Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi

Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Auglýsing

Sænsk sótt­varn­ar­yf­ir­völd gera ráð fyrir að fá bólu­efni gegn COVID-19 fyrir tvær millj­ónir Svía á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, en það jafn­gildir fimmt­ungi af mann­fjöld­an­um. Svíar hafa milli­göngu um kaup Íslend­inga á bólu­efni, en búist er við því að þrír fjórðu Íslend­inga muni verða bólu­settir á fyrsta fjórð­ungi næsta árs.

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í sænska rík­is­út­varp­inu SVT í gær hefur sænska land­lækn­is­emb­ættið skil­greint áhættu­hópa sem munu hafa for­gang að bólu­efn­inu. Í fyrsta for­gangs­flokki eru 570 þús­und manns, en sá flokkur inni­heldur heil­brigð­is­starfs­fólk og gam­alt fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Heilt yfir eru þó 2,6 millj­ónir Svía flokk­aðar í áhættu­hópum gegn veirunni og hafa þeir því ein­hvern for­gang. 

Hefj­ast í jan­úar en taka tíma

Johan Carl­son, land­læknir Sví­þjóð­ar, sagði í við­tali við SVT að bólu­setn­ing­arnar hjá fólki í þessum áhættu­hópum geti haf­ist strax í jan­úar á næsta ári, en nokkra mán­uði þurfi þar til allir innan þess­ara hópa gætu fengið bólu­efni. Á fyrsta fjórð­ungi næsta árs er búist við að fjórar millj­ónir skammta muni koma til lands­ins og verður það nóg til að bólu­setja tvær millj­ónir Sví­a. 

Auglýsing

Íbúa­fjöldi Sví­þjóðar nær rétt rúmum tíu millj­ón­um, þannig að ein­ungis er búist við að um fimmt­ungur þeirra verði bólu­settur á næsta árs­fjórð­ungi. Þetta er nokkru minna en stjórn­völd hér­lendis von­ast til að náist á sama tíma, en heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnti fyrr í vik­unni að vonir standi til þess að 75 pró­sent þjóð­ar­innar verði bólu­sett innan næstu fjög­urra mán­aða. 

Bólu­efnið sem Íslend­ingar munu fá mun koma frá Sví­þjóð, þar sem landið hefur ákveðið að fram­selja bólu­efni sem það fær frá Evr­ópu­sam­band­inu til aðild­ar­ríkja Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Auk Íslands fá því Nor­egur og Liechten­stein einnig bólu­efni frá Evr­ópu­sam­band­inu með milli­göngu Sví­þjóð­ar. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent