Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara

Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að í lögum um dóm­stóla frá árinu 2016 sé að finna þá meg­in­reglu að dóm­arar skuli ekki sinna öðrum störfum sam­hliða störfum sínum sem dóm­ar­ar, fást dóm­arar lands­ins við ýmis­legt annað en ein­göngu að dæma við dóm­stól­ana, eins og má sjá í skrá yfir auka­störf dóm­ara á vef dóm­stól­anna.

Fjallað er um þessi auka­störf dóm­ara í grein í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins, félags­riti Lög­manna­fé­lags Íslands (LM­FÍ). Berg­lind Svav­ars­dóttir for­maður félags­ins segir við Kjarn­ann það hafi komið stjórn félags­ins ögn á óvart hve víð­tæk þátt­taka dóm­ara í öðrum störfum er.

Í því ljósi kann­aði stjórn LMFÍ hvort nefnd um dóm­ara­störf teldi gild­andi reglur um auka­störf dóm­ara sam­ræm­ast kröfum sem gerðar eru, m.a. í stjórn­ar­skrá, lögum og siða­reglum dóm­ara, um sjálf­stæði og óhæði dóm­ara. Bréfa­skipti á milli félags og nefndar eru rakin í Lög­manna­blað­inu.

Auglýsing

Þar segir að nefndin hafi vísað til þess í svari sínu að þegar lögum um dóm­stóla var breytt árið 2016 hefði það meðal ann­ars verið mark­mið lög­gjafans að breyta þeirri ára­tuga­löngu fram­kvæmd að dóm­arar sinntu marg­vís­legum auka­störf­um. 

Þó kemur fram að nefndin hafi fengið mis­vísandi skila­boð frá Alþingi, þar sem það hafi komið fram í nefnd­ar­á­liti með frum­varp­inu að meg­in­reglan um að dóm­arar skuli ekki sinna auka­störfum ætti þó ekki að koma í veg fyrir að fram­kvæmda­valdið gæti notið reynslu og þekk­ingar dóm­ara við und­ir­bún­ing lög­gjafar og þá gæti seta dóm­ara í úrskurð­ar­nefndum einnig komið til greina í ein­hverjum til­vik­um.

Sjálf­stæði dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi

Berg­lind segir að afstaða LMFÍ til þess­ara mála byggi á því að ­sjálf­stætt dóms­vald og sjálf­stæði sér­hvers dóm­ara í starfi sé for­senda rétt­látrar máls­með­ferðar og rétt­ar­rík­is­ og skýr skil skuli vera á milli dóms­valds­ins ann­ars vegar og fram­kvæmda­valds­ins og lög­gjaf­ar­valds­ins hins veg­ar, ekki síst til að koma í veg fyrir van­hæfi dóm­ara vegna auka­starfa sem þeir gegna. Því skuli túlka heim­ildir dóm­ara til að sinna auka­störfum þröngt.

Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ.

Lög­manna­fé­lag Íslands hefur komið athuga­semdum á fram­færi til bæði Dóm­ara­fé­lags Íslands og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna auka­starf­anna, en þær athuga­semdir lúta til dæmis að setu dóm­ara í úrskurð­ar- og kæru­nefndum og því að dóm­arar séu fengnir til þess að sinna gerð lög­fræði­legra álits­gerða fyrir fram­kvæmda­vald­ið.

Berg­lind segir að seta dóm­ara í stjórn­sýslu­nefndum orki tví­mæl­is, þar sem úrskurðir og afgreiðslur slíkra nefnda geti jú komið til kasta dóm­stóla síðar meir. Þá sé ákveðin hætta á van­hæfi dóm­ara til stað­ar.

Sam­krull aka­demíu og dóm­stóla „eit­ur“ ­fyrir gagn­rýna umfjöllun um dóm­stól­ana

Auk þeirra sjón­ar­miða um sjálf­stæði dóm­ara gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi sem stjórn LMFÍ hefur bent á og spurst fyrir um eru einnig sjón­ar­mið uppi innan háskóla­sam­fé­lags­ins þess efnis að það sé jafn­vel bein­línis skað­legt að starf­andi dóm­arar séu í akademískum stöðum við laga­deild­ir. 

Það er sagt hafa heft­andi áhrif á gagn­rýna umfjöllun um störf dóm­stól­anna og dóma þeirra innan laga­deild­anna, en það er nokkuð sér­-­ís­lenskt fyr­ir­bæri að starf­andi dóm­arar séu sam­hliða með fastar stöður við háskóla.

Einn lög­fræð­ingur í aka­dem­í­unni, sem ekki vill láta nafns síns get­ið, segir að þetta hafi verið rætt á meðal lög­fræð­inga. Fáir séu hins vegar til­búnir til þess að ræða þessi mál opin­ber­lega, ýmist af ótta við afleið­ing­arnar eða af því að þeir séu í óþægi­legri stöðu til þess.

Rúmur tugur starfandi dómara er einnig í akademískum stöðum. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRúmur tugur starf­andi íslenskra dóm­ara er einnig í akademískum stöð­um, nær allir við laga­deild Háskóla Íslands­. Fjórir af sjö dóm­urum við Hæsta­rétt Íslands eru til dæmis í dag akademískir starfs­menn við Háskóla Íslands. 

Bene­dikt Boga­son for­seti Hæsta­réttar er til dæmis í 49 pró­sent starfs­hlut­falli sem pró­fessor ofan á 100 pró­sent starf sitt við dóm­stól­inn og Karl Axels­son er í 20 pró­sent dós­ents­stöðu.

Þá eru þær Ása Ólafs­dóttir og Björg Thoraren­sen, sem nýlega voru skip­aðar í emb­ætti, báðar í pró­fess­ors­stöðu við laga­deild­ina, en sam­kvæmt því sem fram kemur í skrá yfir auka­störf dóm­ara verða þær í þeim stöðum fram á næsta sum­ar.

Líkt og ef ráð­herrar væri með stöður við stjórn­mála­fræði­deild

„Með þessu móti hafa dóm­arar óeðli­lega mikil ítök í laga­kennslu og rann­sóknum hér­lend­is,“ segir fræði­mað­ur­inn og bætir við að það fyr­ir­komu­lag að starf­andi dóm­arar séu í föstum akademískum stöðum sé „eit­ur“ fyrir gagn­rýna umfjöllun á störf dóm­stól­anna og dóma þeirra og skapi þannig aðhalds­leysi gagn­vart dóm­stól­un­um.

„Það er eitt að þeir séu að koma inn með eitt og eitt erindi í kennslu en að þeir séu upp í 49 pró­sent stöðu eins og Bene­dikt Boga­son er nokkuð sér­stakt,“ segir lög­fræð­ing­ur­inn, sem líkir þessu fyr­ir­komu­lagi við það að ráð­herrar væru með akademískar stöður við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands. 

Þessi staða skapi ein­kenni­legt and­rúms­loft varð­andi það hvað þyki æski­legt og hvað ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent