Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu

Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi sínu um Hálend­is­þjóð­garð á Alþingi í gær og gekk málið til nefndar í kjöl­far umræðu sem stóð til mið­nætt­is. Ólík sjón­ar­mið þing­manna voru viðruð í ræðu­stól Alþing­is, eins og við mátti búast og nokkuð hart tek­ist á.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær­kvöldi hélt for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son, inn­blásna ræðu um mál­ið, en hann hefur setið í þverpóli­tískri nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs fyrir hönd Vinstri grænna.

Nefndin hafði í meg­in­dráttum það hlut­verk að setja fram til­lögur að útfærslu þjóð­garðs­ins, þ.e. skil­greina mörk, leggja línur um fyr­ir­komu­lag og áherslur sem útfærðar yrðu í laga­frum­varpi um þjóð­garð­inn. Nefndin skil­aði skýrslu fyrir rösku ári síð­an, sem allir póli­tískt skip­aðir nefnd­ar­menn und­ir­rit­uðu nema full­trúi Mið­flokks­ins.

Í starfi þess­arar nefndar voru haldnir tugir kynn­ing­ar- og sam­ráðs­funda með hags­muna­að­il­um, sveit­ar­fé­lögum og fleirum, víða um land. Sömu­leiðis stóð yfir sam­ráðs­ferli jafn­óðum og nefndin starf­aði í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þangað sem 122 umsagnir bár­ust í heild­ina við ein­staka þætti vinn­unn­ar. 

Auglýsing

Sjö­tíu og tvær umsagnir bár­ust svo um frum­varps­drögin þegar þau lágu frammi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ljóst er að margir hafa skoð­anir á útfærsl­unni og ekki allir eru sáttir með það verði sam­þykkt í óbreyttri mynd.

Und­ir­skriftum er nú safnað á net­inu gegn öllum áformum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins hefur verið sett upp upp­lýs­inga­síða þar sem algengum spurn­ingum um stofnun hálend­is­þjóð­garðs og það sem felst í frum­varp­inu er svar­að.

Stein­grímur sagð­ist í ræðu sinni í gær trúa því að hægt yrði að breikka stuðn­ing um þjóð­garð­inn í með­förum þings­ins en sagð­ist að sama skapi ekki vera á þeirri skoðun að sá minni­hluti sem væri á móti ætti að hafa neit­un­ar­vald.

„Á ein­hver örlít­ill grenj­andi minn­i­hluti að hafa neit­un­­ar­­vald um það að þjóðin megi stofna þennan þjóð­­garð sinn á sínu eigin land­i?“ spurði Stein­grímur og lagði áherslu á að ríkur vilji hefði mælst hjá almenn­ingi um að stofna ætti þjóð­garð á hálend­inu. En hvernig hafa við­horf almenn­ings til stofn­unar þjóð­garðs á mið­há­lend­inu mæl­st?

Lít­ill minni­hluti rétt­nefni hjá Stein­grími

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands fram­kvæmdi árið 2018 voru tæp 10 pró­sent lands­manna ýmist mjög eða frekar and­víg því að stofn­aður yrði mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur.

Tæp­lega 63 pró­sent sögð­ust frekar eða mjög hlynnt stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu og um 28 pró­sent sögð­ust ekki hafa á því skoðun sem hall­að­ist í aðra hvora átt­ina. Nánar má fræð­ast um nið­ur­stöður við­horfskönn­un­ar­innar í meist­ara­verk­efni Michaël Bis­hop í land- og ferða­mála­fræði, sem finna má á Skemm­unni.

Munur á milli við­horfa í höf­uð­borg og lands­byggðum

Meist­ara­verk­efni Bis­hop hverfð­ist um að draga fram við­horf þjóð­ar­innar til stofnun hálend­is­þjóð­garðs og kom í ljós í rann­sókn hans að mark­tækur munur var á við­horfum til stofn­unar þjóð­garð á meðal mis­mun­andi hópa í íslensku sam­fé­lagi.

Stuðn­ingur við stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs reynd­ist til dæmis meiri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­un­um, en um 71 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa sögð­ust styðja stofnun og um 47 pró­sent  íbúa í lands­byggð­un­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist and­staðan að sama skapi ein­ungis 6 pró­sent, en 17 pró­sent í lands­byggð­un­um.

Auk­inn stuðn­ingur frá fyrri könn­unum

Fyrri kann­anir sem gerðar hafa verið á við­horfum þjóð­ar­innar til stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs hafa einnig bent til þess að meiri­hluti lands­manna sé hlynntur hug­mynd­inni. Sá stuðn­ingur hefur farið vax­andi á und­an­förnum árum.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup frá árinu 2011 voru um 56 pró­sent þjóð­ar­innar hlynnt því að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu, en tæp 18 pró­sent lýstu sig and­víg slíkum hug­mynd­un­um. Þá, rétt eins og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 2018, var stuðn­ing­ur­inn mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Önnur könnun sem Gallup gerði árið 2015 sýndi að stuðn­ingur lands­manna við mið­há­lend­is­þjóð­garð var kom­inn yfir 61 pró­sent. Áfram mæld­ist stuðn­ing­ur­inn meiri á meðal íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en íbúa lands­byggð­anna.

Ekki full sátt um málið í þing­liði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú gengið til umræðu í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, sem áður seg­ir, en miðað við umræð­urnar í þing­inu í gær verða marg­vís­leg sjón­ar­mið uppi á borð­inu í starfi nefnd­ar­inn­ar.

Bæði þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja með Vinstri grænum í rík­is­stjórn, hafa lýst yfir efa­semdum um frum­varpið og gefið í skyn að þeir geti ekki stutt það í núver­andi mynd, þrátt fyrir að málið sé í stjórn­ar­sátt­mála flokk­anna þriggja og hafi verið sam­þykkt í rík­is­stjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar