Miðflokkurinn vill að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða bóluefni

Þingflokkur Miðflokksins segir ríkisstjórnina stuðla að upplýsingaóreiðu og sýna ráðaleysi þegar kemur að því að upplýsa almenning um stöðu mála varðandi komu bóluefna.

Hluti þingflokks Miðflokksins.
Hluti þingflokks Miðflokksins.
Auglýsing

Þing­flokkur Mið­flokks­ins fer fram á að Alþingi verði kallað sama í síð­asta lagi mánu­dag­inn 28. des­em­ber næst­kom­andi. Fundum Alþingis var frestað 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn í mán­uð, eða til 18. jan­úar 2021. 

Mið­flokk­ur­inn segir í til­kynn­ingu að nauð­syn­legt sé að kalla þing fyrr saman en stóð til í „ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi varð­andi komu bólu­efna vegna COVID-19 hingað til lands“. Þing­heimur þurfti að fá tæki­færi til að ræða málið við rík­is­stjórn­ina. 

Flokk­ur­inn telur að mjög mis­vísandi upp­lýs­ingar hafi birst um þá samn­inga sem gerðir hafi verið við bólu­efn­is­fram­leið­endur und­an­farna daga og um hvernig bólu­setn­ingu verði hátt­að. „Þar veg­ast upp­lýs­inga­óreiða og ráða­leysi stjórn­valda á.“

Að mati Mið­flokks­ins verður rík­is­stjórnin að veita sem fyrst „áreið­an­legar og nákvæmar upp­lýs­ingar um hver raun­veru­leg staða er á samn­ingum um virk og not­hæg bólu­efni og hvernig bólu­setn­ing þjóð­ar­innar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að bæta að þjóð­líf geti færst í hefð­bundið ástand. Rík­is­stjórnin verður að gefa skýr­ingar á því hvort öll úrræði þ.m.t. aðkoma einka­fyr­ir­tækja að útvegun bólu­efnis hafa verið nýtt.“

Jans­sen bólu­efnið kemur ekki fyrr á þriðja árs­fjórð­ungi 2021

Ísland und­ir­­rit­aði í gær samn­ing um bólu­efni frá lyfja­fram­­leið­and­­anum Jans­sen. Um er að ræða þriðja samn­ing íslenskra heil­brigð­is­yf­­ir­­valda um kaup á bólu­efnum við COVID-19, en hann tryggir bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­l­inga. Áður höfðu íslensk stjórn­­völd gert samn­ing um bólu­efni frá Pfizer fyrir um 85 þús­und manns og Astra Zeneca fyrir um 115 þús­und manns. 

Auglýsing
Bólu­efni Jans­sen, sem verður fram­­leitt af lyfja­fram­­leið­and­­anum John­son & John­son, er í fasa III próf­unum og áformað er að Evr­ópsa lyfja­stofn­unin gefi út álit, sem er for­­senda mark­aðs­­leyfis fyrir efn­ið, í febr­­úar 2021. Áætlað er að byrja afhend­ingu á þessu bólu­efni á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2021, sem hefst í júlí á næsta ári. 

Í til­­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu sagði að þátt­­taka Íslands í sam­­starfi Evr­­ópu­­þjóða um kaup á bólu­efnum í gegnum samn­inga fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins tryggi Íslandi hlut­­falls­­lega sama magn bólu­efna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í sam­­starf­inu. „Fram­­kvæmda­­stjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlut­­falls­­legri úthlutun miðað við höfða­­tölu hverrar þjóð­­ar. Heil­brigð­is­ráðu­­neytið vinnur að loka­­gerð samn­ings við lyfja­fram­­leið­and­ann Moderna og er ráð­­gert að und­ir­­rita hann 31. des­em­ber næst­kom­and­i.“

Fyrstu skammtar frá Pfizer vænt­an­legir

Fyrsta bólu­efnið sem Ísland fær verður frá Pfiz­er. Samn­ingar við það fyr­ir­tæki voru und­ir­­rit­aðir 9. des­em­ber síð­­ast­lið­inn og Evr­­ópska lyfja­stofn­unin veitti bólu­efn­inu skil­yrt mark­aðs­­leyfi í vik­unni. Ísland fær 170 þús­und skammta af bólu­efn­inu en hver ein­stak­l­ingur mun þurfa tvo skammta. Það dugar því fyrir 85 þús­und manns. Bólu­efnið frá Pfizer kemur þó ekki allt í einu hingað til lands. Stefnt er að því að afhend­ing hefj­ist fyrir árs­­lok og að fyrsta send­ing verði tíu þús­und skammt­­ar. 

­Bólu­efni Moderna verður lík­­­ast til næst til að koma á mark­að. Fasa III próf­unum á því er lokið og áætlað er að Evr­­ópska lyfja­stofn­unin haldi mats­fund vegna Moderna bólu­efn­is­ins 6. jan­úar næst­kom­andi. Ísland hefur ekki samið við Moderna en við­ræður eru í gangi og stefnt er á und­ir­­ritun samn­ings á gaml­ár­s­dag. 

Astra Zeneca hefur líka lokið fasa III próf­un­­um. Virkni þess bólu­efnis er þó minni en hjá Pfizer og Moderna. ekki liggur fyrir hvenær Evr­­ópska lyfja­stofn­unin mun gefa út álit á bólu­efn­inu, en stefnt er að því að byrja að afhenda skammta í Evr­­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021. Ísland fær, líkt og áður sagði, efni sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­l­inga það­­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent