Ossoff vinnur – Demókratar ná meirihluta í öldungadeildinni

AP, CNN, New York Times, Washington Post og Fox News hafa allir lýst demókratann John Ossoff sigurvegara í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu.

John Ossoff, nýkjörinn þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu.
John Ossoff, nýkjörinn þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu.
Auglýsing

Helstu frétta­veitur vest­an­hafs hafa lýst yfir sigri John Ossoff í kosn­ingum til þing­sætis í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings í Georg­íu­ríki. Því er ljóst að demókratar muni ná meiri­hluta í öld­unga­deild­inn­i. 

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag voru sumir kosn­inga­vakt­arar og fjöl­miðlar nú þegar búnir að lýsa yfir sigri Ossoff, en stærstu fjöl­miðl­arnir héldu að sér höndum þar sem enn var talið of mjótt á mun­unum milli hans og mótherja hans, repúblík­an­anum David Per­due, eftir að 98 pró­sent atkvæð­anna voru tal­in. 

Nú hafa þó New York Times, CNN, Was­hington Post, Associ­ated Press og Fox News þó allir lýst yfir sigri Ossoff og þykir því ljóst að öld­unga­deildin er í höndum demókrata með minnsta mögu­lega meiri­hluta.

Auglýsing

Kosið var til tveggja öld­unga­deilda­þing­sæta í Georgíu í dag, en demókrat­inn Rap­h­ael Warnock og repúblikan­inn Kelly Loeffler keppt­ust um hitt þing­sæt­ið. Í morgun lýstu helstu fjöl­miðlar vest­an­hafs yfir sigri Warnock, en hann er nú með 50,7 pró­sent atkvæða gegn 49,3 pró­sentum Loeffler. 

Jafn­margir demókratar og repúblikanar voru kjörnir í öld­unga­deild­ina, en verð­andi vara­for­seti Kamala Harris getur veitt demókrötum meiri­hluta með odda­at­kvæði sínu. Fyrir eru demókratar með meiri­hluta í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, auk þess sem Joe Biden, fram­bjóð­andi demókrata, bar sigur af hólmi í nýaf­stöðnum for­seta­kosn­ingum þar í land­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent