Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi

Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Auglýsing

Sænsk sótt­varn­ar­yf­ir­völd gera ráð fyrir að fá bólu­efni gegn COVID-19 fyrir tvær millj­ónir Svía á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, en það jafn­gildir fimmt­ungi af mann­fjöld­an­um. Svíar hafa milli­göngu um kaup Íslend­inga á bólu­efni, en búist er við því að þrír fjórðu Íslend­inga muni verða bólu­settir á fyrsta fjórð­ungi næsta árs.

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í sænska rík­is­út­varp­inu SVT í gær hefur sænska land­lækn­is­emb­ættið skil­greint áhættu­hópa sem munu hafa for­gang að bólu­efn­inu. Í fyrsta for­gangs­flokki eru 570 þús­und manns, en sá flokkur inni­heldur heil­brigð­is­starfs­fólk og gam­alt fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Heilt yfir eru þó 2,6 millj­ónir Svía flokk­aðar í áhættu­hópum gegn veirunni og hafa þeir því ein­hvern for­gang. 

Hefj­ast í jan­úar en taka tíma

Johan Carl­son, land­læknir Sví­þjóð­ar, sagði í við­tali við SVT að bólu­setn­ing­arnar hjá fólki í þessum áhættu­hópum geti haf­ist strax í jan­úar á næsta ári, en nokkra mán­uði þurfi þar til allir innan þess­ara hópa gætu fengið bólu­efni. Á fyrsta fjórð­ungi næsta árs er búist við að fjórar millj­ónir skammta muni koma til lands­ins og verður það nóg til að bólu­setja tvær millj­ónir Sví­a. 

Auglýsing

Íbúa­fjöldi Sví­þjóðar nær rétt rúmum tíu millj­ón­um, þannig að ein­ungis er búist við að um fimmt­ungur þeirra verði bólu­settur á næsta árs­fjórð­ungi. Þetta er nokkru minna en stjórn­völd hér­lendis von­ast til að náist á sama tíma, en heil­brigð­is­ráðu­neytið til­kynnti fyrr í vik­unni að vonir standi til þess að 75 pró­sent þjóð­ar­innar verði bólu­sett innan næstu fjög­urra mán­aða. 

Bólu­efnið sem Íslend­ingar munu fá mun koma frá Sví­þjóð, þar sem landið hefur ákveðið að fram­selja bólu­efni sem það fær frá Evr­ópu­sam­band­inu til aðild­ar­ríkja Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Auk Íslands fá því Nor­egur og Liechten­stein einnig bólu­efni frá Evr­ópu­sam­band­inu með milli­göngu Sví­þjóð­ar. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent