Stefán Ólafsson lætur af störfum hjá HÍ, hættir við framboð og fer í fullt starf hjá Eflingu

Prófessor í félagsfræði, sem hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands frá áriu 1970, hefur ákveðið að ráða sig í fullt starf hjá Eflingu. Hann er hættur við að sækjast eftir sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.

Stefán Ólafsson.
Stefán Ólafsson.
Auglýsing

Stefán Ólafs­son, pró­fessor í félags­fræði, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Háskóla Íslands eftir 40 ára starf innan skól­ans. 

Hann greinir frá ákvörð­un­inni í stöðu­upp­færslu á Face­book og segir þar að honum hafi verið boðið fullt starf hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi sem hann hafi ákveðið að þiggja. „Ég hef verið í hálfu starfi þar sem sér­fræð­ingur síðan 2018 og líkað afar vel að vinna með hinni nýju öfl­ugu  for­ystu sem þar ryður nýjar brautir inn í fram­tíð­ina.“

Stefán var ráð­inn í hálft starf hjá Efl­ingu í júní 2018 en það starf fól í sér umsjón með­ ­rann­­sókn­­ar-og ­grein­ing­­ar­vinnu auk þess sem hann hefur verið Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­­manni Efl­ing­ar, og stjórn félags­ins til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í kjara­­málum og á tengdum svið­­um.

Stefán tók síðar sæti í stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs, þriðja stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, fyrir hönd Efl­ing­ar. Hann er nú stjórn­ar­for­maður Gild­is. 

Auglýsing
Stefán lauk dokt­or­s­­prófi í félags­­fræði árið 1982 frá Oxfor­d-há­­skóla í Englandi og hefur verið fast­ráð­inn við Háskóla Íslands síðan 1970. Af ritum hans má nefna bæk­­urnar Hag­vöxtur og hug­­ar­far frá 1996 og Íslenska leiðin frá 1999 en nýjasta rit hans, samið með Arn­aldi Sölva Krist­jáns­­syni, er Ójöfn­uður á Íslandi sem kom út árið 2018. 

Hann skrifar reglu­lega greinar sem birt­ast á Kjarn­an­um. Sú síð­asta, sem birt­ist 12. des­em­ber, bar fyr­ir­sögn­ina „Neyð­ar­að­stoð til þeirra best sett­u!“ Þar spurði Stefán hvers vega verið væri að lækka skatta á vel stætt efna­fólk sem hefur aukið eignir sínar stór­lega á síð­ustu árum. 

Stefán var einnig á meðal þeirra 49 ein­stak­linga sem gáfu kost á sér á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík fyrir næstu þing­kosn­ing­ar, sem fram fara að óbreyttu í sept­em­ber á næsta ári. Stefán segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi dregið það fram­boð til baka í kjöl­far þess að hafa ráðið sig í fullt starf hjá Efl­ing­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent