Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast stærstu flokkarnir

Nánast engin breyting er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa 9,2 prósentustigum ef kosið yrði í dag en þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem bætt hafa við sig á kjörtímabilinu græða 10,9 prósentustig.

Bjarni og Logi
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með nákvæm­lega sama fylgi og hann hafði í lok nóv­em­ber í nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup, eða 23,7 pró­sent. Sam­fylk­ingin var líka með sama fylgi um liðin ára­mót og hún mæld­ist með í lok nóv­em­ber, eða 17 pró­sent. 

Í raun er fylgi allra þeirra níu flokka sem mældir voru með stuðn­ing nán­ast það sama nú og það var um mán­uði áður. 

Píratar eru áfram þriðji stærsti flokkur lands­ins með 11,9 pró­sent fylgi, Vinstri græn koma þar á eftir með 11,7 pró­sent og fylgi Við­reisnar mælist tíu pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn mælist með 9,1 pró­sent stuðn­ing og flokk­ur­inn sem hann klauf sig frá, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, yrði minnsti flokk­ur­inn á Alþingi ef kosið yrði í dag með 8,3 pró­sent atkvæða. 

Hvorki Flokkur fólks­ins (4,3 pró­sent) eða Sós­í­alista­flokkur Íslands (3,8 pró­sent) eru lík­legir til að ná inn manni á þing miðað við þær fylgis­tölur sem þeir mæl­ast með nú.

Næst verður kosið í sept­em­ber næst­kom­andi að óbreytt­u. 

Nálægt 58 pró­sent aðspurðra segj­ast styðja sitj­andi rík­is­stjórn, sem er tæp­lega tveimur pró­sentu­stigum minni stuðn­ingur en mæld­ist í lok nóv­em­ber. 

Fjórir bæta við sig, fimm tapa fylgi

Stjórn­ar­flokk­arnir þrír eru allir undir kjör­fylgi síð­ustu kosn­inga, líkt og þeir hafa verið meira og minna allt kjör­tíma­bil­ið. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi tapa 1,6 pró­sentu­stigi ef kosið yrði í dag, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 2,4 pró­sentu­stigi en Vinstri græn allra stjórn­ar­flokka mest, eða 5,2 pró­sentu­stig­um. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna nú mælist 43,7 pró­sent en þeir fengu 52,9 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. 

Auglýsing
Þrír flokkar sem þegar eiga full­trúa á þingi myndu bæta við sig fylgi. Sam­fylk­ingin mælist ný með 4,9 pró­sentu­stigum meira fylgi en hún fékk 2017, og bætir meira við sig en nokkur ann­ar. Píratar mæl­ast með 2,7 pró­sentu­stigum meira fylgi en þeir fengu sið­ast þegar var kosið og Við­reisn með 3,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka hefur því auk­ist úr 28 pró­sentu­stigum í 38,9 pró­sentu­stig. 

Til við­bótar við þessa þrjá hefur Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem hefur aldrei boðið fram til þings, tekið til sín nýtt fylgi upp á 3,8 pró­sent. Það þýðir að ein­ungis Sam­fylk­ingin hefur tekið meira en hann af nýju fylgi til sín sam­kvæmt mæl­ing­um. 

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa 1,8 pró­sentu­stigi ef kosið yrði í dag og Flokkur fólks­ins 2,6 pró­sentu­stig­um.

Nið­ur­stöður sem hér birt­ast um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. des­em­ber 2020 til 3. jan­úar 2021. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.958 og þátt­töku­hlut­fall var 51,5 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,2 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent