Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast stærstu flokkarnir

Nánast engin breyting er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa 9,2 prósentustigum ef kosið yrði í dag en þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem bætt hafa við sig á kjörtímabilinu græða 10,9 prósentustig.

Bjarni og Logi
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með nákvæm­lega sama fylgi og hann hafði í lok nóv­em­ber í nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup, eða 23,7 pró­sent. Sam­fylk­ingin var líka með sama fylgi um liðin ára­mót og hún mæld­ist með í lok nóv­em­ber, eða 17 pró­sent. 

Í raun er fylgi allra þeirra níu flokka sem mældir voru með stuðn­ing nán­ast það sama nú og það var um mán­uði áður. 

Píratar eru áfram þriðji stærsti flokkur lands­ins með 11,9 pró­sent fylgi, Vinstri græn koma þar á eftir með 11,7 pró­sent og fylgi Við­reisnar mælist tíu pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn mælist með 9,1 pró­sent stuðn­ing og flokk­ur­inn sem hann klauf sig frá, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, yrði minnsti flokk­ur­inn á Alþingi ef kosið yrði í dag með 8,3 pró­sent atkvæða. 

Hvorki Flokkur fólks­ins (4,3 pró­sent) eða Sós­í­alista­flokkur Íslands (3,8 pró­sent) eru lík­legir til að ná inn manni á þing miðað við þær fylgis­tölur sem þeir mæl­ast með nú.

Næst verður kosið í sept­em­ber næst­kom­andi að óbreytt­u. 

Nálægt 58 pró­sent aðspurðra segj­ast styðja sitj­andi rík­is­stjórn, sem er tæp­lega tveimur pró­sentu­stigum minni stuðn­ingur en mæld­ist í lok nóv­em­ber. 

Fjórir bæta við sig, fimm tapa fylgi

Stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru allir undir kjör­fylgi síð­ustu kosn­inga, líkt og þeir hafa verið meira og minna allt kjör­tíma­bil­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi tapa 1,6 pró­sentu­stigi ef kosið yrði í dag, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 2,4 pró­sentu­stigi en Vinstri græn allra stjórn­ar­flokka mest, eða 5,2 pró­sentu­stig­um. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna nú mælist 43,7 pró­sent en þeir fengu 52,9 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. 

Auglýsing
Þrír flokkar sem þegar eiga full­trúa á þingi myndu bæta við sig fylgi. Sam­fylk­ingin mælist ný með 4,9 pró­sentu­stigum meira fylgi en hún fékk 2017, og bætir meira við sig en nokkur ann­ar. Píratar mæl­ast með 2,7 pró­sentu­stigum meira fylgi en þeir fengu sið­ast þegar var kosið og Við­reisn með 3,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka hefur því auk­ist úr 28 pró­sentu­stigum í 38,9 pró­sentu­stig. 

Til við­bótar við þessa þrjá hefur Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem hefur aldrei boðið fram til þings, tekið til sín nýtt fylgi upp á 3,8 pró­sent. Það þýðir að ein­ungis Sam­fylk­ingin hefur tekið meira en hann af nýju fylgi til sín sam­kvæmt mæl­ing­um. 

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa 1,8 pró­sentu­stigi ef kosið yrði í dag og Flokkur fólks­ins 2,6 pró­sentu­stig­um.

Nið­ur­stöður sem hér birt­ast um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. des­em­ber 2020 til 3. jan­úar 2021. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.958 og þátt­töku­hlut­fall var 51,5 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,2 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent