

Fram kemur að heims­far­aldur COVID-19 sjúk­dóms af völdum SAR­S-CoV-2 hafi valdið miklu álagi á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og aðgerðir vegna hans valdið miklu efna­hagstjóni. Alvar­legum sjúk­dómi fylgi yfir­leitt lungna­bólga og fylgi­kvillar frá lungum séu algengir í alvar­lega veikum sjúk­ling­um. Tengsl lungna­sjúk­dóma, reyk­inga og rafrettu­notk­unar við algengi og alvar­leika COVID-19-­sjúk­dóms séu óljós.

Auglýsing

Notuð voru gögn úr fyrstu við­tölum á COVID-19 göngu­deild Land­spít­ala við 1.761 sjúk­ling með COVID-19 sem fylgt var eftir af spít­al­an­um. Reiknuð var tíðni reyk­inga, rafrettu­notk­unar og und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóma í þessum hópi, eftir ald­urs­flokkum og klínískri flokkun lækna á alvar­leika sjúk­dóms­ein­kenna. Kannað var hvort munur væri á tíðni þess­ara áhættu­þátta milli ald­urs­hópa og milli ein­kenna­flokka.

Með­al­aldur sjúk­linga var 41 ár. Flestir sjúk­lingar voru á ald­urs­bil­inu 35 til 54 ára, eða 38 pró­sent. Fámenn­asti ald­urs­hóp­ur­inn var svo 18 ára og yngri, eða 10 pró­sent. Um 6 pró­sent sjúk­linga reyktu við grein­ingu og 4 pró­sent not­uðu rafrett­ur. Ein­ungis 8 pró­sent höfðu und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóm. Flestir sjúk­lingar voru með vægan COVID-19-­sjúk­dóm, eða 68 pró­sent. 22 pró­sent höfðu miðl­ungs­al­var­legan sjúk­dóm og 10 pró­sent voru með alvar­legan sjúk­dóm. 74 lögð­ust inn á sjúkra­hús, eða 4,2 pró­sent.

Kynja­hlut­fall var nokkuð jafnt í öllum ald­urs­hóp­um, þó var hlut­fall karla hæst í yngsta ald­urs­hópn­um, eða 54 pró­sent, og lægst í hópnum milli 35 og 54 ára, eða 47 pró­sent. Flestir reyktu í ald­urs­hópnum 35 til 54 ára, eða 7 pró­sent. Eng­inn undir 18 ára reykti. Flestir sem not­uðu rafrettur voru á aldr­inum 18 til 34 ára, eða 8 pró­sent. Hlut­fall sjúk­linga með lungna­sjúk­dóma við grein­ingu fór hækk­andi með hækk­andi aldri; frá 2 pró­sent í yngsta ald­urs­hópnum upp í 13 pró­sent meðal sjúk­linga yfir 55 ára, að því er fram kemur í grein­inni.

Sjúk­lingar með lungna­sjúk­dóma með alvar­legri ein­kenni við grein­ingu COVID-19

„Nið­ur­stöður okkar benda til þess að sjúk­lingar með lungna­sjúk­dóma séu með alvar­legri ein­kenni við grein­ingu. Við túlkun þess­ara nið­ur­staða er rétt að hafa í huga að það voru fáir í yngri ald­urs­hópum sem voru með und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóm. Þær rann­sóknir sem þegar hafa verið birtar um áhrif lungna­sjúk­dóma á gang COVID-19 sjúk­dóms eru ólíkar þess­ari rann­sókn. Ann­ars vegar voru þessar rann­sóknir gerðar á inniliggj­andi sjúk­lingum og hins vegar er verið að skoða áhrif lungna­sjúk­dóma á afdrif sjúk­linga en ekki á alvar­leika ein­kenna við grein­ing­u,“ segir í grein­inni.

Rann­sókn sem gerð var á inniliggj­andi sjúk­lingum víðs­vegar um Kína sýndi fram á að lang­vinn lungna­teppa er áhættu­þáttur fyrir alvar­legri COVID-19 sjúk­dómi, það er þörf fyrir inn­lögn á gjör­gæslu eða önd­un­ar­vél­ar­stuðn­ing eða and­lát af völdum sjúk­dóms­ins, að því er fram kemur í rann­sókn­inni.

„Að síð­ustu ber að hafa í huga að þær nið­ur­stöður sem hér birt­ast eru án til­lits til blönd­un­ar­þátta. Þannig gætu til dæmis tengsl reyk­inga við marga áhættu­þætti alvar­legs COVID-19-­sjúk­dóms valdið því að fólk sem reykir hafi síður útsett sig fyrir smiti en aðr­ir. Þó eru ótví­ræðir styrk­leikar nið­ur­staðn­anna til staðar því að gögnum þess­arar rann­sóknar var safnað á sam­ræmd­an, fram­skyggnan hátt og þau ná til allra greindra COVID-19 til­fella í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins á Ísland­i,“ segir í grein­inni.

Hægt er að lesa grein­ina í Lækna­blað­inu í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent