Stefán Ólafs, Ásta Guðrún og Nicole Leigh á meðal frambjóðenda Samfylkingarinnar

Samfylkingin er búin að birta lista yfir þá einstaklinga sem gætu endað á listum flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Þar má finna nokkur óvænt nöfn einstaklinga sem ekki höfðu þegar boðað að þeir ætluðu fram fyrir flokkinn.

Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin hefur birt lista yfir þá ein­stak­linga sem gefa kost á sér til þess að taka sæti á fram­boðs­listum flokks­ins í Reykja­vík. Alls eru fram­bjóð­end­urnir 49 tals­ins.

Nokkur nöfn koma á óvart á list­an­um, en þar má meðal ann­arra finna Stefán Ólafs­son pró­fessor og sér­fræð­ing hjá Efl­ingu, Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur alþing­is­mann, Karl Th. Birg­is­son blaða­mann og Nicole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­mann Bjartrar fram­tíð­ar.

Einnig er Ásta Guð­rún Helga­dóttir fyrr­ver­andi þing­maður Pírata á list­anum og sömu­leiðis Inga Auð­björg Straum­land for­maður Sið­mennt­ar. Þess má geta að hún eig­in­kona Helga Hrafns Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata.

Auglýsing

Hjálmar Sveins gefur kost á sér í lands­málin

Nokkrir úr borg­ar­stjórn­ar­flokki Sam­fylk­ing­ar­innar eru á list­an­um, en borg­ar­full­trú­arnir Hjálmar Sveins­son og Ragna Sig­urð­ar­dóttir gefa bæði kost á sér auk vara­borg­ar­full­trú­anna Arons Leví Beck og Ellenar Calmon.

Báðir þing­menn flokks­ins í Reykja­vík, Ágúst Ólafur Ágústs­son og Helga Vala Helga­dótt­ir, gefa kost á sér til þess að vera áfram í far­ar­broddi fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík. Það gerir einnig Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem gekk í þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­innar í gær, en hún er þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og óljóst var þar til nú hvort hún hefði hug á að bjóða fram krafta sína í Reykja­vík­.

Tals­verður fjöldi fólks hafði þegar stað­fest að það ætl­aði að gefa kost á sér, þeirra á meðal Kristrún Frosta­dóttir aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka, Jóhann Páll Jóhanns­son fyrr­ver­andi blaða­maður á Stund­inni og Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu, félags fanga, svo nokkur séu nefnd.

Fram­boðs­könnun stendur yfir fram á sunnu­dag

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að halda próf­kjör í Reykja­vík fyrir kom­andi kosn­ing­ar, eins og áður hefur verið greint frá, heldur nota svo­kall­aða „­sænska leið“ við upp­still­ingu á lista. Hún felur í sér að flokks­fé­lagar geta lýst skoðun sinni á fram­bjóð­endum og hefst fram­boðs­könnun á net­inu síð­degis í dag og stendur fram á kom­andi sunnu­dag.

Í könn­un­inni velur hver og einn 5 til 10 fram­bjóð­endur með kjör­merk­inu X en ekki með tölu­gildum eins og algeng­ast er í próf­kjörum hér­lend­is. Þessar nið­ur­stöður verða svo kynntar upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins, en úrslitin verða ekki opin­beruð. Upp­still­ing­ar­ferlið á að hefj­ast strax að lok­inni fram­boðs­könn­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá full­trúa­ráði Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík. 

Búist er við að listar flokks­ins verði kynntir í febr­ú­ar.

Listi fram­bjóð­enda í heild

  • Aldís Mjöll Geirs­dótt­ir, for­seti Norð­ur­landa­ráðs æsk­unnar
  • Alex­andra Ýr van Erven, rit­ari Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Aron Leví Beck Rún­ars­son, mynd­list­ar­maður og vara­borg­ar­full­trúi
  • Auður Alfa Ólafs­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands
  • Axel Jón Ellen­ar­son
  • Ágúst Ólafur Ágústs­son, alþing­is­maður
  • Ásgeir Bein­teins­son, skóla­ráð­gjafi
  • Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, ráð­gjafi
  • Björn Atli Dav­íðs­son, lög­fræð­ingur
  • Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður efna­hags­nefndar Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Dag­finnur Svein­björns­son, for­stjóri Arctic Circle
  • Einar Kára­son, rit­höf­undur og vara­þing­maður
  • Ellen J. Calmon, vara­borg­ar­full­trúi
  • Eva H. Bald­urs­dótt­ir, lög­maður og jóga­kenn­ari – for­maður umhverf­is­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Finnur Birg­is­son, arki­tekt á eft­ir­launum
  • Fríða Braga­dóttir
  • Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Afstöðu
  • Gunnar Alex­ander Ólafs­son, heilsu­hag­fræð­ingur
  • Gunn­hildur Fríða Hall­gríms­dóttir
  • Halla Gunn­ars­dótt­ir, lyfja­fræð­ingur
  • Helga Vala Helga­dótt­ir, alþing­is­maður
  • Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi
  • Hlíf Steins­dótt­ir, aktí­visti og bar­áttu­kona 
  • Hlynur Már Vil­hjálms­son, stofn­andi Félags fóst­ur­barna og starfs­maður frí­stunda­heim­ilis
  • Hösk­uldur Sæmunds­son, leik­ari og mark­aðs­maður - for­maður atvinnu­vega­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Inga Auð­björg Straum­land, athafn­ar­stjóri og Kaospilot
  • Ingi­björg Gríms­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi hjá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar
  • Ída Finn­boga­dótt­ir, mann­fræð­ingur og deild­ar­stjóri á áfanga­heim­ili
  • Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður og stjórn­mála­hag­fræð­ingur
  • Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Almannaróms
  • Karl Th. Birg­is­son, blaða­maður
  • Kikka K. M. Sig­urð­ar­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari
  • Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur
  • Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í jafn­rétt­is­málum
  • Magnús Árni Skjöld Magn­ús­son, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Háskól­ann á Bif­röst - for­maður alþjóða­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Magnús Davíð Norð­dahl
  • Nichole Leigh Mosty, for­maður Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi og verk­efna­stjóri í Hverf­is­verk­efni Breið­holts
  • Nikólína Hildur Sveins­dótt­ir, vef­stjóri og fyrr­ver­andi for­seti UJ
  • Óskar Steinn Ómars­son, deild­ar­stjóri á leik­skóla
  • Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti Ungra jafn­að­ar­manna og borg­ar­full­rúi í Reykja­vík
  • Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, alþing­is­maður
  • Sig­fús Ómar Hösk­ulds­son, vara­for­maður SffR
  • Sonja Björg Jóhanns­dótt­ir, deild­ar­stjóri á leik­skóla - Bs. í sál­fræði
  • Stef­anía Jóna Niel­sen, sér­fræð­ingur á kjara­sviði Sam­eykis
  • Stefán Ólafs­son, pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi
  • Stein­unn Ása Þor­valds­dótt­ir, fjöl­miðla­kona
  • Stein­unn Ýr Ein­ars­dótt­ir, forman Kvenna­hreyf­ingar Sam­fylk­ing­ar­innar
  • Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri og verð­andi eldri borg­ari í starfs­þjálfun
  • Viktor Stef­áns­son, for­seti Hall­veigar – Ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík
  • Vil­borg Odds­dóttir
  • Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent