Íþróttafélög fá launakostnað starfsmanna sem ekki mega vinna greiddan úr ríkissjóði

Ráðgert er að um hálfur milljarður króna renni til íþróttafélaganna í landinu vegna launagreiðslna til þjálfara og leikmanna á þeim tímabilum þar sem íþróttastarf liggur niðri vegna sóttvarnaráðstafanna. Greiðslur munu einnig ná til verktaka.

Íþróttamannvirki í Laugardalnum. Ríkissjóður mun bæta félögum hluta launakostnaðar á tímabilum þar sem bannað hefur verið að stunda íþróttir vegna sóttvarnaráðstafana.
Íþróttamannvirki í Laugardalnum. Ríkissjóður mun bæta félögum hluta launakostnaðar á tímabilum þar sem bannað hefur verið að stunda íþróttir vegna sóttvarnaráðstafana.
Auglýsing

Íþrótta­fé­lögin í land­inu munu fá sér­stakan fjár­stuðn­ing til að standa straum af launa­greiðslum bæði verk­taka og hefð­bund­inna launa­manna sem ekki geta stundað störf sín vegna opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana, sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar við frum­varp félags- og barna­mála­ráð­herra um greiðslur til íþrótta­fé­laga vegna launa­kostn­aðar á tímum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Aðal­breyt­ingin frá upp­runa­legu frum­varpi er sú að íþrótta­fé­lögin í land­inu fái fé úr rík­is­sjóði til að greiða allt 70 pró­sent af reikn­ingum hvers verk­taka sem starfar fyrir félag­ið, til dæmis við þjálfun eða keppni í íþrótt­um, á því tíma­bili sem starf­semi íþrótta­fé­laga liggur niðri vegna opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana, frá 1. októ­ber 2020 til 30. júní 2021.

Í upp­haf­legu frum­varpi ráð­herra var ekki gert ráð fyrir því að félög fengju greiðslur fyrir launa­kostnað starfs­manna sem vinna í verk­töku, heldur ein­ungis hefð­bundna launa­menn. 

Auglýsing

Í starfi vel­ferð­ar­nefndar kom hins vegar fram að í um 20-30 pró­sent til­fella væru þjálf­arar og aðrir sem sinna íþrótta­starfi hluta­starfs­menn sem fái verk­taka­greiðsl­ur. Þótti nefnd­inni mik­il­vægt að frum­varpið næði til allra starfs­manna íþrótta­fé­laga.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar áréttar sér­stak­lega í nefnd­ar­á­liti sínu að þessu frum­varpi er ekki ætlað að ná til þeirra launa­manna íþrótta­fé­laga sem starfað hafa í ótíma­bundnum störf­um, sem reglu­gerðir heil­brigð­is­ráð­herra sem tak­mörk­uðu íþrótta­starf höfðu ekki áhrif á, svo sem skrif­stofu­fólks.

Gert ráð fyrir 470 millj­óna kostn­aði

Í upp­haf­legu mati á áhrifum frum­varps­ins var gert ráð fyrir að greiðslur til íþrótta­fé­laga vegna launa­kostn­aðar myndu nema um 500 millj­ónum króna vegna tíma­bils­ins 1. októ­ber 2020 til 30. júní 2021. Í því mati var gengið út frá þvi að íþrótta­starf myndi ekki þurfa að sæta eins miklum tak­mörk­unum eftir ára­mót og það hefur gert í haust.

Í breyt­inga­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar við fjár­lög árs­ins 2021 var gert ráð fyrir 470 milljón króna útgjöldum „til stuðn­ings íþrótta­fé­lögum vegna rekstr­ar­út­gjalda á því tíma­bili sem sam­komu­tak­mark­anir koma í veg fyrir eðli­lega starf­semi félag­anna.“

Allt skipu­lagt íþrótta­starf lá niðri um hríð eftir að hertar sótt­varna­ráð­staf­anir yfir­valda tóku gildi, einnig hjá börn­um. Síðan hefur börnum 15 ára og yngri verið leyft að æfa á ný, en þeir sem eldri eru sátu eftir í þeim til­slök­unum sem kynntar voru í síð­ustu viku. 

Nú er staðan sú að ein­ungis íþróttalið sem keppa í efstu deildum hafa heim­ild til þess að æfa, auk þess sem afrek­s­í­þrótta­fólk í ein­stak­lings­í­þróttum má stunda sitt sport. Öll íþrótta­keppni full­orð­inna í land­inu er enn óheim­il.

Vill sjá ríkið taka meira undir með félög­unum

Í breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar kemur fram að lagt sé að ríkið greiði 70 pró­sent af launum verk­taka til þess að ekki gæti mis­ræmis milli þeirrar upp­hæðar sem ríkið greiði íþrótta­fé­lagi fyrir launa­mann í starfi og fyrir verk­taka í starfi.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck

Þar sem launa­greið­anda sé skylt að greiða launa­tengd gjöld launa­manns, eins og iðgjöld líf­eyr­is­sjóðs, trygg­inga­gjald og sjúkra­sjóð, á meðan að verk­taki greiðir slík gjöld sjálf­ur, þótti meiri­hlut­anum rétt að miða við 70 pró­sent greiðslur til launa­manna. 

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar vill ganga lengra í greiðslum til íþrótta­fé­lag­anna. Hún leggur til í eigin breyt­ing­ar­til­lögu að ríkið taki á sig greiðslur bæði launa og launa­tengdra gjalda launa­manna og að 90 pró­sent af greiðslum íþrótta­fé­laga til verk­taka á meðan íþrótta­starf er bannað komi úr rík­is­sjóði.

Sumir for­eldrar hugsi

Kjarn­inn hefur að und­an­förnu fengið nokkrar ábend­ingar frá for­eldrum barna sem eru í skipu­lögðu íþrótta­starfi þess efnis að íþrótta­fé­lög sem hafa ekki getað boðið upp á æfingar sem búið var að greiða fyrir í haust hygg­ist ekki end­ur­greiða æfinga­gjöld, þrátt fyrir að sú þjón­usta sem greitt hafi verið fyrir hafi ekki verið veitt.

Blaða­maður beindi fyr­ir­spurn til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins 18. nóv­em­ber sl. og spurði hvort ein­hverrar stefnu­mörk­unar væri að vænta um hvernig skyldi fara með slík mál, en svör hafa ekki borist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent