Grenjandi minnihlutinn lætur í sér heyra og vantreystir ráðherra

Óánægja er á meðal ýmsra hópa vegna frumvarps umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð. Orð forseta Alþingis um að einungis „örlítill grenjandi minnihluti“ standi gegn málinu hafa verið prentuð á bílalímmiða.

Á samfélagsmiðlum má finna fjölmargar færslur þar sem fólk tjáir sig undir kassmerkinu #örlítillgrenjandiminnihluti
Á samfélagsmiðlum má finna fjölmargar færslur þar sem fólk tjáir sig undir kassmerkinu #örlítillgrenjandiminnihluti
Auglýsing

Hálf­gerð sam­fé­lags­miðla­bylt­ing virð­ist hafin í sam­fé­lagi íslenskra fjalla­manna. Á Face­book hafa fjöl­margir birt myndir af sér á ferð um hálendi Íslands og lýst yfir and­stöðu við frum­varp Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is­ráð­herra um Hálend­is­þjóð­garð. Allt er þetta gert undir kass­merk­inu #ör­lít­ill­grenj­andiminni­hlut­i. 

Nú þegar er búið er að fram­leiða lím­miða með íslenska fán­anum og þessu slag­orði, örlít­ill grenj­andi minni­hluti. Miðað við und­ir­tektir í umræðu­hópi fjalla­jeppa­manna á Face­book er þess ekki langt að bíða að lím­mið­inn skreyti aft­ur­stuð­ara eða bíl­rúður breyttra bíla í umferð­inni.

Með slag­orð­inu er vísað til orða Stein­gríms J. Sig­fús­sonar for­seta Alþing­is, sem féllu í þing­ræðu um frum­varpið á þriðju­dags­kvöld. Þar vís­aði hann til þess að víð­tækur almennur stuðn­ingur væri á meðal lands­manna við að gera mið­há­lendið að þjóð­garði, þrátt fyrir að lít­ill hluti væri því and­víg­ur.

Und­ir­skrifta­söfnun hefur verið í gangi und­an­farna daga gegn áformum um Hálend­is­þjóð­garð og hafa rúm­lega 11 þús­und manns sett nafn sitt á blað. Margir sem skrifa undir virð­ast hafa af því áhyggjur að stofnun þjóð­garðs muni þrengja að mögu­leikum þeirra til þess að ferð­ast að vild um hálend­ið.

Orð umhverf­is­ráð­herra um að þvert á móti sé með stofnun þjóð­garðs­ins verið að auka aðgengi þjóð­ar­innar að hálend­inu gera lítið til þess að sefa ótta sem sumir hafa, um að þegar og ef þjóð­garður verði stofn­aður muni ráð­herra hafa það á sínu valdi að loka svæðum fyrir umferð í nafni nátt­úru­vernd­ar.

Ráð­herra: „Ótt­ist eigi“

Guð­mundur Ingi sagði í Kast­ljósi á mið­viku­dags­kvöld að þing­menn Mið­flokks­ins hefðu farið með ítrek­aðar rang­færslur um málið í ræðu­stól þings­ins og sagð­ist setja spurn­inga­merki við það þegar komin væri „hálf­gerð upp­lýs­inga­óreiða inn í málið inni í sölum Alþing­is.“

Auglýsing

Í Kast­ljósi full­yrti Guð­mundur Ingi einnig að ekki væri verið að fara að loka hálend­inu fyrir fólki. 

„Þjóð­garðar eru einmitt til að færa nátt­úr­una að fólki, auka fræðslu um hana og auka aðgengi að henni. En það er vissu­lega stýr­ing og ég held að allir geti verið sam­mála um það að við þurfum að auka land­vörslu á þessum svæð­um, auka fræðsl­una, beina fólki á ákveðnar brautir innan þess­ara svæða til þess að draga úr álagi á nátt­úr­una. Fáir þekkja mörg þess­ara svæða betur heldur en einmitt fólkið sem býst nær þeim og fólkið sem hefur verið að ferð­ast hvað mest á hálend­inu, úti­vi­star­fólk.

Á sama tíma og ég skil að fólkið hafi áhyggjur af því að það sé verið að reyna að taka eitt­hvað af þeim þá segi ég, ótt­ist eigi, því það er ekki það sem verið er að gera með þessu,“ sagði ráð­herra. 

Sér­stök síða hefur verið sett upp af hálfu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins þar sem svör er að finna við algengum spurn­ingum um efni frum­varps­ins.

Ótt­ast að ráð­herra verði ráð­ríkur með reglu­gerðum

Kjarn­inn setti sig í sam­band við Krist­inn Snæ Sig­ur­jóns­son, sem kom und­ir­skrifta­söfn­un­inni gegn þjóð­garðs­á­formum af stað. Hví þessi and­staða?

„Í okkar huga er þetta frekar ein­falt. Það er verið að vera að vega að lands­mönnum með þessum áform­um,“ segir Krist­inn Snær þegar blaða­maður spyr. Hann útskýrir að því meira sem fólk kynni sér frum­varpið komi betur og betur í ljós „hvað ráð­herra á eftir að hafa mikil völd í þessu.“

Kristinn Snær Sigurjónsson.



„Að okkar mati er það ekki hægt í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi að einn maður geti ráðið svo miklu land­flæmi á þessu landi. Það er ekki boð­leg­t,“ segir Krist­inn. Hann bætir við að þegar farið sé yfir frum­varpið komi í ljós það sé ýmis­legt sem umhverf­is­ráð­herra hverju sinni sé ætlað að setja í reglu­gerð­ir. 

„Alls kyns mál sem skipta miklu máli og okkur finnst að ráð­herra einn ætti ekki að geta haft alvald um,“ bætir Krist­inn Snær við, en eitt af því sem helst brennur á þeim sem mót­mæla er kveðið á um í 18. gr. frum­varps­ins og að lýtur að umferð­ar­stýr­ingu í þjóð­garð­in­um.

„Í reglu­gerð sem ráð­herra setur skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð í Hálend­is­þjóð­garði, þ.m.t. tjöldun og umferð gang­andi, ríð­andi og hjólandi veg­far­enda, sem og um umferð vél­knú­inna öku­tækja, báta, skipa, loft­fara, flygilda og hvers konar ann­arra far­ar­tækja í þjóð­garð­in­um,“ segir um þetta í frum­varp­inu.

Ráð­herra með tengsl við „nátt­úru­vernd­ar-öfga­sam­tök“

Blaða­maður spurði hvort orð ráð­herr­ans dugi ekk­ert til að sefa ótta um að hann muni taka sér alræð­is­vald og loka svæðum ef honum dytti það í hug. Er ekki trú til staðar á því að mögu­legar lok­anir á ein­staka svæðum eða slóðum verði ein­ungis gerðar að ráð­legg­ingum þeirra sér­fræð­inga sem fylgj­ast með ástandi nátt­úr­unn­ar?

„Jú, eflaust verða þau með í ráð­um. En ráð­herra hefur loka­orð­ið. Eins og við vitum er hann tengdur hags­muna­sam­tök­um. Hann er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­verndar og þau teljast, því mið­ur, sem nátt­úru­vernd­ar-öfga­sam­tök,“ segir Krist­inn Snær.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.



„Það er alveg sama hvert maður horfir í sam­fé­lag­inu eða heim­inum að öfgar eru aldrei af hinu góða. Það er stað­an. Því miður erum við hrædd um það að þetta geri opnað á þann mögu­leika að öfga­kenndir stjórn­un­ar­hættir gætu orðið að veru­leika,“ bætir hann við. 

Hann full­yrðir að and­staðan við frum­varpið sé ekki lít­il, eins og sumir ráða­menn vilja meina, heldur mik­il.

„Ég er full­viss um það að þing­menn­irnir í Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki láta þetta ekki fara í gegn eins og þetta er. Við treystum algjör­lega á þá til þess að vera með fæt­urnar á jörð­inni í þessu máli,“ segir Krist­inn einnig.

Ýmsir sárir út í for­seta þings­ins

Krist­inn segir að margir hafi furðað sig á því að Stein­grímur J. hafi notað orð­færið „ör­lít­ill grenj­andi minni­hluti“ er hann tjáði sig um málið á þingi í vik­unn­i. 

Ein­hverjum hafi sárn­að, þrátt fyrir að síðan hafi vörn verið snúið í sókn með því að hefja umræður um málið undir áður­nefndu kass­merki.

Steingrímur J. Sigfússon. Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta er skandall að for­seti Alþingis láti svona út úr sér. Hann er í raun að gera lítið úr Alþingi með þessum ummæl­um. Hvernig eiga lands­menn að geta treyst þess­ari stofnun þegar for­seti Alþingis talar svona um hluta lands­manna? Og ekk­ert lít­inn hluta, þetta er mikið af fólki,“ segir Krist­inn.

„Bara almennt, að tala niður til ein­hvers ákveð­ins þjóð­fé­lags­hóps. Þetta er skandall og ekk­ert ann­að. Hann virð­ist ekki skamm­ast sín mikið fyrir þetta,“ bætir hann við.

Hefur ekki áhyggjur af fyr­ir­vörum við málið

Frum­varp um Hálend­is­þjóð­garð gekk til umhverf­is- og sam­göngu­nefndar þings­ins á þriðju­dags­kvöld og fram hefur komið að þing­flokkar bæði Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks hafa sett fyr­ir­vara við sam­þykkt þess í óbreyttri mynd.

Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra ráð­herra sagð­ist þó ekki hafa áhyggjur af því að þjóð­garðs­málið dag­aði uppi í nefnd­inni, er hann var spurður í Kast­ljósi hvort hann teldi lík­legt að það kæm­ist í gegnum þing­ið.

„Ég hef nú áður fengið fyr­ir­vara á mál sem ég hef farið með í þingið og við höfum leyst úr því. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Guð­mundur Ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent