Stefán Ólafsson lætur af störfum hjá HÍ, hættir við framboð og fer í fullt starf hjá Eflingu

Prófessor í félagsfræði, sem hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands frá áriu 1970, hefur ákveðið að ráða sig í fullt starf hjá Eflingu. Hann er hættur við að sækjast eftir sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.

Stefán Ólafsson.
Stefán Ólafsson.
Auglýsing

Stefán Ólafs­son, pró­fessor í félags­fræði, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Háskóla Íslands eftir 40 ára starf innan skól­ans. 

Hann greinir frá ákvörð­un­inni í stöðu­upp­færslu á Face­book og segir þar að honum hafi verið boðið fullt starf hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi sem hann hafi ákveðið að þiggja. „Ég hef verið í hálfu starfi þar sem sér­fræð­ingur síðan 2018 og líkað afar vel að vinna með hinni nýju öfl­ugu  for­ystu sem þar ryður nýjar brautir inn í fram­tíð­ina.“

Stefán var ráð­inn í hálft starf hjá Efl­ingu í júní 2018 en það starf fól í sér umsjón með­ ­rann­­sókn­­ar-og ­grein­ing­­ar­vinnu auk þess sem hann hefur verið Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­­manni Efl­ing­ar, og stjórn félags­ins til ráð­gjafar um stefn­u­­mótun í kjara­­málum og á tengdum svið­­um.

Stefán tók síðar sæti í stjórn Gildis líf­eyr­is­sjóðs, þriðja stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, fyrir hönd Efl­ing­ar. Hann er nú stjórn­ar­for­maður Gild­is. 

Auglýsing
Stefán lauk dokt­or­s­­prófi í félags­­fræði árið 1982 frá Oxfor­d-há­­skóla í Englandi og hefur verið fast­ráð­inn við Háskóla Íslands síðan 1970. Af ritum hans má nefna bæk­­urnar Hag­vöxtur og hug­­ar­far frá 1996 og Íslenska leiðin frá 1999 en nýjasta rit hans, samið með Arn­aldi Sölva Krist­jáns­­syni, er Ójöfn­uður á Íslandi sem kom út árið 2018. 

Hann skrifar reglu­lega greinar sem birt­ast á Kjarn­an­um. Sú síð­asta, sem birt­ist 12. des­em­ber, bar fyr­ir­sögn­ina „Neyð­ar­að­stoð til þeirra best sett­u!“ Þar spurði Stefán hvers vega verið væri að lækka skatta á vel stætt efna­fólk sem hefur aukið eignir sínar stór­lega á síð­ustu árum. 

Stefán var einnig á meðal þeirra 49 ein­stak­linga sem gáfu kost á sér á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík fyrir næstu þing­kosn­ing­ar, sem fram fara að óbreyttu í sept­em­ber á næsta ári. Stefán segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi dregið það fram­boð til baka í kjöl­far þess að hafa ráðið sig í fullt starf hjá Efl­ing­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent