Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.

Reykingar
Auglýsing

Nið­ur­stöður nýrrar íslenskrar rann­sóknar benda til að notkun reyk­tó­baks og rafrettna séu ekki algeng­ari meðal COVID-19 sjúk­linga en almennt ger­ist á Íslandi og að slík notkun sé ekki tengd alvar­legri ein­kenna­mynd við grein­ingu COVID-19. Til­vist und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóma hefur hins vegar skýr tengsl við alvar­legri ein­kenni við grein­ingu.

Greint er frá nið­ur­stöðum í grein í nýj­ustu útgáfu Lækna­blaðs­ins.

Fram kemur að heims­far­aldur COVID-19 sjúk­dóms af völdum SAR­S-CoV-2 hafi valdið miklu álagi á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og aðgerðir vegna hans valdið miklu efna­hagstjóni. Alvar­legum sjúk­dómi fylgi yfir­leitt lungna­bólga og fylgi­kvillar frá lungum séu algengir í alvar­lega veikum sjúk­ling­um. Tengsl lungna­sjúk­dóma, reyk­inga og rafrettu­notk­unar við algengi og alvar­leika COVID-19-­sjúk­dóms séu óljós.

Auglýsing

Notuð voru gögn úr fyrstu við­tölum á COVID-19 göngu­deild Land­spít­ala við 1.761 sjúk­ling með COVID-19 sem fylgt var eftir af spít­al­an­um. Reiknuð var tíðni reyk­inga, rafrettu­notk­unar og und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóma í þessum hópi, eftir ald­urs­flokkum og klínískri flokkun lækna á alvar­leika sjúk­dóms­ein­kenna. Kannað var hvort munur væri á tíðni þess­ara áhættu­þátta milli ald­urs­hópa og milli ein­kenna­flokka.

Með­al­aldur sjúk­linga var 41 ár. Flestir sjúk­lingar voru á ald­urs­bil­inu 35 til 54 ára, eða 38 pró­sent. Fámenn­asti ald­urs­hóp­ur­inn var svo 18 ára og yngri, eða 10 pró­sent. Um 6 pró­sent sjúk­linga reyktu við grein­ingu og 4 pró­sent not­uðu rafrett­ur. Ein­ungis 8 pró­sent höfðu und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóm. Flestir sjúk­lingar voru með vægan COVID-19-­sjúk­dóm, eða 68 pró­sent. 22 pró­sent höfðu miðl­ungs­al­var­legan sjúk­dóm og 10 pró­sent voru með alvar­legan sjúk­dóm. 74 lögð­ust inn á sjúkra­hús, eða 4,2 pró­sent.

Kynja­hlut­fall var nokkuð jafnt í öllum ald­urs­hóp­um, þó var hlut­fall karla hæst í yngsta ald­urs­hópn­um, eða 54 pró­sent, og lægst í hópnum milli 35 og 54 ára, eða 47 pró­sent. Flestir reyktu í ald­urs­hópnum 35 til 54 ára, eða 7 pró­sent. Eng­inn undir 18 ára reykti. Flestir sem not­uðu rafrettur voru á aldr­inum 18 til 34 ára, eða 8 pró­sent. Hlut­fall sjúk­linga með lungna­sjúk­dóma við grein­ingu fór hækk­andi með hækk­andi aldri; frá 2 pró­sent í yngsta ald­urs­hópnum upp í 13 pró­sent meðal sjúk­linga yfir 55 ára, að því er fram kemur í grein­inni.

Sjúk­lingar með lungna­sjúk­dóma með alvar­legri ein­kenni við grein­ingu COVID-19

„Nið­ur­stöður okkar benda til þess að sjúk­lingar með lungna­sjúk­dóma séu með alvar­legri ein­kenni við grein­ingu. Við túlkun þess­ara nið­ur­staða er rétt að hafa í huga að það voru fáir í yngri ald­urs­hópum sem voru með und­ir­liggj­andi lungna­sjúk­dóm. Þær rann­sóknir sem þegar hafa verið birtar um áhrif lungna­sjúk­dóma á gang COVID-19 sjúk­dóms eru ólíkar þess­ari rann­sókn. Ann­ars vegar voru þessar rann­sóknir gerðar á inniliggj­andi sjúk­lingum og hins vegar er verið að skoða áhrif lungna­sjúk­dóma á afdrif sjúk­linga en ekki á alvar­leika ein­kenna við grein­ing­u,“ segir í grein­inni.

Rann­sókn sem gerð var á inniliggj­andi sjúk­lingum víðs­vegar um Kína sýndi fram á að lang­vinn lungna­teppa er áhættu­þáttur fyrir alvar­legri COVID-19 sjúk­dómi, það er þörf fyrir inn­lögn á gjör­gæslu eða önd­un­ar­vél­ar­stuðn­ing eða and­lát af völdum sjúk­dóms­ins, að því er fram kemur í rann­sókn­inni.

„Að síð­ustu ber að hafa í huga að þær nið­ur­stöður sem hér birt­ast eru án til­lits til blönd­un­ar­þátta. Þannig gætu til dæmis tengsl reyk­inga við marga áhættu­þætti alvar­legs COVID-19-­sjúk­dóms valdið því að fólk sem reykir hafi síður útsett sig fyrir smiti en aðr­ir. Þó eru ótví­ræðir styrk­leikar nið­ur­staðn­anna til staðar því að gögnum þess­arar rann­sóknar var safnað á sam­ræmd­an, fram­skyggnan hátt og þau ná til allra greindra COVID-19 til­fella í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins á Ísland­i,“ segir í grein­inni.

Hægt er að lesa grein­ina í Lækna­blað­inu í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent