Trump hringdi í ríkisstjórann og hvatti til aðgerða til að ógilda sigur Bidens

Á föstudag tapaði kosningateymi Donalds Trump málum í sex ríkjum Bandaríkjanna. Á laugardag hringdi forsetinn í einn ríkisstjórann og bað hann um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í hag.

Donald Trump á kosningafundi í Georgíu í október.
Donald Trump á kosningafundi í Georgíu í október.
Auglýsing

Don­ald Trump hringdi í rík­is­stjóra Georgíu í gær­morgun og hvatti hann til að grípa til aðgerða svo ógilda mætti sigur Joe Bidens í rík­inu. „Ef við sigrum í Georgíu mun allt annað ganga eft­ir,“ skrif­aði Trump á Twitter í gær. „Ég mun auð­veld­lega vinna í Georg­íu“ ef Brian Kemp rík­is­stjóri leyfir ein­falda end­ur­skoðun und­ir­skrifta“ skrif­aði for­set­inn einnig og bætti við: „Hvers vegna segir þessi „repúblikani“ nei?“

Í sím­tal­inu bað Trump rík­is­stjór­ann Brian Kemp, sem er repúblikani, um að fyr­ir­skipa end­ur­skoðun á und­ir­skriftum póst­at­kvæða. Um er að ræða enn ein per­sónu­leg afskipti for­set­ans af kosn­ing­unum sem fram fóru í byrjun nóv­em­ber. 

Auglýsing

Í frétt Was­hington Post um málið er haft eftir nafn­lausum heim­ild­ar­mönnum að í sím­tal­inu hafi Trump þrýst á Kemp að boða til sér­staks þing­fundar þar sem þing­menn myndu ógilda nið­ur­stöður kosn­ing­anna og velja kjör­menn sem myndu styðja Trump í kjör­manna­ráð­in­u. Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins hafn­aði Kemp beiðni for­set­ans enda hefur hann ekki vald til að krefj­ast end­ur­skoð­unar á kjör­seðl­unum þó að hann hafi opin­ber­lega sagst styðja slíka skoð­un. 

Tals­maður rík­is­stjór­ans stað­festir að hann hafi rætt við Trump í síma. 

Kosn­ingateymi Trumps höfð­aði í kjöl­far kosn­ing­anna mál í mörgum ríkjum þar sem það taldi svindl hafa átt sér stað. Á föstu­dag tap­aði teymið slíkum málum í sex ríkj­um, m.a. í Arizona og Nevada. 

Trump er sagður sér­stak­lega ósáttur við kosn­inga­úr­slitin í Georgíu og í frétt Was­hington Post segir að hann hafi reiðst mjög er yfir­völd þar stað­festu sigur Bidens. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent