Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi

Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Auglýsing

Sænsk sótt­varn­ar­yf­ir­völd gera ráð fyrir að fá bólu­efni gegn COVID-19 fyrir tvær millj­ónir Svía á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, en það jafn­gildir fimmt­ungi af mann­fjöld­an­um. Svíar hafa milli­göngu um kaup Íslend­inga á bólu­efni, en búist er við því að þrír fjórðu Íslend­inga muni verða bólu­settir á fyrsta fjórð­ungi næsta árs.

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í sænska rík­is­út­varp­inu SVT í gær hefur sænska land­lækn­is­emb­ættið skil­greint áhættu­hópa sem munu hafa for­gang að bólu­efn­inu. Í fyrsta for­gangs­flokki eru 570 þús­und manns, en sá flokkur inni­heldur heil­brigð­is­starfs­fólk og gam­alt fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Heilt yfir eru þó 2,6 millj­ónir Svía flokk­aðar í áhættu­hópum gegn veirunni og hafa þeir því ein­hvern for­gang. 

Hefj­ast í jan­úar en taka tíma

Johan Carl­son, land­læknir Sví­þjóð­ar, sagði í við­tali við SVT að bólu­setn­ing­arnar hjá fólki í þessum áhættu­hópum geti haf­ist strax í jan­úar á næsta ári, en nokkra mán­uði þurfi þar til allir innan þess­ara hópa gætu fengið bólu­efni. Á fyrsta fjórð­ungi næsta árs er búist við að fjórar millj­ónir skammta muni koma til lands­ins og verður það nóg til að bólu­setja tvær millj­ónir Sví­a. 

Auglýsing

Íbúa­fjöldi Sví­þjóðar nær rétt rúmum tíu millj­ón­um, þannig að ein­ungis er búist við að um fimmt­ungur þeirra verði bólu­settur á næsta árs­fjórð­ungi. Þetta er nokkru minna en stjórn­völd hér­lendis von­ast til að náist á sama tíma, en heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnti fyrr í vik­unni að vonir standi til þess að 75 pró­sent þjóð­ar­innar verði bólu­sett innan næstu fjög­urra mán­aða. 

Bólu­efnið sem Íslend­ingar munu fá mun koma frá Sví­þjóð, þar sem landið hefur ákveðið að fram­selja bólu­efni sem það fær frá Evr­ópu­sam­band­inu til aðild­ar­ríkja Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Auk Íslands fá því Nor­egur og Liechten­stein einnig bólu­efni frá Evr­ópu­sam­band­inu með milli­göngu Sví­þjóð­ar. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent