Gylfi Zoega: Fjórþætt óvissa framundan

Bóluefni gegn COVID-19 er innan seilingar en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif það mun hafa á þjóðarbúið. Gylfi Zoega segir ekki hægt að stóla fyrst og fremst á ferðaþjónustu til framtíðar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Góðar fréttir af bólu­efni gegn COVID-19 geta haft ýmis áhrif á efna­hags­líf­ið, m.a. á gengi hluta­bréfa og á krón­una vegna vænt­inga um að ferða­þjón­ustan muni brátt taka við sér á ný. En þegar búið verður að bólu­setja þorra þjóð­ar­innar verður fyrir hendi óvissa um hvað ger­ist.



Þetta sagði Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Hann fór yfir fjóra óvissu­þætti sem framundan eru.



Í fyrsta lagi er að sögn Gylfa óvissa um hversu margir erlendir ferða­menn munu koma hingað á næsta ári því ómögu­legt sé að segja á þess­ari stundu hvaða áhrif far­ald­ur­inn og tak­mark­anir vegna hans muni hafa á áhuga fólks til að ferð­ast til ann­arra landa yfir höf­uð.

Auglýsing



En áhrifin á þjóð­ar­búið munu líka stýr­ast af því hversu mikið Íslend­ingar eiga eftir að ferð­ast til útlanda. „Það sem hjálp­aði okkur í sumar er að þessi kaup­máttur var læstur inni í land­inu og hélt líf­inu í mörgum atvinnu­grein­um,“ segir Gylfi. „En segjum sem svo að Íslend­ingar verði bólu­settir fyrr en stærri þjóðir og þeir ein­fald­lega fari, þá höfum við hvorki erlenda ferða­menn né inn­lenda sem er ekki gott fyrir atvinnu­líf­ið.“



Gylfi segir að svo bæt­ist við þriðji óvissu­þátt­ur­inn sem sé sá flókn­asti. „At­vinnu­líf hefur verið að breyt­ast síð­ustu ára­tugi með bættri tækni. Líf okkar er að breyt­ast ár frá ári og það virð­ist vera eins og COVID hafi flýtt þessum breyt­ingum mjög mik­ið. Líf okkar hefur breyst á örfáum mán­uðum sem hefði ann­ars gerst á mörgum árum.“ Hann nefnir fjar­vinnu í þessu sam­bandi og vís­bend­ingar erlendis frá um breyttar áherslur t.d. í hvar fólk velji að búa.



Gylfi segir að þótt jafn­vægi verði í ann­ars vegar ferðum útlend­inga hingað og Íslend­inga til útlanda sé ekki hægt að segja hvaða áhrif þetta nýja ástand, þessi mögu­lega nýj lífs­stíll í sam­fé­lag­inu, muni hafa.



Fjórði óvissu­þátt­ur­inn snýst um efna­hags­á­standið fyrir COVID. „Það er ekki eins og það hafi allt verið í sóm­anum hér í febr­ú­ar,“ segir Gylfi. Atvinnu­leysi sé nú 10 pró­sent en það var orðið 5 pró­sent fyrir COVID og hafði þá farið hækk­andi frá sumr­inu 2018. Gylfi segir að ef far­sóttin hefði ekki komið til væri ekki þar með sagt að engin nið­ur­sveifla hefði orð­ið. Mörg fyr­ir­tæki, sem voru farin að eiga erfitt í byrjun árs, hefðu vænt­an­lega sagt upp fólki og hætt starf­semi.

Sár gætu mynd­ast



Gylfi segir að búið sé að rann­saka áhrif far­sótta fyrri tíma á efna­hags­lífið og að oft taki það hratt við sér. Sem dæmi tók hann að í kjöl­far spænsku veik­innar hafi orðið gríð­ar­leg upp­sveifla í Banda­ríkj­un­um. „Þannig að það er ekki ástæða til að búast við við­var­andi áhrifum [far­sótt­ar­inn­ar] nú en það er samt sár sem mynd­ast. Það eru fyr­ir­tæki sem detta út, það eru fyr­ir­tæki sem eru skuldugri núna en áður.“ Þá séu skuldir rík­is­sjóðs einnig að aukast. „En svo er það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við­kvæm­ustu þjóð­fé­lags­hóp­arn­ir, eins og krakkar í skól­um, sem missa nú eitt ár úr skóla, upp á þeirra félags­þroska og mennt­un. Þarna gæti verið að mynd­ast annað sár.“



Þannig að þegar „eðli­legt ástand“ næst, með til­komu bólu­efn­is, standa eftir meiri skuldir hins opin­bera og fyr­ir­tækja, atvinnu­leysi og mögu­leg áhrif á við­kvæma hópa í sam­fé­lag­inu.



„Far­sóttin lamar þær atvinnu­greinar sem krefj­ast þess að fólk hitt­ist. Þar er ferða­þjón­ust­an,“ segir Gylfi. En af því að hún barst svo aftur inn í landið í haust þá hafi öll menn­ing­ar­starf­semi, per­sónu­leg þjón­usta og annar rekstur líka orðið fyrir skelli.

Gylfi segir að búa þurfi til umhverfi þar sem einkaframtakið geti búið til fyrirtæki sem skapi mikið virði og góð störf. Mynd: Bára Huld Beck



Gylfi segir að það séu greinar sem hafi hagn­ast á ástand­inu. Það eru greinar sem eru að selja vörur sem Íslend­ingar hefðu ann­ars nálg­ast í útlöndum og greinar sem selja vörur sem Íslend­ingar sækj­ast nú eftir af því að þeir eru ekki að fara erlend­is. „Það hefur mynd­ast ann­ars konar hag­kerf­i,“ segir Gylfi. Almenn­ingur hafi eytt pen­ingum sínum í annað en áður, s.s. í þjón­ustu iðn­að­ar­manna, í bygg­inga­vöru­versl­unum og í fata­verslun inn­an­lands. „Það sem hefur komið í veg fyrir að aðrar greinar hafi orðið fyrir miklu áfalli er í fyrsta lagi það að þessir 200 millj­arðar sem Íslend­ingar eyddu erlendis árið 2019 hafa far­ið, ekki allir en eitt­hvað af þeim, í kaup á vörum og þjón­ustu hér inn­an­lands­.“  Þá hafi ríkið komið með veru­legt fram­lag til að bæta höggið hjá því fólki sem missti vinn­una. Það aftur örvar eft­ir­spurn eftir inn­lendri þjón­ustu og vör­um. Einnig hafi vaxta­lækk­anir haft mikil áhrif. Fólk hafi end­ur­fjár­magnað lánin sín.



Gylfi segir að margir bindi vonir við að hótel og veit­inga­staðir muni fyll­ast af erlendum ferða­mönnum í vor og sum­ar. „En næstu fimm ár er kannski ekki skyn­sam­legt að byggja á þess­ari grein.“



Hann segir ferða­þjón­ust­una hafa verið búhnykk og að gjald­eyr­ir­inn sem hún skap­aði hafi breytt stöðu íslensks efna­hags­lífs – borgað upp erlendar skuldir og fleira. „Þannig að þessi góða staða sem við höfum í dag er að stóru leyti og vegna þess­ara gjald­eyr­is­tekna sem þarna komu inn.“

Sam­keppni við lág­launa­lönd



Ókost­ur­inn við að byggja á ferða­þjón­ustu fyrst og fremst sé að í þeirri sam­keppni er verið að keppa við lág­launa­lönd. „Svo það að hafa ferða­þjón­ustu sem svo mik­il­væga grein í landi þar sem laun eru að með­al­tali mjög há, ójöfn­uður í alþjóð­legum sam­an­burði lít­ill, býður hætt­unni heim. Að það verði órói á vinnu­mark­aði, eins og við sáum, að fólk sem er í lág­launa­störfum í grein­inni er að bera sig saman við aðra. Síðan er samið um launa­hækk­an­ir. Þær launa­hækk­anir sem samið var um vorið 2019, ég tel alveg víst að þær kipptu grund­vell­inum undan rekstri veit­inga­staða í mið­bæn­um. Þetta eru ekki margar krónur en samt, ef þú ert að selja mál­tíðir til að greiða starfs­fólk­inu þá þarftu að selja svo mikið til að hafa upp í þennan kostn­að.“



Þannig að það að stóla fyrst og fremst á ferða­þjón­ustu til fram­tíðar er ekki skyn­sam­legt að hans sögn. „Það væri mjög gagn­legt að það væri horft aðeins lengra fram í tím­ann og sjá hvernig fyr­ir­tæki eiga að þríf­ast hérna og búa til ein­hverja umgjörð, þar sem passað er upp á mennta­kerf­ið, fjár­mögnun fyr­ir­tækja. Þannig að einka­fram­takið búi til fyr­ir­tæki sem eru búa til mikið virði og góð störf. En ekki bara láta hlut­ina ger­ast.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent