Miðflokkurinn vill að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða bóluefni

Þingflokkur Miðflokksins segir ríkisstjórnina stuðla að upplýsingaóreiðu og sýna ráðaleysi þegar kemur að því að upplýsa almenning um stöðu mála varðandi komu bóluefna.

Hluti þingflokks Miðflokksins.
Hluti þingflokks Miðflokksins.
Auglýsing

Þing­flokkur Mið­flokks­ins fer fram á að Alþingi verði kallað sama í síð­asta lagi mánu­dag­inn 28. des­em­ber næst­kom­andi. Fundum Alþingis var frestað 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn í mán­uð, eða til 18. jan­úar 2021. 

Mið­flokk­ur­inn segir í til­kynn­ingu að nauð­syn­legt sé að kalla þing fyrr saman en stóð til í „ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi varð­andi komu bólu­efna vegna COVID-19 hingað til lands“. Þing­heimur þurfti að fá tæki­færi til að ræða málið við rík­is­stjórn­ina. 

Flokk­ur­inn telur að mjög mis­vísandi upp­lýs­ingar hafi birst um þá samn­inga sem gerðir hafi verið við bólu­efn­is­fram­leið­endur und­an­farna daga og um hvernig bólu­setn­ingu verði hátt­að. „Þar veg­ast upp­lýs­inga­óreiða og ráða­leysi stjórn­valda á.“

Að mati Mið­flokks­ins verður rík­is­stjórnin að veita sem fyrst „áreið­an­legar og nákvæmar upp­lýs­ingar um hver raun­veru­leg staða er á samn­ingum um virk og not­hæg bólu­efni og hvernig bólu­setn­ing þjóð­ar­innar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að bæta að þjóð­líf geti færst í hefð­bundið ástand. Rík­is­stjórnin verður að gefa skýr­ingar á því hvort öll úrræði þ.m.t. aðkoma einka­fyr­ir­tækja að útvegun bólu­efnis hafa verið nýtt.“

Jans­sen bólu­efnið kemur ekki fyrr á þriðja árs­fjórð­ungi 2021

Ísland und­ir­­rit­aði í gær samn­ing um bólu­efni frá lyfja­fram­­leið­and­­anum Jans­sen. Um er að ræða þriðja samn­ing íslenskra heil­brigð­is­yf­­ir­­valda um kaup á bólu­efnum við COVID-19, en hann tryggir bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­l­inga. Áður höfðu íslensk stjórn­­völd gert samn­ing um bólu­efni frá Pfizer fyrir um 85 þús­und manns og Astra Zeneca fyrir um 115 þús­und manns. 

Auglýsing
Bólu­efni Jans­sen, sem verður fram­­leitt af lyfja­fram­­leið­and­­anum John­son & John­son, er í fasa III próf­unum og áformað er að Evr­ópsa lyfja­stofn­unin gefi út álit, sem er for­­senda mark­aðs­­leyfis fyrir efn­ið, í febr­­úar 2021. Áætlað er að byrja afhend­ingu á þessu bólu­efni á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2021, sem hefst í júlí á næsta ári. 

Í til­­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu sagði að þátt­­taka Íslands í sam­­starfi Evr­­ópu­­þjóða um kaup á bólu­efnum í gegnum samn­inga fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins tryggi Íslandi hlut­­falls­­lega sama magn bólu­efna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í sam­­starf­inu. „Fram­­kvæmda­­stjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlut­­falls­­legri úthlutun miðað við höfða­­tölu hverrar þjóð­­ar. Heil­brigð­is­ráðu­­neytið vinnur að loka­­gerð samn­ings við lyfja­fram­­leið­and­ann Moderna og er ráð­­gert að und­ir­­rita hann 31. des­em­ber næst­kom­and­i.“

Fyrstu skammtar frá Pfizer vænt­an­legir

Fyrsta bólu­efnið sem Ísland fær verður frá Pfiz­er. Samn­ingar við það fyr­ir­tæki voru und­ir­­rit­aðir 9. des­em­ber síð­­ast­lið­inn og Evr­­ópska lyfja­stofn­unin veitti bólu­efn­inu skil­yrt mark­aðs­­leyfi í vik­unni. Ísland fær 170 þús­und skammta af bólu­efn­inu en hver ein­stak­l­ingur mun þurfa tvo skammta. Það dugar því fyrir 85 þús­und manns. Bólu­efnið frá Pfizer kemur þó ekki allt í einu hingað til lands. Stefnt er að því að afhend­ing hefj­ist fyrir árs­­lok og að fyrsta send­ing verði tíu þús­und skammt­­ar. 

­Bólu­efni Moderna verður lík­­­ast til næst til að koma á mark­að. Fasa III próf­unum á því er lokið og áætlað er að Evr­­ópska lyfja­stofn­unin haldi mats­fund vegna Moderna bólu­efn­is­ins 6. jan­úar næst­kom­andi. Ísland hefur ekki samið við Moderna en við­ræður eru í gangi og stefnt er á und­ir­­ritun samn­ings á gaml­ár­s­dag. 

Astra Zeneca hefur líka lokið fasa III próf­un­­um. Virkni þess bólu­efnis er þó minni en hjá Pfizer og Moderna. ekki liggur fyrir hvenær Evr­­ópska lyfja­stofn­unin mun gefa út álit á bólu­efn­inu, en stefnt er að því að byrja að afhenda skammta í Evr­­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021. Ísland fær, líkt og áður sagði, efni sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­l­inga það­­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent