Miðflokkurinn vill að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða bóluefni

Þingflokkur Miðflokksins segir ríkisstjórnina stuðla að upplýsingaóreiðu og sýna ráðaleysi þegar kemur að því að upplýsa almenning um stöðu mála varðandi komu bóluefna.

Hluti þingflokks Miðflokksins.
Hluti þingflokks Miðflokksins.
Auglýsing

Þing­flokkur Mið­flokks­ins fer fram á að Alþingi verði kallað sama í síð­asta lagi mánu­dag­inn 28. des­em­ber næst­kom­andi. Fundum Alþingis var frestað 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn í mán­uð, eða til 18. jan­úar 2021. 

Mið­flokk­ur­inn segir í til­kynn­ingu að nauð­syn­legt sé að kalla þing fyrr saman en stóð til í „ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi varð­andi komu bólu­efna vegna COVID-19 hingað til lands“. Þing­heimur þurfti að fá tæki­færi til að ræða málið við rík­is­stjórn­ina. 

Flokk­ur­inn telur að mjög mis­vísandi upp­lýs­ingar hafi birst um þá samn­inga sem gerðir hafi verið við bólu­efn­is­fram­leið­endur und­an­farna daga og um hvernig bólu­setn­ingu verði hátt­að. „Þar veg­ast upp­lýs­inga­óreiða og ráða­leysi stjórn­valda á.“

Að mati Mið­flokks­ins verður rík­is­stjórnin að veita sem fyrst „áreið­an­legar og nákvæmar upp­lýs­ingar um hver raun­veru­leg staða er á samn­ingum um virk og not­hæg bólu­efni og hvernig bólu­setn­ing þjóð­ar­innar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að bæta að þjóð­líf geti færst í hefð­bundið ástand. Rík­is­stjórnin verður að gefa skýr­ingar á því hvort öll úrræði þ.m.t. aðkoma einka­fyr­ir­tækja að útvegun bólu­efnis hafa verið nýtt.“

Jans­sen bólu­efnið kemur ekki fyrr á þriðja árs­fjórð­ungi 2021

Ísland und­ir­­rit­aði í gær samn­ing um bólu­efni frá lyfja­fram­­leið­and­­anum Jans­sen. Um er að ræða þriðja samn­ing íslenskra heil­brigð­is­yf­­ir­­valda um kaup á bólu­efnum við COVID-19, en hann tryggir bólu­efni fyrir 235 þús­und ein­stak­l­inga. Áður höfðu íslensk stjórn­­völd gert samn­ing um bólu­efni frá Pfizer fyrir um 85 þús­und manns og Astra Zeneca fyrir um 115 þús­und manns. 

Auglýsing
Bólu­efni Jans­sen, sem verður fram­­leitt af lyfja­fram­­leið­and­­anum John­son & John­son, er í fasa III próf­unum og áformað er að Evr­ópsa lyfja­stofn­unin gefi út álit, sem er for­­senda mark­aðs­­leyfis fyrir efn­ið, í febr­­úar 2021. Áætlað er að byrja afhend­ingu á þessu bólu­efni á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2021, sem hefst í júlí á næsta ári. 

Í til­­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu sagði að þátt­­taka Íslands í sam­­starfi Evr­­ópu­­þjóða um kaup á bólu­efnum í gegnum samn­inga fram­­kvæmda­­stjórnar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins tryggi Íslandi hlut­­falls­­lega sama magn bólu­efna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í sam­­starf­inu. „Fram­­kvæmda­­stjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlut­­falls­­legri úthlutun miðað við höfða­­tölu hverrar þjóð­­ar. Heil­brigð­is­ráðu­­neytið vinnur að loka­­gerð samn­ings við lyfja­fram­­leið­and­ann Moderna og er ráð­­gert að und­ir­­rita hann 31. des­em­ber næst­kom­and­i.“

Fyrstu skammtar frá Pfizer vænt­an­legir

Fyrsta bólu­efnið sem Ísland fær verður frá Pfiz­er. Samn­ingar við það fyr­ir­tæki voru und­ir­­rit­aðir 9. des­em­ber síð­­ast­lið­inn og Evr­­ópska lyfja­stofn­unin veitti bólu­efn­inu skil­yrt mark­aðs­­leyfi í vik­unni. Ísland fær 170 þús­und skammta af bólu­efn­inu en hver ein­stak­l­ingur mun þurfa tvo skammta. Það dugar því fyrir 85 þús­und manns. Bólu­efnið frá Pfizer kemur þó ekki allt í einu hingað til lands. Stefnt er að því að afhend­ing hefj­ist fyrir árs­­lok og að fyrsta send­ing verði tíu þús­und skammt­­ar. 

­Bólu­efni Moderna verður lík­­­ast til næst til að koma á mark­að. Fasa III próf­unum á því er lokið og áætlað er að Evr­­ópska lyfja­stofn­unin haldi mats­fund vegna Moderna bólu­efn­is­ins 6. jan­úar næst­kom­andi. Ísland hefur ekki samið við Moderna en við­ræður eru í gangi og stefnt er á und­ir­­ritun samn­ings á gaml­ár­s­dag. 

Astra Zeneca hefur líka lokið fasa III próf­un­­um. Virkni þess bólu­efnis er þó minni en hjá Pfizer og Moderna. ekki liggur fyrir hvenær Evr­­ópska lyfja­stofn­unin mun gefa út álit á bólu­efn­inu, en stefnt er að því að byrja að afhenda skammta í Evr­­ópu á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021. Ísland fær, líkt og áður sagði, efni sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­l­inga það­­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent